Skýið lagað
Sá ógurlegi atburður gerðist síðastliðinn laugardag (22. ágúst 2020) að mótorinn í SKY 120 datt allt í einu niður í hægagang í miðju flugi og þegar ég reyndi að lenda honum missti hann allt flug í um fimm metra hæð og þetta voru afleiðingarnar.

- 20200822_104453.jpg (156.04 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Mótorinn brotnaði framan af og helmingur af nýju Volvo hjólstelli rifnaði af.

- 20200822_104511.jpg (142.14 KiB) Skoðað 6124 sinnum

- 20200822_111011.jpg (114.41 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Þá var bara spurningin: af hverju hafði mótor servóið hætt að virka. Við skoðun virtist ástæðan vera ljós:

- 20200822_110856.jpg (140.35 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Skrúfufestingin á servó arminum hafði losnað og teinninn sem tengdur var í inngjöfina lék laus. Við það tók gormurinn á blöndungnum yfir og dró niður í mótornum. Ég hafði notað skrúfulím eins og lög gera ráð fyrir, en á þeim árum sem ég er búinn að fljúga þessu módeli, þá hafði festiskrúfan náð að víbra laus!
Hvað er hægt að læra af þessu? Jú, svona skrúfufestingar á ekki að nota með teinum. Bara nota þetta með ofnum vír sem skrúfan getur kramið þegar hert er á henni.
SKY 120 var færður heim í skúr og byrjað að gera við. Það fyrsta sem ég gerði var að skara allt laust lím í burtu og síðan setti ég þykkan krossvið það sem trekantlistarnir höfðu verið áður.

- 20200823_103043.jpg (151.42 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Síðan var hægt að líma eldvegginn aftur í með góðu epoxý lími. Til að halda honum að krossviðarstoðunum notaði ég sjáfsnittandi skrúfur sem ég skrúfaði í gegnum göt á eldveggnum.

- 20200823_104835.jpg (152.91 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Hérna er svo verið að líma balsakubb ofan á eldvegginn.

- 20200824_181645.jpg (143.27 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Í staðinn fyrir skrúfufestinguna svikulu gerði ég 90° beygju á teininn og setti hann á servó arminn með það sem á ensku kallast sving keeper, mjög einfalt dæmi sem ég á von á að detti ekki af af sjálfu sér.

- 20200824_195640.jpg (85.91 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Hér er búið að pússa niður balsann ofan á eldveggnum og hreinsa eldvegginn sjálfan. Hann var síðan málaður með svartri málningu. Vírarnir tveir eru fyrir ádreparann.

- 20200824_203059.jpg (113.75 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Þá er komið að klæðningu. Sem betur fer átti ég afganga, bæði af bláu og hvítu filmunni og gat klætt nefið þannig að enginn sér að viðgerð hefur farið fram.

- 20200825_161322.jpg (126.52 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Hér er klæðningin komin á og mótorhúsið skrúfað á sinn stað.

- 20200825_165709.jpg (140.77 KiB) Skoðað 6124 sinnum
SKY 120 stendur í fæturna aftur. Ég skrúfaði hjólastellið undir á meðan límingin harðnaði á franska rennilásnum sem á að halda tanknum. Það var 500ml tankur í SKY 120, en þar sem Tommi átti bara 175ml tank, þá setti ég hann í.

- 20200825_204740.jpg (133.28 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Mótorinn komin í aftur. Þetta er að hafast.

- 20200826_152604.jpg (147.26 KiB) Skoðað 6124 sinnum
Og hér er viðgerðin búin og SKY 120 tilbúinn í loftið á ný. Hann flýgur aftur á morgun ef veður leyfir.

- 20200826_153212.jpg (140.18 KiB) Skoðað 6124 sinnum
