Síða 7 af 53

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 28. Ágú. 2006 16:25:27
eftir Sverrir
Ekki veitir af þegar menn eins og þú mæta með vélar í 1/3 skala ;)

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 28. Ágú. 2006 23:26:00
eftir Jón Björgvin
haha já ég er búin að ákveða að fyrsta flug verður þarna ;)

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 29. Ágú. 2006 00:10:58
eftir Sverrir
Verður gaman að fylgjast með því hjá þér Jón :)


Pittsvæðið var slegið í kvöld, nóg af grasi þar ef e-n vantar svoleiðis og vill sækja það annað kvöld
Mynd

Þessa þurfti að pulsa niður!
Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 31. Ágú. 2006 01:21:33
eftir Sverrir
Já það er víst ekki langt í laugardaginn og nóg að gera við flugvallargerð svo hægt verði að vígja svæðið nk. laugardag. Mikil spenna virðist vera hlaupinn í mannskapinn og verður engin maður með módelmönnum nema mæta á flugkomuna. Um 800 fermetrar af grasi voru lagðir niður í kvöld og annað eins kemur á morgun svo nóg er að gera einnig mættu nokkrir módelmenn í heimsókn að taka út framkvæmdirnar.


Jæja 800 fermetrar í viðbót komu í morgun
Mynd

Vegurinn var heflaður fyrir stóra daginn
Mynd

Tveir heiðursmenn litu við
Mynd

Margar hendur og allt það
Mynd

Þrjár kynslóðir módelmanna litu við síðar um kvöldið
Mynd

Og hér erum við kl.22, allt búið
Mynd
...afsakið gæðin þurfti smá myndvinnslu til að gera myndina frambærilega, hún er jú tekinn um miðja nótt ;)

Byrjað að fjarlægja hluta af vinnudótinu
Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 31. Ágú. 2006 11:32:32
eftir Agust
Ég var á leiðinni út á Suðurnes í gær og mældi tímann sem það tók að aka eftir Reykjanesbrautinni frá vegamótum að Hamarnesi (þar sem ekið er í sveig út af Reykjanesbrautinni) að vegamótum Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar.
Ekið var á skikkanlegaum hraða 90-100.

Tími: 16,5 mínútur.
Vegalengd: 25 km.

Allnokkurn tíma tekur að aka um hringaríkið frá Reykjanesbraut að Hamarnesi, segjum 6 mínútur. Síðan tekur um 2 mínútur að aka frá Reykjanesbraut að ónefnda vellinum.

Þannig giska ég á að það taki um 13 mínútum lengri tíma að aka frá Rvk að ónefnda vellinum en að Hamarnesi. Líklega um 22 km lengri leið.

Frá vellinum og heim í Garðabæ var ég 29 mínútur.


Hvað á annars barnið að heita?

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 31. Ágú. 2006 12:18:03
eftir Sverrir
Það kemur allt í ljós á laugardaginn :) Kannski fyrr ef ég verð uppiskroppa með hluti til að gera(ekki mjög líklegt) :D

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 31. Ágú. 2006 14:11:05
eftir Björn G Leifsson
Tillögur svona í smá hálfkæringi?:

"Fluglíkanamiðstöð Suðurnesja" :P

"Flugstöð Sverris Gunnlaugssonar" Neehh... það eru svo margir sem eiga heiðurinn...

"Grindavíkurflugvöllur" ojæja...


Gamni sleppt:

Mikið grefilli er þetta flott!!!!!

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 31. Ágú. 2006 22:03:51
eftir Sverrir
[quote=Björn G Leifsson]Tillögur svona í smá hálfkæringi?:

"Fluglíkanamiðstöð Suðurnesja" :P

"Flugstöð Sverris Gunnlaugssonar" Neehh... það eru svo margir sem eiga heiðurinn...

"Grindavíkurflugvöllur" ojæja...[/quote]
Það er nú alveg spurning hvort maður nefni flugstöðina eftir sjálfum sér en ég held að það verði erfitt að lauma nafninu á flugvöllinn :rolleyes: ;)

Jæja annar annasamur dagur að baki og 800 fermetrar af grasi í viðbót komnir á.
Síðustu 1000 fermetrarnir, í bili, koma svo í fyrramálið svo það verður fjör fram á síðustu stundu.
Eru menn ekki bara í stuði!?

Hér sést betur hvað var klárað í gærkvöldi og 800 fermetra í viðbót af grasi
Mynd

Alltaf hægt að treysta á Magnús formann
Mynd

Ætli það sé ekki best að sópa yfir brautirnar fyrir stóra daginn
Mynd

Og hérna eru 800 fermetrar dagsins komnir á
Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 1. Sep. 2006 15:16:38
eftir kip
Þá er maður mættur í Reykjavíkurhrepp til að vera viðstaddur opnuna á morgun. Verst að ég kom flugvélinni ekki með í bílinn.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 1. Sep. 2006 23:23:37
eftir Siggi Dags
Þetta er allt meiriháttar!
Því miður kemst ég ekki, laugardag.
Ég óska ykkur ynnilega til hamingju með nýja völlin.
kveðja
sigurður thoroddsen