30% Tiger Moth
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Gaui]Smá framfarir:
...
Ég ætla ekki að reyna á þolinmæði ykkar með því að segja frá í smátriðum aftur hvernig vængirnir eru settir saman. Ég mun frekar bara sýna ykkur vikuleg hversu langt ég hef náð.[/quote]
Hehe... Blaðra minna, smíða meira. Hljómar næstum eins og sneið til mín
...
Ég ætla ekki að reyna á þolinmæði ykkar með því að segja frá í smátriðum aftur hvernig vængirnir eru settir saman. Ég mun frekar bara sýna ykkur vikuleg hversu langt ég hef náð.[/quote]
Hehe... Blaðra minna, smíða meira. Hljómar næstum eins og sneið til mín
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Engar sneiðar Bjössi minn - bara útskýring á því hvers vegna ég nenni ekki að útskýra nákvæmlega hvað ég gerði í vængnum (af því ég var búinn að því áður)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
Það var nú ég sem bjó til sneiðina... Langar bara heim í skúrinn.
bar svona til gamans þá er hér mynd sem sýnir hvar ég er núna:
bar svona til gamans þá er hér mynd sem sýnir hvar ég er núna:
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Þú ættir að geta fundið smá pláss þarna til að smíða eitt eða tvö módel
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Gunni Binni
- Póstar: 597
- Skráður: 7. Apr. 2008 23:26:17
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Björn G Leifsson]Það var nú ég sem bjó til sneiðina... Langar bara heim í skúrinn.
bar svona til gamans þá er hér mynd sem sýnir hvar ég er núna:
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 534110.jpg[/quote]
Er þetta líka haustgáta að geta hvar þú ert?
Ég geri ráð fyrir að þú sért vistaður í gulleita húsinu aftan við til hægri? (geðdeild og endurhæfing með iðjuþjálfum og þar með væntanlega smíðaverkstæði. Ætti að virka vel fyrir útbrunna módelmenn með apple-dellu.)
Eða ertu í fremstu byggingunni til vinstri innlagður með bráðsmitandi módel-ítis (Sýkingadeildin, höfð í sérbyggingu til að módeldellan breiðist ekki út og verði að faraldri eins og aðrar slæmar sýkingar (svarti dauði oh.))
Þriðji möguleikinn er að þú sért einhvers staðar í aðalbyggingunni að reyna að fjarstýra módeli á á þyrlupallinum sem aldrei er notaður til annars.
Kveðja
Gunni Binni
PS. Bið að heilsa liðinu á ortópedíunni eigirðu leið þangað.
bar svona til gamans þá er hér mynd sem sýnir hvar ég er núna:
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 534110.jpg[/quote]
Er þetta líka haustgáta að geta hvar þú ert?
Ég geri ráð fyrir að þú sért vistaður í gulleita húsinu aftan við til hægri? (geðdeild og endurhæfing með iðjuþjálfum og þar með væntanlega smíðaverkstæði. Ætti að virka vel fyrir útbrunna módelmenn með apple-dellu.)
Eða ertu í fremstu byggingunni til vinstri innlagður með bráðsmitandi módel-ítis (Sýkingadeildin, höfð í sérbyggingu til að módeldellan breiðist ekki út og verði að faraldri eins og aðrar slæmar sýkingar (svarti dauði oh.))
Þriðji möguleikinn er að þú sért einhvers staðar í aðalbyggingunni að reyna að fjarstýra módeli á á þyrlupallinum sem aldrei er notaður til annars.
Kveðja
Gunni Binni
PS. Bið að heilsa liðinu á ortópedíunni eigirðu leið þangað.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
Neehh.. ekki fluttur, bara "á vertíð" ef svo má segja. Er að sinna mjög sérstöku verkefni 2 vikur í mánuði hérna í Kristianstad sem er afskekkt bæjarhola á Skáni með ofvaxinn spítala þar sem dreifbýlispólítíkin valdi verkefninu stað. Bæði Gunni Binni og Tumi unnu hérna einu sinni og ég held að megnið af biluninni (sem þið hinir hafið orðið vel varir við undanfarið)megi rekja til dvalarinnar hér.
Sverrir.. hvernig er það, er ekki hægt að "fella" þessi snakk-innslög niður í litla rauða hnappa svo þau séu ekki að trufla meginatriðið en samt hægt að kíkja á þau?? Það væri sniiiiðugt.
Sverrir.. hvernig er það, er ekki hægt að "fella" þessi snakk-innslög niður í litla rauða hnappa svo þau séu ekki að trufla meginatriðið en samt hægt að kíkja á þau?? Það væri sniiiiðugt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Jæja, það er hellingur að segja frá núna.
Ég er búinn að klára að setja saman vængina og þegar þeim er stillt upp á eitt borð, þá lítur þetta út eins og stærðar hraukur af balsa, eins og Árni Hrólfur sagði:
þar sem raufarlyfturnar standa niður úr vængnum setti ég balsa í kringum þær svo að klæðningin hefði eitthvað til að halda í.
Síðan setti ég saman boxin sem koma utanum lyfturnar. Þau eru búin til úr 0,8mm krossviði sem er laserskorinn og krossviðar ræmu sem ég þurfti að búa til sjálfur. Hér er efnið og eitt box tilbúið:
Til að koma þessum stífu krossviðarbútum saman setti ég þrjú stálstykki saman og hélt þeim með þvingum. Síðan festi ég aðra hliðina á milli þeirra með þvingu og hélt ræmunni við hana á meðan ég Zappaði hana fasta:
Svo setti ég hina hliðina undir þvinguna – og passaði mig sérstaklega að láta hana snúa rétt – og límdi ræmuna við hana líka:
Síðan límdi ég festistykkin á endana. Það eru sex box í allt:
Til að vera viss um að þetta dytti nú ekki í sundur blandaði ég smávegis Hysol og skrapaði inn í hornin á boxunum og bak við festistykkin. Boxin koma til með að sitja undir efri vængjunum nokkurn vegin svona. Athugaðu að ég er ekki búinn að hefla frambrúnina ennþá svo boxið sest líklega (vonandi) betur þegar það er búið (athugaðu líka að myndin er á hvolfi)
Það sem allir vængirnir eru komnir fer að líða að því að ég festi þá við skrokkinn. Til að gera það þarf ég að hafa alla lendingar- og flugvírana tilbúna. Á teikningunum er sýnt nákvæmlega hversu langir þessir vírar þurfa að vera, svo ég fór bara eftir því og bjó þá til. En ég vildi ekki nota snúinn stálvír eins og oftast er gert, heldur vildi ég nota flata stálfjöður sem ég keypti frá Mick Reeves fyrir nokkru síðan. Festingarnar verða M3 tengi og þau verða skrúfuð upp á M3 bolta. Ég tók 16 40mm M3 bolta, skar af þeim hausinn um einn sentimeter frá gengjunum, svarf flata á legginn og silfurkveikti fjöðrina á hann. Þetta hljómar mjög ruglingslegt að skrifa þetta svona, svo ég vona að myndin útskýri þetta betur:
Og hér eru allir vírarnir tilbúnir:
Ég er búinn að klára að setja saman vængina og þegar þeim er stillt upp á eitt borð, þá lítur þetta út eins og stærðar hraukur af balsa, eins og Árni Hrólfur sagði:
þar sem raufarlyfturnar standa niður úr vængnum setti ég balsa í kringum þær svo að klæðningin hefði eitthvað til að halda í.
Síðan setti ég saman boxin sem koma utanum lyfturnar. Þau eru búin til úr 0,8mm krossviði sem er laserskorinn og krossviðar ræmu sem ég þurfti að búa til sjálfur. Hér er efnið og eitt box tilbúið:
Til að koma þessum stífu krossviðarbútum saman setti ég þrjú stálstykki saman og hélt þeim með þvingum. Síðan festi ég aðra hliðina á milli þeirra með þvingu og hélt ræmunni við hana á meðan ég Zappaði hana fasta:
Svo setti ég hina hliðina undir þvinguna – og passaði mig sérstaklega að láta hana snúa rétt – og límdi ræmuna við hana líka:
Síðan límdi ég festistykkin á endana. Það eru sex box í allt:
Til að vera viss um að þetta dytti nú ekki í sundur blandaði ég smávegis Hysol og skrapaði inn í hornin á boxunum og bak við festistykkin. Boxin koma til með að sitja undir efri vængjunum nokkurn vegin svona. Athugaðu að ég er ekki búinn að hefla frambrúnina ennþá svo boxið sest líklega (vonandi) betur þegar það er búið (athugaðu líka að myndin er á hvolfi)
Það sem allir vængirnir eru komnir fer að líða að því að ég festi þá við skrokkinn. Til að gera það þarf ég að hafa alla lendingar- og flugvírana tilbúna. Á teikningunum er sýnt nákvæmlega hversu langir þessir vírar þurfa að vera, svo ég fór bara eftir því og bjó þá til. En ég vildi ekki nota snúinn stálvír eins og oftast er gert, heldur vildi ég nota flata stálfjöður sem ég keypti frá Mick Reeves fyrir nokkru síðan. Festingarnar verða M3 tengi og þau verða skrúfuð upp á M3 bolta. Ég tók 16 40mm M3 bolta, skar af þeim hausinn um einn sentimeter frá gengjunum, svarf flata á legginn og silfurkveikti fjöðrina á hann. Þetta hljómar mjög ruglingslegt að skrifa þetta svona, svo ég vona að myndin útskýri þetta betur:
Og hér eru allir vírarnir tilbúnir:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Ég er líka byrjaður á því að hefla og pússa til vængina. Ég ætla hér að sýna hvernig ég bý til raufar fyrir lamir á hallastýrin.
Fyrst byrja ég á því að merkja fyrir lömunum og síðan nota ég hobbý hníf til að skera oní hallastýrið:
Síðan nota ég naglaþjöl úr málmi til að víkka raufina. Ef ég væri að nota litlar lamir, þá væri þessi rauf nóg.
En þar sem ég er að nota þungaviktar lamir, þá þarf ég að víkka raufarnar meira og til þess nota ég gamla platínuþjöl sem er jafn þykk og lamirnar. Þessar þjalir ættu að vera fáanlegar fyrir slikk á ebay þar sem það er mikið til hætt að nota svona á bílaverkstæðum í dag.
Hér er svo lömin komin á sinn stað. Nú þarf ég bara að hefla og pússa hallastýrið.
Ég er byrjaður að hefla vængina og pússa og geri ráð fyrir að búa til helling af spænum og ryki næstu daga.
Sjáumst í næstu viku
Fyrst byrja ég á því að merkja fyrir lömunum og síðan nota ég hobbý hníf til að skera oní hallastýrið:
Síðan nota ég naglaþjöl úr málmi til að víkka raufina. Ef ég væri að nota litlar lamir, þá væri þessi rauf nóg.
En þar sem ég er að nota þungaviktar lamir, þá þarf ég að víkka raufarnar meira og til þess nota ég gamla platínuþjöl sem er jafn þykk og lamirnar. Þessar þjalir ættu að vera fáanlegar fyrir slikk á ebay þar sem það er mikið til hætt að nota svona á bílaverkstæðum í dag.
Hér er svo lömin komin á sinn stað. Nú þarf ég bara að hefla og pússa hallastýrið.
Ég er byrjaður að hefla vængina og pússa og geri ráð fyrir að búa til helling af spænum og ryki næstu daga.
Sjáumst í næstu viku
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Björn G Leifsson]Sverrir.. hvernig er það, er ekki hægt að "fella" þessi snakk-innslög niður í litla rauða hnappa svo þau séu ekki að trufla meginatriðið en samt hægt að kíkja á þau?? Það væri sniiiiðugt. [/quote]
Skal hafa þetta bakvið eyrað.
Skal hafa þetta bakvið eyrað.
Icelandic Volcano Yeti