Síða 7 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 3. Apr. 2009 21:34:22
eftir Gaui
Við komumst að því okkur til mikils hryllings að enginn hafði enn sett vélahlífina af Tigernum á hausinn. Árni bauðst til að fórna sér og skellti henni af sinni alkunnu snylli á sig. Hann lítur út eins og vélmennið úr gömlu útgáfunni af The Day the Earth Stood Still:

Mynd

Mummi hélt að hann gæti þetta líka, en þar sem hann er alger nýgræðingur í þessu fagi (annað en Árni), þá fór strax að bera á smá skrekk:

Mynd

Það endaði síðan með því að Guðmundur mátti koma nafna sínum til aðstoðar þegar hann var búinn að snúa sér nokkra hringi í vélarhlífinni:

Mynd

Mummi var frelsinu feginn og lofaði að byrja á minni káflingum og vinna sig upp í stóra stöffið eins og Árni.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 5. Apr. 2009 20:10:47
eftir Gaui
Árni er byrjaður að huga að svokölluði Blingi, þ.e. skrauti á vélina sem í fljótu bragði virðist ekki gera neitt gagn, en lítur svakalega flott út. Blingið sem hann bjó til var hettur á götin sem stýristangirnar koma út um.

Mynd

Þeir sem vilja fá skýringu á hvernig kallinn bjó þetta til verða að skora á hann sjálfan að lýsa smíðinni.

Þegar piltarnir koma í skúrinn mætir sá svarti til að heilsa þeim. Surti finnst ómögulegt annað en að vera hjá okkur í skúrnum og er búinn að vera okkur til samlætis í allan vetur. Hér er hann að snýkja klapp eða kaffi af Árna.

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 19. Apr. 2009 15:39:51
eftir Gaui
Jæja, loksisn fór að sjá útúr vetrinum og drullan að þorna á Melunum. Þá fór Mummi að huga að því hvort hann ætti ekki flughæft módel. Hann fékk vel notaðan Ripmax Trainer fyrir þó nokkru og var eitthvað búinn að grauta í honum, en nú var gengið í það að klára það:

Mynd

Okkur datt svo í hug að það væri líklega best að athuga hvort mótorinn færi í gang áður en við gerðum leiðangur inn á Mela. Hér er Árni að sýna Mumma hvernig sveiflu maður notar við að setja væng á módel með teygjum:

Mynd

Mótorinn startaði og gekk bara nokkuð góðan gang, svo það er líklegt að við getum flogið þessu módeli, þó það sé dálítið blettótt. Mummi er alla vega mjög ánægður:

Mynd

Næsta verk var að græja vallarkassa sem Mummi fékk með djásninu. Eins og sést, þá vafðist ýmislegt fyrir:

Mynd

En það endaði með því að allt var orðið klárt og rafhlöður komnar í hleðslu. Mummi flýgur líklega í fyrsta sinn á fimmtudaginn (ef veður og önnur skilyrði leyfa).

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 19. Apr. 2009 18:04:25
eftir jons
[quote=Gaui]Mummi flýgur líklega í fyrsta sinn á fimmtudaginn (ef veður og önnur skilyrði leyfa).[/quote]
Hell yeah! Vonandi flýgur Das Ugly Fucker betur heldur en hann lítur út blessaður :)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 1. Maí. 2009 08:07:00
eftir Gaui
Það var ýmislegt brallað á Grísará í gærkvöldi. Árni gerði Stikkiknn kláran fyrir smá sýningu sem við verðum með um helgina í Flugsafninu sem tengist afmæli flugsafnsins og eyfirska safnadeginum. Hann m.a. gerði hjólastellið svart:

Mynd

Mummi var búinn að ná sér í fallegt álrör í góðri verslun hér í bæ (moppuhandfang í Europris) og við bjuggum til ytra rör úr pappír utanum það með epoxy kvoðu samkvæmt uppskrift frá Sigga PattRat Kristjánssyni. Það er skemmst frá því að segja að rörið virðist bara vera hið flottasta:

Mynd

og nær alla leið í gegn

Mynd

Mummi byrjaði þá að setja saman miðjuhluita vængsins og passaði sig á að láta rörið góða falla vel í:

Mynd

Og hérna eru efri bitarnir að detta á sinn stað:

Mynd

Það verður ekki langt þangfað til þessi Fokker fer að standa í lappirnar og breiða úr vængjunum.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 6. Maí. 2009 18:53:25
eftir Gaui
Árni límdi blingið á Stikkinn:

Mynd

Svo fór hann að hafa til hjólskálar sem hann pússaði upp og málaði svartar. Því miður náði ég þessum hjólskálum ekki á mynd, en ég skal gera það næst og set þá inn mynd ef hann stillir þeim á á fimmtudaginn.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 11. Maí. 2009 21:10:13
eftir Páll Ágúst
Jahá er ekki erfitt að smíða svona vélar og hvað er maður lengi að smíða eina venjulega byrjanda vél er das ugly stick byrjanda vél ? Hvað kostað að gera svona vél?

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Maí. 2009 11:05:49
eftir jons
Sæll Páll.

Ég kláraði að smíða svona Ugly Stik nýlega. Ég hef það ekki í hausnum (né á blaði, ef út í það er farið) hvað smíðin kostaði. Þetta tók mig allt síðasta haust, þar sem ég smíðaði að meðaltali 1-2 í viku. Þar sem þetta var fyrsta vélin mín og ég að byrja í sportinu þá átti ég ekkert í smíðina. Bókstaflega. Þetta kostar því sitt þegar verið er að koma sér af stað. Kosturinn er að maður þarf ekki að kaupa allt í byrjun heldur getur gert það jafn óðum.

En svona til að hlaupa gróflega yfir hvað þarf að kaupa þá er það:
- Teikningar til að smíða eftir (ef þú kemst ekki í þær e-r staðar)
- Balsi til að smíða úr
- Einhver ögn af krossviði
- Einhverja ögn af harðviði (í vængbita)
- Filma til að klæða vélina (rauð, svört og hvít ef þú fylgir teikningu)
- Servó (5 stk)
- Mótór
- Spaði
- Bensíndunkur
- Bensín- og rafmagnsleiðslur
- Lím (amk trélím og epoxylím)
- Tæki og tól sem þarf til smíðinnar ef þú átt það ekki til (sög, hnífur, mælistika o.s.frv)
- Hjólastell
- Eitthvað af smádóti, t.d. horn til að festa á stýrifleti, klevisar til að festa í hornin o.s.frv.

Safnast þegar saman kemur.

Þetta er gríðarlega þægileg fyrsta vél. Efnið gengur þægilega upp, formin eru einföld og teikningarnar einfaldar. Engar krúsidúllur neins staðar. En þetta getur samt verið nógu flókið hafi maður hvorki reynslu né aðstoð. Ég væri vafalaust enn að smíða hefði ég ekki haft aðgang að reynsluboltum við smíðina.

kv Mummi

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Maí. 2009 11:11:29
eftir Gaui
Sæll Páll

Nei, það er ekki erfitt að smíða svona. Hins vegar er það með þetta eins og svo margt annað að maður verður að læra ýmislegt, annað hvort einn og sér með því að fara eftir leiðbeiningum og gera mistök og læra af þeim, eða með því að toða sér upp á gamla kalla eins og mig sem eru búnir að vera í þessu síðan risaeðlurnar voru enn volgar og fá þá til að segja ser til.

Das Ugly Stick flokkast undir það sem maður mundi kalla módel númer tvö. Hann er ekki eins auðveldur í flugi og venjulegur trainer, flýgur hraðar og getur gert ýmsar flugæfingar sem erfitt er að fá trainer til að framkvæma.

Um kostnaðinn get ég ekki sagt, því ég reyni að vita það ekki. Það hefur undanfarið ekki verið ódýrara að smíða frá grunni en fá tilbúið, en það gæti verið að breytast. Maður verður að kaupa balsa, krossvið, aukahluti og annað sem fylgir með tilbúnum módelum. Á hina hliðina horft, þá er miklu meira gaman að fljúga módeli sem maður hefur sjálfur sett saman frá spýtuhrúgu og það fylgir því ákveðin tilfinning sme ég get ekki lýst (maður verður að fina hana sjálfur) að sjá módelið sitt fljúga sem maður hefur nostrað við.

Í sambandi við hvað maður er lengi að smíða, þá tók það mig hálfan mánuð að smíða einn slíkan, Mummi var tvo mánuði að því (minnir mig), Árni er búinn með sinn núna og Rúnar er enn á hrástiginu. Þetta fer semsagt allt eftir því hvað maður er duglegur og heldur sig við verkið (á þeta ekki líka við um allt annað?)

Hérna er linkur í PDF skrá sem listar teikningar sem hægt er að kaupa frá Model Airplane News, en þar náði ég í Ugly Stick teikninguna:

http://media.radiocontrolzone.com/mair/ ... dePDF2.pdf

og hérna er síða í Englandi:

http://www.myhobbystore.com/g/16/Model-Flying.html

og ein í Þýskalandi:

http://neckar-verlag.de/index.php?id=bauplaene

Eitt gott ráð er að skoða það sem aðrir eru að smíða. Hér er síða þar sem margir smiðir lýsa því sem þeir eru að smíða. Þú skalt skrá þig þar inn og skoða nokkrar síður ef þig langar til að smíða.

http://www.rcscalebuilder.com/

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Maí. 2009 14:56:26
eftir Páll Ágúst
Takk takk, búinn að lesa allan þráðinn og þetta er alveg rosalega spennandi. En eru einhverjar aðstöður sem félög eiga eða eru þetta bara bílskúrar heima, ef svo er get ég fundið mér verkstæði sjálfur við hliðina á tómstundahúsinu :)

Fyrst Das Ugly Sick er vél nr. 2 hvað er byrjandavél (trainer)
Er hægt að fá teikningar af svoleiðis í tómstundahúsinu eða ætti maður að panta af netinu ?

Ætti maður að finna sér kennara eða ráðast í þetta sjálfur...(með pabba eða einhverjum) :)