PU lím fæst bæði í Húsó og Býkó. Sitt hvor tegundin reyndar en þetta er sama límið og Gorilla Glue sem er amerískt vörumerki og fæst reyndar í Handverkshúsinu á Laugavegi. Það er algengast sem "brúnt" en líka til glært (það sem Mummi er að nota ofar í þessum þræði.) Ég nota þetta brúna mjög mikið í alls konar trélímingar og viðgerðir. Algert undraefni en það er gott að þekkja hvernig það hagar sér.
Því meira vatn (raki) sem er í umhverfinu því miera freyðir það og getur gubbast út um allt ef maður notar of mikið.
Prinsíppið er að nota eins lítið af því og kostur er og nota rakann til að stýra hversu mikið maður vill að það freyði og fylli þá upp í glufur og rifur.
Hef alloft gert við brotna skrokka og vængi með þessu og þá er til dæmis hægt að stilla brotinn skrokk af og tylla saman brotunum með sýrulími og leggja síðan styrkingar með balsa eða furulistum og líma þá með PU lími eftir að maður úðar smá vatni á svæðið. Gott að fá tóman úðabrúsa undan til dæmis hárlakki (svona brúsa sem þarf að hafa fyrir að pumpa úr) og hafa vatn í honum. Þeir gefa fínan úða (og dásamlegan ilm af vélinni
)
Með því að láta límið freyða og þenjast út í kringum styrkinguna og brotalínur getur maður fengið létta en mjög sterka viðgerð. En það gildir að passa að það gubbist ekki út um allt. Gott að hafa plastfilmu til að leggja í kring til dæmis.
PU lím er fullkominn viðbjóður að fá á fingurna og húðin verður svört ef það er ekki hreinsað af í hvelli svo það er ekki vitlaust að vera með hanska. Áður en það storknar er hægt að hreinsa það burt með terpentínu/White Spirit en eftir það er það bara beittur hnífur sem gildir.
Þetta lím storknar vel á 4-5 tímum og er búið að ná styrk daginn eftir.
Sikabond 545 úr Býkó:
Á flöskunni stendur "Mörk og opskummende" sem þýðir Dökkt og freyðandi. Sem sagt brúna sortin.
Á býkósiðunni stendur ekkert um límið aöl og verðið er gefið upp fyrir Sikabond 540 sem er alls ekki sama límið.
Soudal heitir límið sem fæst í Húsó. Það er alveg sambærilegt amk þetta brúna sem ég nota. Það glæra sem hefur fengist þar hef ég ekki reynslu af.
Á síðunni (Húsasmiðju- ) stendur:
Soudal PRO 45P - Ultrafast
Polyuretan lím. Litur brúnn
Öflug líming og ágætir fylli-
eiginleikar (þenst aðeins).
Vatnshelt D4. Má nota á
allar gerðir timburs, MDF,
Formica og nánast alla fleti
nema PE, PP og Polystyrene
(einangrunarplast). Límir jafnvel
rakt timbur og er mælt með því
að fletir séu aðeins rakir (yfirborð).
Opin tími: 10 mín (20°C) (fer eftir
hita,rakastigi og hvað er verið að líma)
1.995 kr.
Hér er svo myndasaga af viðgerð með svona lími.
PS Sverrir kannski flytur þennan póst yfir í heilræðakaflann og skilur eftir tilvitnun hér ??