Já þetta klárast víst allt að lokum, ætlar að verða einhver töf á rafhlöðunum annars er ekki mikið eftir.
Re: CARF Eurosport
Póstað: 24. Feb. 2011 01:09:48
eftir Sverrir
Alltaf gaman þegar kemur að þessu.
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 00:09:28
eftir Sverrir
Servó og lofttengingar út í væng.
Tækjaborðið komið á sinn stað.
Séð út á hlið.
Og yfir á hina hliðina.
Áfylling fyrir hjól og bremsur ásamt data porti.
Mæli- og hleðslutengi fyrir rafhlöður 1 og 2 ásamt ECU.
Ytri pípunni haldið miðjusettri og göt boruð til að koma í veg fyrir yfirþrýsting í skrokknum.
Útblástursrörið komið á sinn stað.
Mótorinn líka.
Siliconslanga klofin og sett innan í gatið á hlífinni til að minnka líkurnar á því að snúrurnar geti skorist.
Gat fyrir öndunina.
Öndunin komin á sinn stað.
Hmmm, til hvers í... :/
Bensínhlaupið hjálpaði svo sannarlega við að koma 6mm slöngum upp á 8mm nipplana!
Pelinn kominn á sinn stað.
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 00:10:29
eftir Sverrir
Þá er komið að uppsetningu á vélinni...
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 00:12:15
eftir Sverrir
Það á eftir að ganga frá bakka fyrir rafhlöðurnar í nefinu á vélinni en það verður að bíða betri tíma þar sem rafhlöðurnar eru að leggja af stað út á Atlantshafið hvað úr hverju, skila sér vonandi á næstu 10 dögum.
Þá verður hægt að loka smíðakaflanum en hver veit nema eitthvað skemmtilegt gerist í millitíðinni...
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 00:15:11
eftir Sverrir
Félagar í Eurosport „klúbbnum“ hittust í kvöld og báru saman bækur sínar.
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 00:19:23
eftir Flugvelapabbi
Þetta er aldeilis glæsilegt hja þer Sverrir, það væri gaman að sja hvað aðrir þotu menn eru að gera, nu Friðrik niðri i Hollandi hann er lika að föndra og það er sma bið i að eg byrji a minni vel.
Kv
Einar
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 07:11:25
eftir maggikri
Þetta er orðinn svo mikill tækjabúnaður um borð í svona vél að þetta er að verða eins og að líta í flugstjórnarklefann á Boeing þotu. Liggur við að menn þurfa að vera lærðir "mekkar" til að operata slíkar vélar.
Jú það eru "flestir" lærðir flugmenn, flugvirkjar og flugvélasmiðir í þessum þotubransa.
kv
MK
Re: CARF Eurosport
Póstað: 26. Feb. 2011 15:40:48
eftir Jónas J
Þetta er glæsilegt hjá þér Sverrir..
En hvernig er það þarf ekki annsi langa snúru í lyklaborðið ha ha ha.....
Verður gaman að sjá þessa þegar hún verður ready !!!!