Síða 7 af 17
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 24. Feb. 2014 15:28:25
eftir Agust
Þar sem við erum nískir á rafmagnið, þá er líklega best að útbúa sparneytið hleðslutæki og hlaða beint inn á Lithium batteríið í símanum. Við gætum þá útbúið eitthvað svona:
Annar möguleiki væri að nota 12V hleðslutæki fyrir bíl, og hlaða um hleðslutengið, en mér þykir líklegt að straumnotkunin verði töluvert meiri. Ég held að það sílogi á skjánum meðan tækið er í hleðslu.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 1. Mar. 2014 23:42:48
eftir Gauinn
Snillingar eru þið, og gott framtak.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 7. Mar. 2014 07:51:10
eftir Agust
[quote=Vignir][quote=Vignir]3) HLEÐSLUSTÝRING
Ég get útvegað hjá fyrirtæki sem ég starfa hjá þessa hleðslustýringu og klúbburinn fengi hana á 4500kr
Þetta er 5A útgáfan. BlueSolar 12/24-PWM 5A
http://www.victronenergy.com/upload/doc ... -%20EN.pdf ef menn hafa áhuga.[/quote]
Ég skal útvega þessa hleðslustýringu klúbbnum að kostnaðarlausu.
Látið mig bara vita hvenær þið viljið fá hana.
Kveðja
Vignir V.[/quote]
Þetta er vel þegið.
Á fundi Þyts í gær voru rafmagns- og vefmyndavélamálin rædd fram og aftur. Eysteinn mun á næstu dögum smíða festingu fyrir sólarrafhlöðuna. Við munum prófa að setja hana hátt á suðurgafl hússins þar sem lítið ber á henni.
Nýr rafgeymir sem Björn Geir lagði til bíður í skúrnum hjá mér ásamt sólarsellunni. Ég skal taka við hleðslustýringunni og koma henni á Hamranes þegar við tengjum búnaðinn.
Vefmyndavélin bíður einnig. Ég á eftir að setja hana í kassa og tengja 12V straumgjafa/hleðslutæki, en það er lítið mál.
Sýnishorn af vefsíðu er hér:
http://www.agust.net/rc/webcam/
Þetta er bara prufa sem ég skellti upp fyrir fundinn, en í framtíðinni væri best að hýsa betur hannaða vefsíðu hér á Fréttavefnum. Best væri einnig að vera laus við milligeymsluna í Þýskalandi sem ég nota, og vista myndirnar hjá okkur. Þarna er einnig smá tillaga að auglýsingu ef við getum fengið styrktaraðila.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 7. Mar. 2014 09:48:00
eftir Agust
Minni á að góðar upplýsingar um svona vefmyndavél, þ.e. um appið í Android símann og vefsíðuna sem sýnir myndirnar, er að finna hér:
http://www.appbrain.com/app/mobilewebca ... bilewebcam
Á fundinum í gær var spurt hvers vegna við værum ekki með vefmyndavél sem sendir lifandi myndir. Ástæðan er sú að við höfum ekki neina venjulega háhraða internettengingu. Við verðum því að notast við GSM samband (gprs, 2G eða 3G) sem er dýrt ef sífellt er verið að senda lifandi myndir. Brellan til að lágmarka kostnaðinn er sú að senda eina góða mynd með um það bil 10 mínútna millibili. Gagnamagnið reiknað yfir mánuðinn verður þannig skaplegt. Einnig eyðir svona sími miklu minna rafmagni en venjuleg vefmyndavél, router og annað sem til þarf.
Svo má benda á að þetta er einföld aðferð sem menn geta notað til að vakta sumarhúsið sitt eða fjallakofann, jafnvel þar sem ekki er rafmagn. Jafnvel fylgjast með hreiðurgerð o.fl. í náttúrunni.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 16. Mar. 2014 11:22:39
eftir Agust
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 16. Mar. 2014 12:15:41
eftir Agust
Ég endaði með að smíða hleðslutækið samkvæmt KISS, þ.e. á sem einfaldastan hátt.

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 16. Mar. 2014 20:24:52
eftir Vignir
Ég er að vinna í Las Palmas í augnablikinu en kem heim eftir ca viku og læt þig þá fá hleðslustýringuna.
Kv. Vignir
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 17. Mar. 2014 08:55:53
eftir Agust
Sæll Vignir.
Þakka þér fyrir.
Ég nota tímann næstu daga til að prófa betur myndavélina. Ég hafði hana í gangi í rúman sólarhring um helgina og vann hún hnökralaust.
Ég hef verið að velta fyrir mér að lækka aðeins hleðsluspennuna inn á Lithium rafhlöðuna og miða við 3,9V sem jafngildir um 80% hleðslu. Það ætti að auka líftíma rafhlöðunnar.
Það virkar mjög vel að nota ókeypis gagnageymsluna í Þýskalandi fyrir myndir. Miðað við stærðina á myndunum (um 70 kB) og 15 mínútur milli mynda sleppur ókeypis þjónustan. 10 mínútur milli mynda er aftur á móti of mikið gagnamagn fyrir ókeypis 50 Mb á viku.
Það kostar þó furðu lítið að fá meira geymslurými. Sjá hér:
https://www.opensmartcam.com/products.php
200MB á ári kostar aðeins 9,60 Evrur eða 1500 krónur. Síðan er sáraeinfalt að vísa inn á þessa gagnageymslu frá okkar vefsíðu, eins og ég hef verið að prófa. Kosturinn við að nota þessa þjónustu hjá Opensmartcam er að þetta er vel þróað og þar getum við skoðað myndir aftur í tímann sem getur komið sér vel. Hver klúbbanna kemur sér upp gagnageymslu sem vísað er inn á frá sameiginlegri vefsíðu.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 22. Mar. 2014 13:09:53
eftir Agust
Eftir að hafa prófað vefmyndavélina heima í nokkra daga fór ég með hana út á völl í morgun.
Ég var ekki búinn að skoða aðstæður þannig að ég var ekki með neinar festingar, en tyllti vélinni upp með límbandi. Ekki er víst að það haldi lengi, en þegar eru farnar að sjást myndir hér:
http://www.agust.net/rc/webcam/
Hér er sýnishorn frá því um hádegið:
Neðst á síðunni eru veðurupplýsingar.
Ég kom myndavélinni fyrir innan við gluggann sem er hægra megin þegar staðið er inni. Rafgeymirinn er þar á gólfinu. Öryggi er í leiðslunni. Eftir á að hyggja væri betra að hafa myndavélina við gluggann sem er nær korktöflunni og bilaða vindhraðamælinum, því þá er stutt í 12V.
Þetta er sem sagt bráðabirgðauppsetning og eru menn beðnir um að fikta ekki í dótinu
Vefsíðan er einnig til bráðabirgða, en gefur til kynna hvað hægt er að gera. Neðst á síðunni eru veðurupplýsingar og á síðunni mætti hafa pláss fyrir styrktarauglýsingar.
Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 22. Mar. 2014 15:12:04
eftir Björn G Leifsson
FRÁBÆRT !
Gaman væri að skoða hvort hægt sé að koma upp vindmæli líka
