Flugmódelfélög og FPV

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Spitfire
Póstar: 412
Skráður: 6. Ágú. 2006 12:16:01

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Spitfire »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Tómas E]svf... hahahaha það þarf ekkert að búa til íslenskt nafn yfir þetta, FPV er flott á hvaða tungumáli sem er.[/quote]

Ég er nú bara þannig gerður að mér finnst gott og gaman að finna góð íslensk heiti. Ætla ekki að þröngva því upp á menn. Er eiginlega að prófa þetta á ykkur, hvort það verði að nafni sem menn fara að nota. Smá tilraun hjá mér, mætti kalla það ;)[/quote]

Ef ekki væri fyrir kalla eins og Flugdoktorinn þá værum við að tala um Jet í staðinn fyrir Þotur, og helicopter í staðinn fyrir Þyrlur, Computer í staðinn fyrir Tölvur, TV í staðinn fyrir Sjónvarp, og sem betur fer erum við ekki að tala um "erplein" í staðinn fyrir flugvél.

Sveigjanleiki okkar yndislegu íslensku vinnur alltaf :D
Hrannar Gestsson, Patreksfirði

The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Passamynd
Valgeir
Póstar: 185
Skráður: 11. Maí. 2009 19:21:06

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Valgeir »

[quote=Agust]Segið mér félagar, hvað þýðir FPV?

First Person View, stendur einhvers staðar, en hvernig er þetta hugsað? Hver er þessi First Person, og hvers vegna? Ég veit reyndar hvað First lady er :-)[/quote]

Dettur í hug að þetta sé komið úr tölvuleikjum (skotleikjum) þegar maður er að spila frá sjónarhorni leikjapersónunar, allavega er það kallað first person.
"I'm in love whit my bed, we're perfect for eachother,
but my alarm clock just doesn't seem to want us together.
Jealous whore."
Adam Sandler
Passamynd
Tóti
Póstar: 85
Skráður: 6. Mar. 2006 17:31:02

Re: Flugmódelfélög og FPV

Póstur eftir Tóti »

hef bæði heyrt First Person View og First Person Video.
Þórður K. Einarsson
Raptor 50 - Goblin 800 myndatökuþyrla
www.helifilms.is
Svara