33% Kaiser Ka-3
Re: 33% Kaiser Ka-3
[quote=Björn G Leifsson]Flottur gangur í þessu og skemmtilegt módel. Hvernig er það, kveiktirðu grindina saman á hornunum? Nægði þá álpappírinn til að verja viðinn ??
Svo fór ég að velta þessu fyrir mér með að glóða (annealing) látún (brass) og hvort hægt væri að herða það aftur. Fór því í smá veraldarvefreið.
Samkvæmt því sem ég fann þá harðnar látún ef maður lætur það kólna hægt en mýkist við að kæla snöggt, öfugt við járn og stál. Þetta vissi ég ekki.
[/quote]
Takk, álpappírinn dugði fínt enda tekur ekki langan tíma að ná hitanum upp með svona lampa.
Usss, þú átt nú á hættu að verða sviptur titlinum með svona staðhæfingum!
Þetta er einfaldlega rangt, það skiptir ekki máli hvort þú lætur látúnið kólna hægt eða snöggt, það verður alltaf mýkra! Ég einmitt loftkældi það í gær þar sem mér lá ekkert á og óþarfi að fara að standa í því að þurrka það líka.
Látún harðnar bara við vinnslu, beygingu, hömrun o.s.frv. Það var t.d. alveg á mörkunum að ég þyrfti að mýkja það aftur þegar ég var að beygja afturstangirnar.
Svo fór ég að velta þessu fyrir mér með að glóða (annealing) látún (brass) og hvort hægt væri að herða það aftur. Fór því í smá veraldarvefreið.
Samkvæmt því sem ég fann þá harðnar látún ef maður lætur það kólna hægt en mýkist við að kæla snöggt, öfugt við járn og stál. Þetta vissi ég ekki.
[/quote]
Takk, álpappírinn dugði fínt enda tekur ekki langan tíma að ná hitanum upp með svona lampa.
Usss, þú átt nú á hættu að verða sviptur titlinum með svona staðhæfingum!
Þetta er einfaldlega rangt, það skiptir ekki máli hvort þú lætur látúnið kólna hægt eða snöggt, það verður alltaf mýkra! Ég einmitt loftkældi það í gær þar sem mér lá ekkert á og óþarfi að fara að standa í því að þurrka það líka.
Látún harðnar bara við vinnslu, beygingu, hömrun o.s.frv. Það var t.d. alveg á mörkunum að ég þyrfti að mýkja það aftur þegar ég var að beygja afturstangirnar.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 33% Kaiser Ka-3
Dundaði mér við læsinguna í dag, lúðurinn var glóðaður nokkrum sinnum og þaninn út.
Voila, get þó ekki gengið frá þessu alveg strax.
Voila, get þó ekki gengið frá þessu alveg strax.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 33% Kaiser Ka-3
Smá fróðleikur um afglóðun á áli:
Aðferðin sem frændi beitir, að myrkva herbergið til að sjá litabreytingun á málminum við hitun, virkar vel með nánast alla málma.
En ekki ál. Sá eðalmálmur glóir ekki þrátt fyrir hitun (verður kanske ögn mattari á lit), og áður en maður veit af, kvikindið orðið fljótandi og lekur út um allt.
En sem betur fer er til skíteinföld aðferð til að sjá hvort álið sé búið að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðað. Og hitamælirinn er enn einfaldari: smá spítubútur t.d. furulisti er allt sem þarf.
Aðferðin er semsagt sú að hita álið örstutta stund með góðum blússlampa, færa blússlampann frá, og strjúka spítukubbnum yfir álið. Þegar spítukubburinn skilur eftir sig svört strik á álinu þá er málmurinn búinn að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðaður. Einfalt ekki satt?
Aðferðin sem frændi beitir, að myrkva herbergið til að sjá litabreytingun á málminum við hitun, virkar vel með nánast alla málma.
En ekki ál. Sá eðalmálmur glóir ekki þrátt fyrir hitun (verður kanske ögn mattari á lit), og áður en maður veit af, kvikindið orðið fljótandi og lekur út um allt.
En sem betur fer er til skíteinföld aðferð til að sjá hvort álið sé búið að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðað. Og hitamælirinn er enn einfaldari: smá spítubútur t.d. furulisti er allt sem þarf.
Aðferðin er semsagt sú að hita álið örstutta stund með góðum blússlampa, færa blússlampann frá, og strjúka spítukubbnum yfir álið. Þegar spítukubburinn skilur eftir sig svört strik á álinu þá er málmurinn búinn að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðaður. Einfalt ekki satt?
Hrannar Gestsson, Patreksfirði
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
The knack of flying is learning how to throw yourself at the ground and miss.
Douglas Adams
Re: 33% Kaiser Ka-3
[quote=Spitfire]Smá fróðleikur um afglóðun á áli:
Aðferðin sem frændi beitir, að myrkva herbergið til að sjá litabreytingun á málminum við hitun, virkar vel með nánast alla málma.
En ekki ál. Sá eðalmálmur glóir ekki þrátt fyrir hitun (verður kanske ögn mattari á lit), og áður en maður veit af, kvikindið orðið fljótandi og lekur út um allt.
En sem betur fer er til skíteinföld aðferð til að sjá hvort álið sé búið að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðað. Og hitamælirinn er enn einfaldari: smá spítubútur t.d. furulisti er allt sem þarf.
Aðferðin er semsagt sú að hita álið örstutta stund með góðum blússlampa, færa blússlampann frá, og strjúka spítukubbnum yfir álið. Þegar spítukubburinn skilur eftir sig svört strik á álinu þá er málmurinn búinn að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðaður. Einfalt ekki satt? [/quote]
Og fjandans kúnst að sjóða það því maður veit aldrei hversu heitt það er orðið
Aðferðin sem frændi beitir, að myrkva herbergið til að sjá litabreytingun á málminum við hitun, virkar vel með nánast alla málma.
En ekki ál. Sá eðalmálmur glóir ekki þrátt fyrir hitun (verður kanske ögn mattari á lit), og áður en maður veit af, kvikindið orðið fljótandi og lekur út um allt.
En sem betur fer er til skíteinföld aðferð til að sjá hvort álið sé búið að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðað. Og hitamælirinn er enn einfaldari: smá spítubútur t.d. furulisti er allt sem þarf.
Aðferðin er semsagt sú að hita álið örstutta stund með góðum blússlampa, færa blússlampann frá, og strjúka spítukubbnum yfir álið. Þegar spítukubburinn skilur eftir sig svört strik á álinu þá er málmurinn búinn að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðaður. Einfalt ekki satt? [/quote]
Og fjandans kúnst að sjóða það því maður veit aldrei hversu heitt það er orðið
Re: 33% Kaiser Ka-3
Þetta með spítuna er allveg að virka.
Ég var einu sinni að bræða ál í deiglu og þrýstisteypa því í mót. þegar álið var orðið fljótandi þá var það ljósrautt á litin. það sést aðeins í stangirnar þarna á bakvið
Kv GH
Ég var einu sinni að bræða ál í deiglu og þrýstisteypa því í mót. þegar álið var orðið fljótandi þá var það ljósrautt á litin. það sést aðeins í stangirnar þarna á bakvið
Kv GH
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: 33% Kaiser Ka-3
[quote=Spitfire]En sem betur fer er til skíteinföld aðferð til að sjá hvort álið sé búið að ná réttu hitastigi til að teljast afglóðað.[/quote]
Það má líka taka hefðbundið sápustykki og draga eftir álinu og byrja svo að hita, um leið og sápan verður svört er álið tilbúið.
Það má líka taka hefðbundið sápustykki og draga eftir álinu og byrja svo að hita, um leið og sápan verður svört er álið tilbúið.
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 33% Kaiser Ka-3
[quote=Sverrir]
Usss, þú átt nú á hættu að verða sviptur titlinum með svona staðhæfingum!
Þetta er einfaldlega rangt....[/quote]
Hehe... Þetta var nú það sem Gúgel frændi benti mér fyrst á að lesa og sagt vera upp úr kennslubók í málmsmíðum svo ég fór ekki mikið lengra í það skiptið. Wikipedia er frekar óskýr um málið en ég fann loks sæmilega umræðu um þetta hjá áhugamönnum um "Model Engineering". Minnir mann á að alltaf skoða sig betur um á vefnum og kafa dýpra.
Látún mýkist sem sagt við glóðun en herðist svo aftur annað hvort við vinnslu (völsun, hömrun t.d.) eins og þú nefnir. En það kemur líka fram að það harðnar bara af sjálfu sér með tímanum svo maður þarf í raun ekki að gera neitt til þess.
Hins vegar getur látún orðið of stökkt með tímanum og er þess vegna ekki notað þar sem það getur brotnað vegna titrings til dæmis.
Alltaf lærir maður meir og meir.
Usss, þú átt nú á hættu að verða sviptur titlinum með svona staðhæfingum!
Þetta er einfaldlega rangt....[/quote]
Hehe... Þetta var nú það sem Gúgel frændi benti mér fyrst á að lesa og sagt vera upp úr kennslubók í málmsmíðum svo ég fór ekki mikið lengra í það skiptið. Wikipedia er frekar óskýr um málið en ég fann loks sæmilega umræðu um þetta hjá áhugamönnum um "Model Engineering". Minnir mann á að alltaf skoða sig betur um á vefnum og kafa dýpra.
Látún mýkist sem sagt við glóðun en herðist svo aftur annað hvort við vinnslu (völsun, hömrun t.d.) eins og þú nefnir. En það kemur líka fram að það harðnar bara af sjálfu sér með tímanum svo maður þarf í raun ekki að gera neitt til þess.
Hins vegar getur látún orðið of stökkt með tímanum og er þess vegna ekki notað þar sem það getur brotnað vegna titrings til dæmis.
Alltaf lærir maður meir og meir.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 33% Kaiser Ka-3
[quote=Björn G Leifsson]Wikipedia er frekar óskýr um málið...[/quote]
Tja, fer það ekki bara eftir því hvað þú skoðar.
[quote=http://en.wikipedia.org/wiki/Heat_treating]However, most non-ferrous metals, like alloys of copper, aluminum, or nickel, and some high alloy steels such as austenitic stainless steel (304, 316), produce an opposite effect when these are quenched: they soften.[/quote]
Tja, fer það ekki bara eftir því hvað þú skoðar.
[quote=http://en.wikipedia.org/wiki/Heat_treating]However, most non-ferrous metals, like alloys of copper, aluminum, or nickel, and some high alloy steels such as austenitic stainless steel (304, 316), produce an opposite effect when these are quenched: they soften.[/quote]
Icelandic Volcano Yeti
Re: 33% Kaiser Ka-3
Ótrúlegt hvað smá grunnur getur breytt miklu.
Hallastýrin að detta á sinn stað.
Svo er bara að bíða eftir að límið þorni á horninu.
Hallastýrin að detta á sinn stað.
Svo er bara að bíða eftir að límið þorni á horninu.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 33% Kaiser Ka-3
Má ég Sverrir benda aaaaaðeins á eina síðu um hitun á áli plííís
hún er hérna http://www.avcorp.com/heat-treatment-of-aluminum.asp
Kv GH
P.s þetta er geggjað flott hjá þér. Hlakka til að sjá hana klára
hún er hérna http://www.avcorp.com/heat-treatment-of-aluminum.asp
Kv GH
P.s þetta er geggjað flott hjá þér. Hlakka til að sjá hana klára
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.