Síða 7 af 9
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 30. Apr. 2007 15:03:42
eftir maggikri
Þetta er tær snilld hjá þér Gaui, stórglæsilegt. Þetta er ótrúlegt að sjá hvernig þessi smíðavinna og þessar fíniseringar leika í höndunum á þér.
KV
MK
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 30. Apr. 2007 15:46:56
eftir Gaui
Þakka þér þessi hlýju orð í minn garð. Þó ber mér skylda til að tilkynna, vegna þess að það er þessi misskilningur í gangi, að ég er ekki að gera neitt sem þið getið ekki líka.
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 1. Maí. 2007 00:57:41
eftir maggikri
Þessi sprautuvinna er algert meistaraverk. Ég er ekki að sjá marga aðra gera þetta, allavega ekki sprautuvinnuna.
kv
MK
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 2. Maí. 2007 09:32:16
eftir Gaui
Þú átt eftir að sjá hana "up close and personal" :/
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 2. Maí. 2007 12:57:02
eftir maggikri
Ekki spurning?
kv
MK
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 6. Maí. 2007 14:02:41
eftir Gaui
Smíðinni er hér með lokið.
Ég raðaði öllu rafmagnsdótinu í hólfið sem gert var fyrir það og það var svo sannarlega ekki alltof mikið pláss fyrir það:
Á þessari mynd sést frá efst til vinstri og niður: rafhlaða fyrir lendingarljós, blikkljósastýringin, rofinn fyrir lendingarljósin, móttakarinn. Græna rafhlaðan er fyrir móttakarann og sú gula fyrir mótorkveikjuna (bæði 4,8V og yfir 2000 mAh). Servóin sem sjást eru fyrir togkrókinn og hliðarstýrið. Krossviðarplatan, sem móttakarinn og allt það er fest á, fellur oní hólfið og er fest með fjórum M3 boltum.
Eftir að ég setti rafhlöðurnar í setti ég módelið saman og fór að leita að þyngdarpunktinum. Sem betur fer fannst hann nokkurn vegin á því svæði sem Toni Clark hafði sagt fyrir um í leiðbeiningunum, svo ég slepp við að setja nokkra auka þyngd í módelið. Það er líka nóg af henni. Ég hengdi módelið neðan í pundara og fékk út að það væri rétt um 10 kíló. Samkvæmt þeim skilmálum sem TC setur, þá á módelið að vera á milli 8 og 10 kíló. Ég var að vona að ég hitti nær 8 kg markinu, en þar sem ég fór ekki yfir 10kg, þá er ég sæmilega ánægður.
Og þá er komið að skyldumyndunum útí garði:
Ég var að vonast til að geta testflogið módelinu þessa helgi, en veðrið gerðist erfitt eftir hitabylgju síðustu vikna. Kvikasilfrið heimtaði að vera í kringum +1 markið í morgun og vindurinn blés hressilega inn og út Eyjafjörðinn, þannig að ekki kom til greina að reyna við einhverja jómfrú í dag. Ef glöggir hlustendur skoða myndirnar nánar, þá sjást litlir hvítir deplar sem leyfturljósið á myndavélinni hefur magnað upp. Þetta eru snjókorn! Já, börnin góð, það snjóar í öllum mánuðum á Íslandi.
Ég læt ykkur vita hvernig gengur að testfljúga.
Þangað til:
bíheiv!
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 6. Maí. 2007 16:52:02
eftir tf-kölski
Er leyfilegt ad smida svona raunverulegar velar?
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 6. Maí. 2007 17:20:03
eftir Guðni
Sæll Guðjón..má bara til að óska þér til hamyngju með þessa vél,
hún er stórglæsileg og mikill lærdómur að fá að fylgjast með smíði
hennar. Happy flying.
KV. Guðni Sig.
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 6. Maí. 2007 17:34:02
eftir Sverrir
Hamingjuóskir
Re: Super Cub frá Toni Clark
Póstað: 6. Maí. 2007 18:36:47
eftir Björn G Leifsson
Ég ætla nú ekki að trúa þessu fyrr en ég strýk henni
Eins opg mér hefur gengið þá held ég að ég verði að vera kominn á eftirlaun áður en ég næ hálfum þessum byggingarhraða.
Mega-flott!!!!