Jæja, þá er farið að styttast ansi mikið í þetta!
https://www.innanrikisraduneyti.is/fret ... l-umsagnar
https://www.innanrikisraduneyti.is/medi ... vefinn.pdf
Sýnist þetta að mestu leyti koma mjög vel út gagnavart tómstundaflugi enda finnska reglugerðin talin mjög góð eftir því sem ég hef heyrt þeim megin frá. Takið eftir 9. grein um merkingar, það má nánast segja að það sé helsta breytingin fyrir okkur.
Það sem þyrfti að kanna nánar er að það virðist ekki vera gert ráð fyrir að hægt sé að sækja um undanþágu fyrir flugmódel sem flogið er í tómstundaskyni og eru yfir 25 kg. Rætt er um undanþágur fyrir fjarstýrð loftför yfir 25 kg í 17.gr. sem er í kafla III en hann fjallar um flug sem ekki er flogið í tómstundaskyni.
[quote]
2.gr. Gildissvið >>
Inniflugið sleppur, skyldi formaðurinn þurfa að vigta menn!?
Reglugerð þessi gildir um flug fjarstýrðra loftfara* á Íslandi og innan íslenskrar lofthelgi. Undanþegin gildissviði reglugerðar þessarar eru loftför sem vega minna en 250 g.
6.gr. Tilkynningarskylda slysa og/eða flugatvika >>
Nýtt
Slys og alvarleg flugatvik sem verða vegna notkunar fjarstýrðra loftfara skulu tilkynnt í samræmi við gildandi reglur um tilkynningar skyldu flugslysa og atvika í almenningsflugi.
8.gr. Tryggingar >>
Ekkert nýtt hér hvað okkur varðar
Umráðandi fjarstýrðs loftfars með hámarksþunga 20 kg eða meira skal taka og viðhalda vátryggingu til greiðslu skaðabóta í samræmi við
reglugerð um skylduvátryggingar loftfara. Umráðandi fjarstýrðs loftfars, sem hefur fengið útgefna undanþágu skv. 18. gr. skal óháð þyngd loftfarsins taka og viðhalda vátryggingu til greiðslu skaðabóta.
9.gr. Auðkenning fjarstýrðra loftfara. >>
Nýtt
Fjarstýrð loftför skulu auðkennd með nafni, heimilisfangi og símanúmeri umráðanda.
11.gr. Notkun fjarstýrðra loftfara
Heimilt er að starfrækja fjarstýrð loftför, sem vega að hámarki 25 kg að hámarksþyngd, að uppfylltum skilyrðum II. kafla reglugerðar þessarar. Fyrir loftför þyngri en 25 kg að hámarksþyngd þarf leyfi Samgöngustofu sbr. 17. gr.
Umráðandi skal tryggja að notkun fjarstýrðra loftfara skaði ekki fólk og dýr eða valdi tjóni á eignum. Í þessu skyni skal áður en flug er framkvæmt, skilgreina starfræk slusvæði þannig að tryggð sé nægjanleg fjarlægð frá fólki, dýrum og eignum.
Taka skal tillit til aðstæðna og umhverfis t.d. vegna hindrana, tíðni stjórntækja, veðurs o.fl. Óheimilt er að starfrækja ómönnuð loftför undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna.
Fjarflugmaður skal hafa þekkingu á virkni og stjórnun loftfarsins og fullvissa sig um að flugið geti verið starfrækt með öruggum hætti, m.a. með tilliti til gildandi flugreglna.
Sé fjarstýrt loftfar útbúið sjálfstýringu skal ávallt vera hægt að taka yfir stjórn loftfarsins í því skyni að forða árekstrum, t.d. við önnur loftför, fólk eða byggingar.
12.gr. Takmarkanir á flugi fjarstýrðra loftfara
1. Ekki er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari yfir mannfjölda.
2. Innan þéttbýlis* er eingöngu heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari sem vegur að hámarki 3 kg.
3. Utan þéttbýlis er heimilt að fljúga fjarstýrðu loftfari sem vegur að hámarki 25 kg.
. . .
10. Leyfi rekstraraðila flugvallar þarf til þess að fljúga fjarstýrðu loftfari innan flugvallasvæða.
. . .
12. Í kringum flugbrautir annarra flugvalla og lendingarstaða skal sýna ýtrustu varkárni og gæta fyllsta öryggis. Fjarstýrð loftför skulu ávallt víkja fyrir annarri flugumferð.
Orðskýringar*
Fjarstýrt loftfar(dróni eða flugmódel):
Ómannað loftfar sem er fjarstýrt þ.e. flogið með notkun fjarstýribúnaðar.
Þéttbýli:
Þyrping húsa þar sem búa a.m.k 50 manns og fjarlægð milli húsa fer að jafnaði ekki yfir 200 metra. [/quote]