Edge 540T frá Will Hobby

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Ég veit það, félagi og ég tók þessu hreint ekki sem neikvæðni. En ég þarf engan tíma í þetta... bara korter! :D
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Hér var að berast áríðandi korter: Jæja... eftir alltof langa pásu drattaðist ég í gang í hádeginu. Ég boraði u.þ.b. gazilljón göt í eldvegginn þar til margt smátt gerði eitt stórt. Í gegnum það tróð ég bensíntanknum. Hann situr fastar en sjálfstæðisflokkur í ríkisstjórn og mun, líkt og sjálfstæðisflokkurinn, verða endalaus uppspretta afls og næringar um ókomna tíð.

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
maggikri
Póstar: 5883
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir maggikri »

Nei Offi minn komin á stjá aftur. Ég er ekki frá því að þín hafi verið sárt saknað.
kv
MK
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Takk fyrir það. Það var gagnkvæmt. Ég fylgdist nú með ykkur, þó ég blaðraði ekki mikið. "Mæli þarft eða þegi" segir í Hávamálum. En nú ætla ég að reyna að klára Korterið í þessari lotu!
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Offi]..."Mæli þarft eða þegi" segir í Hávamálum.[/quote]
Usss, ef menn færu að fara eftir því á netinu þá myndi það rýrna ansi mikið :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Enn eitt korterið búið. Ég snéri mér að vængnum og setti þessar hræðilega hvítu hlífar yfir servóin. Á ég að fá mér blátt lakk og mála þetta? Ég er að spá í að það kannski borgi sig ekki, ef maður rústar þessu svo í fyrstu bunu! :|

Mynd

Mynd
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Sverrir »

Blessaðu skelltu lit á þetta strax, ef þetta rústast í fyrstu ferð þá verður ekki mikið annað heilt á vélinni, þá er alveg eins gott að hún líti vel út á þeim myndum sem nást af fluginu ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Offi
Póstar: 348
Skráður: 28. Nóv. 2006 22:23:21

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Offi »

Að hún deyji ung og verði fallegt lík, semsagt? :o
The chance of survival is proportional to the angle of arrival.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Sverrir »

Flýgur hratt, deyr ung, verður fallegt lík :rolleyes:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Edge 540T frá Will Hobby

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það eru til þeir sem aldrei setja límmiða og skraut á vélar fyrr en þær eru afmeyjaðar. Sennilega til þess að geta notað það á aðrar ef illa fer.

Ég hugsa nú að Humbrol-lakk dugi fínt á þetta ef það er þrifið með spritti fyrst.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara