DOUGLAS DC-3: DRAUMAVÉLIN HANS TOMMA
Glössun tekur ógurlegan tíma, sérstaklega vegna þess að maður penslar epoxý á hálft módelið og þarf svo að bíða til næsta dags til að halda áfram. Hér er seinni epoxýumferðin (flowcoat) komin á þá fleti sem snúa upp.
Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
DOUGLAS DC-3: DRAUMAVÉLIN HANS TOMMA
Þetta er farið að verða hálf tilbreytingalaust, en núna er loksins kominn glerfíber og tvær umferðir af glassúr á allt módelið (vonandi). Í næstu viku úða ég fylligrunni á þetta allt saman svo ég geti farið að pússa, fylla í holur, úða grunni, pússa, fylla o.s.frv. Ekkert einhæft það.
Þetta er farið að verða hálf tilbreytingalaust, en núna er loksins kominn glerfíber og tvær umferðir af glassúr á allt módelið (vonandi). Í næstu viku úða ég fylligrunni á þetta allt saman svo ég geti farið að pússa, fylla í holur, úða grunni, pússa, fylla o.s.frv. Ekkert einhæft það.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
DOUGLAS DC-3: DRAUMAVÉLIN HANS TOMMA
Ég fékk efni í flapsana á Douglasinum og klippti þá niður í réttar stærðir og límdi frambrúnina á þá.
Ég fékk efni í flapsana á Douglasinum og klippti þá niður í réttar stærðir og límdi frambrúnina á þá.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
DOUGLAS DC-3: DRAUMAVÉLIN HANS TOMMA
Ég skar niður rif á flapsana og límdi.
Ég skar niður rif á flapsana og límdi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
DOUGLAS DC-3: DRAUMAVÉLIN HANS TOMMA
Ég sprautaði úr heilum fylligrunnsbrúsa , en náði þó ekki að klára. Nú vantar mig annan brúsa til að spreyja ofan á vængina.
Svoo tekur við að pússa grunninn í burtu.
Ég sprautaði úr heilum fylligrunnsbrúsa , en náði þó ekki að klára. Nú vantar mig annan brúsa til að spreyja ofan á vængina.
Svoo tekur við að pússa grunninn í burtu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
MIGHTY BARNSTORMER
Ég fékk filmu frá Jóni VP og byrjaði að klæða Mighty Barnstormer með kremaða litnum.
(ekki skoða bakgrunninn: hann er ekki frá okkur.)
Ég fékk filmu frá Jóni VP og byrjaði að klæða Mighty Barnstormer með kremaða litnum.
(ekki skoða bakgrunninn: hann er ekki frá okkur.)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
MIGHTY BARNSTORMER
Ég setti kremaða filmu báðum megin á báða vænghelminga og prófaði svo þá grænu, bara til að sjá hvernig litirnir eiga saman. Bara gott, segi ég.
Ég setti kremaða filmu báðum megin á báða vænghelminga og prófaði svo þá grænu, bara til að sjá hvernig litirnir eiga saman. Bara gott, segi ég.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
NIGHTY BARNSTORMER
Þessi filma sem ég fékk hjá Jóni VP er bara þægileg í notkun. Þynnri en ég er vanur, en straujast mjög vel. Í kvöld kláraði ég vænginn og byrjaði svo að skrúfa alla lausamuni af skrokknum.
Meira seinna.
Þessi filma sem ég fékk hjá Jóni VP er bara þægileg í notkun. Þynnri en ég er vanur, en straujast mjög vel. Í kvöld kláraði ég vænginn og byrjaði svo að skrúfa alla lausamuni af skrokknum.
Meira seinna.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Smíðað í kjallara stórfyrirtækis á Dalvík
Það er liðinn góður tími frá síðustu færslu og ástæðan er ekki skemmtileg. Filman sem ég notaði dugði ekki og ég þurfti meira af henni. Til að byrja með bað ég Jón VP um að ná í meiri filmu handa mér, en hann ætlaði ekki að panta alveg strax, svo ég ákvað að kaupa hana sjálfur frá verslun í Englandi. Ég þurfti líka að kaupa rúllu af Oratex, svo ég leitaði að verslun sem seldi bæði filmuna og Oratexið. Ég fann hana fljótlega og pantaði það sem mig vantaði. Kostnaðurinn var um 300 GBP með sendingu. Ég lagði inn pöntun hjá þeim þann 3. júní og borgaði með PayPal.
Nú leið og beið og ég bjóst við að fá sendinguna fljótlega. Þegar mánuður var liðinn hringdi ég í verslunina og spurði hvort þeir vissu um staðsetningu pakkans. Þeir lofuðu að senda mér rakningarnúmer umsvifalaust. Ég notaði svo þetta númer til að fylgjast með ferð pakkans. Hún var skrautleg.
Rakningin sýndi mér að pakkinn hafði ekki farið í póst fyrr en 4. júlí. Daginn sem ég hringdi. Heilum mánuði eftir að ég pantaði vöruna. Og svo byrjaði ferðalagið. Varan var greinileg afhent 4. júl. í bæ í Englandi sem heitir Dartford. Þaðan fór hann tveim dögum seinna til Milton Keynes og svo samdægurs til Duiven í Hollandi. Hollendingum leist ekkert á þennan pakka og sendu hann viðstöðulaust til baka til Milton Keynes. Daginn eftir prófuðu þeir að senda hann til Wiesbaden í Þýskalandi, sem sendu hann samdægurs til Kölnar. Daginn eftir, 8. júl. fór pakkinn aftur til Wiesbaden og þaðan til baka til Kölnar.
Nú virðist sem einhverjum hafi dottið í hug að lesa á pakkann og þann 10. júl. er hann á leið til Reykjavíkur. Loks, þann 13. júlí er mér sagt að flutningfyrirtækið hafi afhent pakkann óskemmdan. Þetta kom mér á óvart, því ég var ekki búinn að fá neitt. Ég hringdi í Icetranspoprt og spurði hvað hefði orðið um pakkann og þeir sögðu mér að hann hefði farið í póst þann 13. Sem sé, afhending er þegar pakkinn fer í póst í Reykjavík á leið til Dalvíkur. Í dag, 17. júlí fór ég í póstinn og fékk pakkann.
Hérna sést það sem kom úr kassanum. Á pakkanótunni sést að þetta var pantað 03/06/2023. Á öðrum fylgiskjölum sést að þessu var pakkað 20. júní. Síðan virðist pakkinn hafa gleymst í búðinni þar til ég hringi 4. júlí. Og nú get ég haldið áfram að klæða MIGHTY BARNSTORMER, enda ætlaði ég að hafa hann tilbúinn á flugdeginum okkar. Vonandi næ ég því. S.E. 5a þarf að bíða.
Nú leið og beið og ég bjóst við að fá sendinguna fljótlega. Þegar mánuður var liðinn hringdi ég í verslunina og spurði hvort þeir vissu um staðsetningu pakkans. Þeir lofuðu að senda mér rakningarnúmer umsvifalaust. Ég notaði svo þetta númer til að fylgjast með ferð pakkans. Hún var skrautleg.
Rakningin sýndi mér að pakkinn hafði ekki farið í póst fyrr en 4. júlí. Daginn sem ég hringdi. Heilum mánuði eftir að ég pantaði vöruna. Og svo byrjaði ferðalagið. Varan var greinileg afhent 4. júl. í bæ í Englandi sem heitir Dartford. Þaðan fór hann tveim dögum seinna til Milton Keynes og svo samdægurs til Duiven í Hollandi. Hollendingum leist ekkert á þennan pakka og sendu hann viðstöðulaust til baka til Milton Keynes. Daginn eftir prófuðu þeir að senda hann til Wiesbaden í Þýskalandi, sem sendu hann samdægurs til Kölnar. Daginn eftir, 8. júl. fór pakkinn aftur til Wiesbaden og þaðan til baka til Kölnar.
Nú virðist sem einhverjum hafi dottið í hug að lesa á pakkann og þann 10. júl. er hann á leið til Reykjavíkur. Loks, þann 13. júlí er mér sagt að flutningfyrirtækið hafi afhent pakkann óskemmdan. Þetta kom mér á óvart, því ég var ekki búinn að fá neitt. Ég hringdi í Icetranspoprt og spurði hvað hefði orðið um pakkann og þeir sögðu mér að hann hefði farið í póst þann 13. Sem sé, afhending er þegar pakkinn fer í póst í Reykjavík á leið til Dalvíkur. Í dag, 17. júlí fór ég í póstinn og fékk pakkann.
Hérna sést það sem kom úr kassanum. Á pakkanótunni sést að þetta var pantað 03/06/2023. Á öðrum fylgiskjölum sést að þessu var pakkað 20. júní. Síðan virðist pakkinn hafa gleymst í búðinni þar til ég hringi 4. júlí. Og nú get ég haldið áfram að klæða MIGHTY BARNSTORMER, enda ætlaði ég að hafa hann tilbúinn á flugdeginum okkar. Vonandi næ ég því. S.E. 5a þarf að bíða.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði