Síða 8 af 14
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 19. Mar. 2025 12:09:06
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 64
Ég sagaði tvær festiplötur úr 2 mm áli og gerði svo raufar upp í stífurnar sem þær skorðast í.

- 20250319_105622.jpg (141.31 KiB) Skoðað 7860 sinnum
Svo tók ég stífurnar í nokkurn vegin rétta lengd samkvæmt teikningunni og setti kúlutengin í efri enda þeirra. Ég er ekki búinn að líma neitt fast og þarf að stilla upp skrokk og vængjum með réttan aðhalla (díhedral) áður en ég sulla epoxýi á þetta allt saman

- 20250319_113302.jpg (144.41 KiB) Skoðað 7860 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 20. Mar. 2025 12:28:34
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 65
Ég skolaði af vængjunum með rauðspritti og sprautaði svo grunni á annað borð beggja vængja, hallastýra og flapsa. Einhverra hluta vegna tók ég ekki mynd af þessu, en get sett inn mynd á morgun þegar ég sprauta hinum megin.
Ég bjó til tvö ný rif í vélarhlífina. Ég notaði rif C-3 sem grunn og mjókkaði þau aðeins og lækkaði.

- 20250320_113014.jpg (143.37 KiB) Skoðað 7715 sinnum
Svo byrjaði ég að raða rifjunum upp á nefið á módelinu.

- 20250320_115458.jpg (141.68 KiB) Skoðað 7715 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 21. Mar. 2025 13:07:30
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 66
Búinn að sprauta grunni á hitt yfirborðið á vængjunum. Núna mundi ég eftir að taka mynd.

- 20250321_093158.jpg (137.52 KiB) Skoðað 7694 sinnum
Ég hélt áfram að raða saman vélarhlíf. Ég setti hreyfilinn í og bjó til nýjan nefhring á hann (sá sem fylgdi var of lítill). Svo stillti ég upp rifjunum með balsa kubbum og geri ráð fyrir 40 mm bili frá fremsta rifi að nefhringnum. Til að stífa hlífina af klæddi ég með 2 mm balsa utan á hana. Að lokum mun ég klæða hlífina með 0.8 mm krossviði.

- 20250321_120523.jpg (142.15 KiB) Skoðað 7694 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 24. Mar. 2025 12:13:04
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 67
Dundaði mér í morgun við að líma 40 millimetra af balsa framan á vélarhlífina. Ég þurfti að skera innan úr hverju lagi til að rekast ekki í hreyfilinn. Nú má þetta þorna til morguns, en þá get ég skorðið þetta til og sett restina af 2m mm klæðningunni á. Á meðan þarf ég að velta fyrir mér hvernig ég festi hlífina framan á módelið.

- 20250324_110255.jpg (135.32 KiB) Skoðað 6802 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 25. Mar. 2025 12:06:21
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 68
Lokaði vélarhlifinni og formaði framhlutann (að mestu). Þetta er svona nokkurn veginn komið, en gæti rúnnast meira. Sjáum til.

- 20250325_114437.jpg (141.21 KiB) Skoðað 6035 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 26. Mar. 2025 12:36:17
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 69
Aðal verkfærin sem notuð eru þegar maður fínpússar svona væng eru fingurnir, sem finna misfellur, straujárn til að strauja niður kanta sem eru lausir, P400 sandpappír til að slétta grunninn og kaffi til að hressa sig við og við.

- 20250326_094114.jpg (140.65 KiB) Skoðað 4959 sinnum
Ég festi hreyfilinn endanlega með gaddaróm á mótorfestinguna.

- 20250326_114917.jpg (144.58 KiB) Skoðað 4959 sinnum
Ég ætlaði að byrja á innviðum í flugklefanum með því að búa til framsætið, en af inhverjum orsökum haði ég prentað þetta út um 12 til 15 millimetrum of mjótt. Ég verð að reyna aftur.

- 20250326_120109.jpg (139.18 KiB) Skoðað 4959 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 1. Apr. 2025 12:47:54
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 70
Ég ætlaði að grunna skrokkinn og byrjaði á því að sprauta innan í flugklefann. Svo kom í ljós að ég átti ekki mikið af þeim grunni sem ég vil helst nota. Ég vil helst nota ACE Premier Primer (sem er frekar dökkur) eða ColorMatic Ik Grunder, sem er meðalgrár. Þessar dósir kláruðust, svo ég prófaði Belton Basic Universal Grund sem ég keypti fyrir nokkrum vikum.

- 20250401_113502.jpg (145.61 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Í stuttu máli, þá er þetta hræðilegur grunnur, sem lekur við minnsta tilefni. Ég nota hann ekki meira. Eins og hinir tveir eru góðir, þá er þessi alveg hræðilegur. Getur einhver sagt mér hvers vegna verslanir hætta að selja dót sem manni líkar vel og pranga í staðinn algerlega ónothæfu rusli sem maður getur engan veginn notað?

- 20250401_113712.jpg (138.74 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Þá er komið að bekknum sem flugmaðurinn situr á. Ég prentaði hann út í réttri stærð og sagaði út úr 1,5 mm krossviði.

- 20250401_093300.jpg (132.42 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Svo notaði ég grillpinna úr bambus til að búa til stólgrindina og setti sæti fyrir flugmanninn. Það er ekkert sæti hægra megin, því þetta var sjúkraflugvél og þarna var pláss fyrir börur eða legpláss fyrir sjúklingana. Það var sæti fyrir aftan flugmanninn fyrir lækni eða sjúkraliða, sem sá um að sjúklingurinn lifði flugferðina af.

- 20250401_113831.jpg (137.67 KiB) Skoðað 2049 sinnum
Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 7. Apr. 2025 12:53:25
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 71
Teikningin sýnir aðhalla á vængnum upp á 1-1/2 gráðu, en vegna þess að ég á ekki stafrænan gráðumæli, þá framlengdi ég 0 gráðu strik á teiningunni til að komast að því hversu hátt ég þarf að lyfta vængendunum. Það kom í ljós að hvor vængendi þarf að hækka um 25 mm undir næst-ysta rifið, eins og sést á þessari samklipptu mynd.

- 20250407_091947.jpg (144.32 KiB) Skoðað 1017 sinnum
Hér er stoð sem ég límdi réttskeið á með límbandi og notaði til að lyfta vængnum þar til laser hallamálið snerti 25 mm (um það bil).

- 20250407_095223.jpg (140.32 KiB) Skoðað 1017 sinnum
Nú gat ég blandað epoxý lím og límt stífurnar á festinguna neðst...

- 20250407_105528.jpg (138.98 KiB) Skoðað 1017 sinnum
... og kúlutengin efst. Nú þarf þetta að harðna og þá get ég farið að athuga með millistífurnar og glerfíber á stoðirnar.

- 20250407_112540.jpg (132.31 KiB) Skoðað 1017 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 8. Apr. 2025 12:20:45
eftir Gaui
TF-LBP -- dagur 72
Vinstri vængurinn kominn á. Þetta gekk bara vel, reynslan af hægri vængnum gerði þetta miklu auðveldara.

- 20250408_104426.jpg (140.95 KiB) Skoðað 795 sinnum
Skorðaði 1,5 mm krossvið á neðri hluta stífanna. Svo koma nokkrar skrúfur í þetta á morgun og þá losna stýfurnar ekki af.

- 20250408_115736.jpg (142.29 KiB) Skoðað 795 sinnum

Re: Taylorcraft Auster 5A, TF-LBP
Póstað: 8. Apr. 2025 13:34:21
eftir JVP
Þetta skotgengur, það er gaman að fylgjast með smíðinni,