30% Tiger Moth

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Smá útúrdúr -- en þó ekki. Svona á að fljúga Tiger Moth

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Messarinn »

Hey cool þú verður að fá þér smoke system í Tigermoth-inn þinn Gaui
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Ég er nú búinn að hefla og pússa neðri vængina og hallastýrin:

Mynd

Ég setti furulista þar sem hallastýrisservóið á að vera og bjó til lok með tveim litlum örmum sem grípa utanum furulistann. Seinna, þegar krónan verður einhvers virði kaupi ég servó og festi þau við lokið. Lokið er skrúfað fast með tveim litlum viðarskrúfum í vængbitann:

Mynd

Ég er einnig byrjaður að klára efri vængina. Það eru ekki hallastýri á þeim, en raufarnar gera þá flóknari. Til að auðvelda pússninguna, þá tók ég allar raufarlifturnar af og set þær ekki á aftur fyrr en eftir að ég er búinn að klæða vænginn.

Til að báðir vægnir væru jafn breiðir og til að fá afturbrúnina beina pússaði ég afturbrúnina með álprófíl sem Gummi vinur minn hafði límt sandpappír á. Ég notaði tvær þvingur til að halda vængjunum saman og svo renndi ég prófílnum eftir afturbrúninni. Þetta er mjög nytsamlegt tól:


Mynd

Ég breytti hólfinu sem raufarservóið á að koma í. Samkvæmt teikningunni er það frekar lítið og borulegt og myndi vafalaust auka vandann við að setja servóið í frekar en auðvelda það. Ég tók ¼“ balsann á milli rifjanna og setti 10mm harðviðarlista í staðinn og setti svo balsa við hliðina á honum til að taka við klæðningunni. Síðan setti ég balsa á vængbitann og bjó til lok úr 2mm krossviði sem kemur til með að halda í servóið. Lokið er skrúfað fast með fjórum litlum viðarskrúfum.

Mynd

Í leiðbeiningunum segir að maður skuli ekki líma rótarrifið fast fyrr en maður fittar vænginn á tankinn. Ég fór sem betur fer eftir þessu því þegar ég setti rifið á og bar það upp að tankinum, þá var greinilegt að ég varð að aðlaga það aðstæðum. Það var auðvelt með því að taka það af aftur og skella því í tifsögina. Ef ég hefði verið búinn að líma það fast hefði þetta verið meiriháttar aðgerð. Síðan límdi ég rifið á sinn stað:

Mynd

Í næstu viku get ég hugsanlega byrjað að rigga módelið.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Ég er ekki enn byrjaður að rigga módelið, heldur hef ég dottið í ýmis smáverk sem ég ákvað að framkvæma fyrst. Hér eru nokkur þeirra.

Það eru festipunktar á stélfletinum sem ég þurfti að útbúa með því að innleggja krossvið í frambrúnina. Síðan er festing fyrir hæðarstýrikapalinn og stífuna í stélið sett á þessa punkta. Hér er punkturinn fyrir stífufestinguna, 2mm krossviður með 1mm þykkum koparfestingum sem ég þurfti að útbúa. Boltarnir verða seinna styttir og rærnar verða með nælon svo þær geti ekki losnað af sjálfu sér:


Mynd

Ég ákvað líka að búa til skalalegri hæðarstýrishorn með því að líma 1mm krossvið sitt hvoru megin á prentplötuefni (G10). Síðan límdi ég hornin í stýrin, sem ég stóðst svo ekki að klæða með Solartexi af því að ég er svo forvitinn að sjá hvernig þetta lítur út klætt:

Mynd

Ef ég ætla að rigga módelið, þá þarf ég fyrst að festa efti vængina við miðjutankinn. Hér er það sem ég gerði.

Fyrst þvingaði ég tankinn og vænginn saman og merkti götin sem ég þurfti að bora:


Mynd

Á teikningunum segir að maður skuli nota 4-40 boddýskrúfur til að festa vænginn á tankinn, en ég er ekki hrifinn af svoleiðis, svo ég ákvað að nota M3 bolta og snitta þá í vængbitana. Ég byrjaði á því að bora 2,5mm göt:

Mynd

Þessi göt herti ég upp með því að láta þunnt Zap leka í þau (afsakið hvað myndin er léleg):

Mynd

Það er sniðugt að skjóta smá herði (kikker) á Zappið, því maður vill ekki að boltinn festist í gatinu. Nú kemur snjalli hlutinn. Til að M3 boltinn snitti sig í gatið, þá þarf maður að bora 1 til 2 millimetra oní gatið með 4 mm bor. Þetta fær M3 boltann til að grípa strax í hliðarnar á gatinu. Ef þaður gerir þetta ekki, þá annað hvort grípur boltinn ekki eða að hann fer skakkur í. Notaðu bara fingurna til að bora þetta, þú vilt ekki nota rafmagnsborvél hér:

Mynd

Nú er komið að boltanum. Maður verður að nota góðan sexkant lykil, því það er þó nokkuð stíft að skrúfa boltann inn:

Mynd

Ég tek boltann úr aftur og set meira Zap og kikker til að herða gengjurnar og síðan skrúfa ég boltann í aftur til að fá hreinar og góðar gengjur.

Ég víkkaði götin í vængfestingunum út í 3 mm og undirsinkaði götin í festingunni fyrir lendingarvírana. Þessa festingu boltaði ég svo á sinn stað og boraði og skrúfaði skrúfurnar í:

Mynd

Hér er svo festingin öll komin:

Mynd

Það síðasta sem ég gerði í dag var að líma smá balsa í kringum festinguna svo Solartexið fengi eitthvað að halda í þegar ég klæði vænginn:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Og ég sem hélt að minn væri stór:

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Messarinn »

Þessi er náttúrulega bara geggjaður , enn það er alltaf eitthvað asnalegt við flugmódel sem fljúga um án flugmanns
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Það eru kannski ekki til margir 1/2 skala flugmenn í Svíþjóð / Noregi
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3684
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui »

Engar rosalegar framfarir þennan mánuðinn.

Ég ákvað að reyna að rigga módelið og tók heillangan tíma í að festa vængina á skrokkinn og tankinn í miðjunni.

Mynd

Módelið tekur yfir alveg hálfan skúrinn hjá mér!

Þá tók ég eftir að neðri vængirnir festust ekki við sama horn á skrokkinn, svo ég missti aðeins móðinn og ákvað að geyma þetta í smá tíma.

Ég sneri mér, hins vegar, að stélinu og ákvað að klára það.

Eftir að ég var búinn að klæða alt stélið með Solartexi, þá reif ég niður 5-6mm ræmur af efninu og setti þær ofan á rifin með straujárninu. Síðan mældi ég út hvar rifjasaumarnir ættu að vera og notaði góðu gömlu límaðferðina til að búa þá til. Að lokum setti ég 1/3 skala takkaræmur (pinked tape) sem ég keypti hjá GetStencils.com – stórkostleg vara sem virkar algerlega.

Mynd

Hér er allt stélið með takkaræmunum á.

Mynd

Hérna eru hæðarstýrihornin tilbúin í tuskið:

Mynd

og hliðarstýrishornið:

Mynd

Á teikningunni er manni sagt að kaupa sérstakt dropalagað rör til að búa til stífuna undir stélinu, en þar sem ég átti ekkert svoleiðis, þá ákvað ég að búa þær til úr krossviði. Ég skar niður þrjár 1,5mm ræmur af krossviði, sem ég límdi saman til að búa til stífurnar. Ég setti 1,5mm koparfestingar með og límdi þetta allt saman með Hysol. Þessar stífur koma bara ágætlega út og ég er ánægður með þær:

Mynd

Hérna er önnur festingin undir stélvænginn:


Mynd

Seinna ætla ég að setja tvö-þrjú hnoð í gegnum stífuna þar sem koparfestingin er til að þetta haldi betur.

Að lokum kláraði ég stéldragið. Það á að vera stýranlegt (þó ég geri alls ekki ráð fyrir að geta stýrt mikið ef það gerir einhvern vind) og samtengingin við hliðarstýrið gæti ekki verið einfaldari. Smá bútur af bensínslöngu er settur upp á sexkannt skrúfuna sem heldur draginu á. Þessi slöngubútur fer síðan inn í gat á hliðarstýrinu og þá fylgir dragið með þegar stýrið hreyfist þangað til mjög þungt högg kemur á dragið, en þá dettur slangan bara af og ekkert skemmist. Brilljant.

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui K
Póstar: 449
Skráður: 2. Maí. 2004 23:07:17

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir Gaui K »

Snild!

Einfalt og gott. Það virkar oftast best.
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: 30% Tiger Moth

Póstur eftir kip »

Mér finnst þessi "stélfjöður" eða stéldrag sniðugt fyrirbæri.
Það verður erfitt að halda í sér þegar þessi fer í loftið. Næstum því eins erfitt og þegar Puppinn flaug fyrst.
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Svara