Síða 8 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Maí. 2009 15:03:34
eftir Páll Ágúst
http://www.rcmplans.com/index.php?main_ ... ts_id=2140

Er þetta trainer, ef svo góð vél til að byrja á ?

Eru tvíþekjur góðar til að byrja?

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Maí. 2009 16:52:21
eftir Gaui
Páll

Þessi vél sem þú tengir í er svokallaður Advance Trainer, sem er líka módel númer tvö.

Hérna er góð fyrsta vél:

http://www.rcmplans.com/index.php?main_ ... ts_id=1382

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 12. Maí. 2009 17:01:10
eftir Gaui
Hér er teikning af dálítið stórum trainer fyrir .60 mótor með 2286mm vænghaf:

http://www.myhobbystore.com/1605/-RC155 ... uctor.html

Þessi er örlítið minni (1321mm vængur) og notar .30 mótor. Mætti fara .40 í hann en ekki stærri:

http://www.myhobbystore.com/1598/-RM287 ... ainer.html

og ein enn, 1524mm vænghaf fyrir .40 mótor.

http://www.myhobbystore.com/1676/-RC1600---Pronto.html

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Jún. 2009 22:44:06
eftir Gaui
Teikningin okkar er orðin frekar illa farin eftir mikla notkun. Þú ættir frekar að fá þinn eigin orginal og styrkja þar með þá sem búa til svona teikningar.

Þú færð teikninguna hér: http://www.rcmplans.com/index.php?main_ ... +ugly+stik

Kostar undir 20 dollara og kemur líklegast bara beint í pósti tollalaust.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 16. Ágú. 2009 15:22:44
eftir Gaui
Við ákváðum í skúrnum á Grísará að fá okkur trésmíðavél þrátt fyrir allt leiðinda tal um kreppu og peningavandræði. Okkur langaði í slípivél með borða og disk, en hún varð að vera nokkur stöðug og vel byggð. Í handverkshúsinu fundum við Record BDS150 frá Englandi og skelltum okkur á hana. Þetta er afskaplega stöður og vel gerð vél með steypta plötu fyrir framan diskinn, ekki bara beygt stál eins og á svo mörgum vélum. Að vísu þurftum við að eyða um klukkutíma í að laga hana til með Dremlinum þar til hægt var að skrúfa plötuna á, svo ef einhver vill líka kaupa svona, þá myndi ég fá manninn í búðinni til að setja hana saman.

Enívei - hér erum við að skála í 1/4 skala rjúpu fyrir vélinni:

Mynd

Og hér er Árni að prófa hana og Mummi fylgist krítískur með:

Mynd

Þetta er alveg örugglega ein af þessum vélum sem maður fær sér seint og um síðir, en skilur síðan ekki hvernig maður gat verið án hennar.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 16. Ágú. 2009 17:21:44
eftir Björn G Leifsson
[quote=Gaui]... Að vísu þurftum við að eyða um klukkutíma í að laga hana til með Dremlinum þar til hægt var að skrúfa plötuna á,,,[/quote]
Ja hver Dremillinn...!?


En allavega, til hamingju með græjuna.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Sep. 2009 17:47:26
eftir Valgeir
hvernig og hve þikkan við þirfti maður í 50% Ugly Stik (helmingi minni en venjulega ?)

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Sep. 2009 20:16:47
eftir Gaui
Ef ég ætti að smíða 50% Ugly Stick, þá myndi ég fara yfir í langbönd og þverspýtur úr 4-5mm balsa í skrokknum plús þunnan krossvið sem dobblun á vissum stöðum.

Stélið myndi ég gera úr 5mm plötum.

Vænginn myndi ég gera úr 1,5mm eða 2mm og 5mm balsa.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 30. Sep. 2009 21:34:20
eftir Steinar
[quote=Valgeir]hvernig og hve þikkan við þirfti maður í 50% Ugly Stik (helmingi minni en venjulega ?)[/quote]
Ertu að tala um helmingi minni en 1/1 vél eða helmingi minni en módelið sem þeir smíða????

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 2. Okt. 2009 22:16:35
eftir Valgeir
helmingi minni en módelið sem þeir smíða