Re: Fokker D.VIII
Póstað: 27. Sep. 2009 14:46:53
Tíminn líður og sunnudagsmorgunköffin að Grísará ganga sinn vanagang í balsaryki og Jasta 6 pælingum. Gaui byrjaði að pússa vænginn á Fokkernum og Mummi fylgdist áhugasamur með.
Í upphafi fannst Gauja gríðarlega gaman að pússa og sagðist hafa séð hann svartari en að pússa einn andsk... væng enda þekktur fyrir tvíþekjusmíði.
Þegar leið á morguninn fór hann hinsvegar að hafa á orði að þetta helv... væri ekki fyrir hvíta menn svo Mummi ákvað að reyna að stytta honum lífið með því að slá á vænghörpur og fara með japönsk Haikaljóð á frummálinu, áheyrendum til blandinnar ánægju.
Því var ákveðið að Mummi héldi bara áfram að smíða "My little Fokker".
Ég þoli ekki að pússa, ég hata fylligrunn, balsatréð er planta djöfulsins, mér leiðast flugmódel... &%#%#&%$
Á meðan allt þetta fór fram og þrátt fyrir gusur af gráu pússivatnsógeði tókst mér að halda áfram með vængmiðjuna mína. Næst á dagskrá er að ganga frá vængrörinu og klæða svo með 2mm balsa.
Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur
Jasta 6
Í upphafi fannst Gauja gríðarlega gaman að pússa og sagðist hafa séð hann svartari en að pússa einn andsk... væng enda þekktur fyrir tvíþekjusmíði.
Þegar leið á morguninn fór hann hinsvegar að hafa á orði að þetta helv... væri ekki fyrir hvíta menn svo Mummi ákvað að reyna að stytta honum lífið með því að slá á vænghörpur og fara með japönsk Haikaljóð á frummálinu, áheyrendum til blandinnar ánægju.
Því var ákveðið að Mummi héldi bara áfram að smíða "My little Fokker".
Ég þoli ekki að pússa, ég hata fylligrunn, balsatréð er planta djöfulsins, mér leiðast flugmódel... &%#%#&%$
Á meðan allt þetta fór fram og þrátt fyrir gusur af gráu pússivatnsógeði tókst mér að halda áfram með vængmiðjuna mína. Næst á dagskrá er að ganga frá vængrörinu og klæða svo með 2mm balsa.
Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur
Jasta 6