Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
maggikri
Póstar: 6054
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir maggikri »

Þetta er snilld!
kv
MK
Passamynd
Eysteinn
Póstar: 523
Skráður: 10. Jan. 2009 16:40:24

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Eysteinn »

Ég er búinn að smíða festingu fyrir sólarselluna og fór með hana í zink stöðina. Þeir verða svo í einhvern tíma að zinka fyrir okkur. Þeir verða í sambandi við Einar Pál þegar zinkið er komið á.

Virkilega gaman þegar félagsmenn leggjast yfir þetta og leysa málin.

Kær kveðja,
Eysteinn Harry Sigursteinsson.

I’ve learned so much from my mistakes…
I’m thinking of making a few more.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Gaman ad sja radsyninguna (timelapse) a myndunum.

Smella a http://www.agust.net/rc/webcam/ velja "Gallery" -> dagsetningu -> "Timelapse" -> "Start"

Skodadi myndirnar fra i morgun og thad er frabaert ad sja hvernig snjofölin hverfur a örstuttum tima thegar nalgast hadegi.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Nú þarf að fara að huga að því hvernig best er að hafa þetta til frambúðar.

Ég nótfæri mér gagnageymslu í Þýskalandi þar sem myndirnar raðast í möppu sem merktar eru með dagsetningu. Síðan læt ég vefsíðuna sem ég er með á Synology NAS flakkara heima opna glugga að vefsíðu þessarar gagnageymslu (iframe í HTML).

Þarna á ég svæði sem er merkt mér og er 1GB að stærð. Fyrir svæðið greididdi ég um 15 Evrur fyrir eitt ár. Þarna er einnig hægt að fá ókeypis svæði sem er 50Mb að stærð og er myndum sem orðnar eru 7 daga gamlar eytt sjálfkrafa. Síðan er hægt að fá um 200MB svæði fyrir 10 Evrur á ári.

Myndir frá vefmyndavélinni eru 600x800 pixel og hver mynd um 70kB að stærð. Ef myndavélin er stillt á 4 myndir á klukkustund þá rétt sleppur það innan 50 Mb markanna. Þetta getur verið breytilegt eftir símum, en ég er með Samsung i5500 í vefmyndavélinni.

Ef notað er 1GB svæði eins og ég er með, þá rúmast þar myndir í 150 daga. Núna er myndavélin stillt á 6 myndir á klukkustund og ætti svæðið að duga í um 100 daga áður en það fyllist.


Kosturinn við að nota svona aðferð eins og ég nota er að þá er maður að nota meira og minna tilbúna lausn. Önnur aðferð væri að skrifa myndageymslu-forrit fyrir eigin vefþjón og senda myndirnar þangað beint og sleppa því að nota svona iframe glugga. Hægt er að sækja þannig meira og minna php forrit tilbúið til að setja á eigin vefþjón. Ég ætlaði að vera búinn að gera það, en það hefur dregist.

Nú er það spurningin. Væri ekki sniðugast að vera með svona sameiginlega vefmyndavélasíðu á Frettavefur.net? Vefstjórinn metur síðan hvort heppilegra sé að nota iframe aða php forritið sem ég minntist á.

Það er kostur að geta skoðað myndir nokkra daga aftur í tímann og ákveðið öryggi ef óboðnir gestir mæta á svæðið.

Svo eru það auglýsingar. Eini kostnaðurinn er áskrift að síma og notkun sem er um 300 Mb á mánuði. Það er ekki dýrt. Eins og er þá er myndavélin með kortinu mínu.

Er svona símakostnaður eitthvað sem sligar félagið, eða eigum við að reyna að selja auglýsingar á síðuna? Eða kjósa menn að hafa síðuna lausa við auglýsingar? Ég átta mig ekki alveg á hvað 500Mb 3G á mánuði kostar, en það er á bilinu 500 til 1500 kall held ég.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Ég fékk geyminn með afslætti hjá Skorri á Bíldshöfða gegn loforði um að það skyldi vera auglýst að þeir styrktu verkefnið. Ég get mælt með þeim, fínar vörur og góð þjónusta.
(á engra hagsmuna að gæta sjálfur gagnvart þeim ;) )

Mér finnst sjálfsagt að bjóða t.d. NOVA að styrkja okkur með SIM-korti gegn auglýsingu. Spurning hvort óhætt sé að setja auglýsingu við hliðið þar sem varað er við því að svæðið sé vaktað og þá auglýsa þá sem styrktu það ?
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Haraldur »

Persónulega finnst mér allt í lagi að skreyta síðuna með sponsurum.

iFrame, PHP, skiptir ekki máli. Bara eitthvað sem virkar og á sem flestum vöfrum. Annars er HTML5 heitt í dag, ef einhver er að spá í svoleiðis. :)

Hver er tilgangurinn með að geyma myndirnar í marga daga? Eru þær ekki úreltar næsta dag? Erum við að spá í vöktun eða eitthvað svoleiðis?
Passamynd
Böðvar
Póstar: 486
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Böðvar »

Alveg frábært framtak Ágústi og félugum. Að sjá að eitthvað er um að vera út á Hamranesflugvelli hefur aðdráttarafl.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11687
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Agust]Nú er það spurningin. Væri ekki sniðugast að vera með svona sameiginlega vefmyndavélasíðu á Frettavefur.net? Vefstjórinn metur síðan hvort heppilegra sé að nota iframe aða php forritið sem ég minntist á.

Það er kostur að geta skoðað myndir nokkra daga aftur í tímann og ákveðið öryggi ef óboðnir gestir mæta á svæðið.[/quote]

Við ættum að geta reddað því! :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Við höfum nægan tíma til að spá í þetta í rólegheitum. Ekkert liggur á.

Ég held það geti verið gagn og gaman af því að geta skoðað nokkrar myndir aftur í tímann. Bæði ef skemmdarvargar hafa verið á svæðinu, og eins til að sjá hverju menn hafa misst af :-) Hver mynd er ekki nema um 70 kB svo þetta er lítið mál.

Aðrir klúbbar gætu kannski farið að spá í að gera eitthvað svipað og setja upp ódýra vefmyndavél hjá sér?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum

Póstur eftir Agust »

Hér er vefsíða um svona myndavélar:

https://plus.google.com/+Opensmartcam/posts
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara