Super Stearman smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Agust »

Hef verið að fljúga Super Stearman í dag hér rétt sunnan Kjalar. Þessi er heldur minni en sú sem Gaui hefur verið að breyta úr ARF í RF.

Kyosho Super Stearman 40 heitir flugvélin. Mótor OS46. Hjólin eru 31", eða eins og á Piper Cub sem flaug þér yfir fyrir viku áleiðis að Langjökli þar sem hún lenti.

(Reyndar eru hjólin 4" foam frá Dave Brown). Það hentar vel að vera á sæmilegum dekkjum hér um slóðir.

Veðrið hefur verið þokkalegt, eiginlega léttskýjað þó ekki sjáist til sólar. Hiti um 11 gráður og vindur 6m/s með gustum í 10m/s samkvæmt mæli vegagerðarinnar sem kallast Gullfoss, þó hann sé í túninu á Kjóastöðum um 3 km héðan.

Þetta er frábær vél sem auðvelt er að fljúa þó það gusti nokkuð. Svo er óskaplega þægilegt að geta borið hana út á völl samsetta, því efri vængurinn er nánast sem handfang. Flugvélinn í hægri hendi, eldsneytisbrúsinn í vinstri og fjarstýring ásamt startara í tösku um öxlina.

(Rauða límbandið og skrúfurnar á hjólastellinu eru frá því er ég flaug henni á skíðum).


Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, hún flaug.

Þröstur kom með Stearman módelið á Melana í gær og flaug henni í frábæru veðri, logni og litlum hita. Það er skemmst frá því að segja að þetta módel flýgur eins og hugur manns, tignarlega og fallega. Hér er hún að taxa út á braut:

Mynd

Hún tekur sig rosalega vel út á brautinni og enn betur á flugi:

Mynd
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Bíddu... hvar er vídeóið....???


hehe nei OK.... til hamingju með skemmtilega smíði og takk fyrri að´fá að fylgjast með og læra.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3772
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Gaui »

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Jón Björgvin
Póstar: 103
Skráður: 18. Jan. 2006 17:59:09

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Jón Björgvin »

til lukku læsileg vél :D
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Messarinn »

Það er komin nýr eigandi af Super Stearmann og það er Guðmundur aka Messarinn FMFA

Mynd
Mynd

Eftir að hafa sett saman , flogið og tekið í sundur Stearmann-inn þá þarf að gera nokkrar breytingar á vélinni til að maður nenni hreinlega að
hafa hana með sér á flugvöllinn. Það er ekki auðvelt að setja hann saman með öllum þessum skrúfum (12stk) og tengja alla flugvírana
(svartar teygjur) í vindi hversu lítill sem hann er.
Bensíntankin þarf líka að lækka niður aðeins því að mótorinn vill yfirfyllast í startinu og mikil hætta að hann skjóti af sér skrúfuna
(búið að koma fyrir nokkrum sinnum)
Annars er þessi vél frábær í flugi og auðveld, semsagt flýgur eins og hugur manns.

Ég set inn seinna myndir og skýringar af breytingunum.
GH
P.S. Ekki er ég að setja neitt út á smíði og samsettningu Guðjóns vinar míns á þessari flugvél sem er allveg eftir bókinni enda þarf alltaf að
endurhanna og laga eitthvað eftir fyrstu flugin á nýjum módelum.
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir einarak »

Þessi vél er klám!
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Messarinn »

Jæja þá er að klára þetta með breytingarnar sem ég gerði við Stermann-inn
Fyrst þá tigsauð ég pinna á alla vinklana á vængstífunum svo að ég gæti sett flugvírana (teygjurnar) á, eftir að ég var búinn að skrúfa vélina saman á flugvellinum.það var nebbilega ferlega erfitt að setja efri vænginn á stífurnar þegar teygjurnar,sem þurfti að setja á áður, sveigðu stífurnar svo mikið
að maður hitti ekki í skrúfganginn í vængum. alltof mikið bölv og ragn við þetta.
Mynd
Eftir þessa breytingu var mikið auðveldara að eiga við samsettninguna
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Messarinn »

Eitt sem ég skil ekki frá framleiðanda þessa módels er að staðsettning bensíntanks er 4.5cm fyrir ofan miðlínu blöndungs og nál sem sem veldur því að blöndungurinn yfirfyllist alltaf þegar drepið er á mótornum og menn eru svo í stór hættu þegar reynt er að gangsetja hann. Mótorinn slær þá á móti - gengur afturábak og mikil hætta á því að proppurinn plús spinner fljúgi af og slasi menn og annað. í þessum Stermann er rétti uppgefni mótorinn, OS120Surpass
Mynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Super Stearman smíði

Póstur eftir Messarinn »

Þá er er ekkert annað í stöðunni enn að lækka bensíntankinn
hérna sést staðsetning tanksins fyrir breytingar
Mynd

Og svo hérna eftir breytingar

Mynd
Mynd
Mynd

Ath að flugvélin er á hvolfi á myndunum
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Svara