Kyosho Super Stearman 40 heitir flugvélin. Mótor OS46. Hjólin eru 31", eða eins og á Piper Cub sem flaug þér yfir fyrir viku áleiðis að Langjökli þar sem hún lenti.
(Reyndar eru hjólin 4" foam frá Dave Brown). Það hentar vel að vera á sæmilegum dekkjum hér um slóðir.
Veðrið hefur verið þokkalegt, eiginlega léttskýjað þó ekki sjáist til sólar. Hiti um 11 gráður og vindur 6m/s með gustum í 10m/s samkvæmt mæli vegagerðarinnar sem kallast Gullfoss, þó hann sé í túninu á Kjóastöðum um 3 km héðan.
Þetta er frábær vél sem auðvelt er að fljúa þó það gusti nokkuð. Svo er óskaplega þægilegt að geta borið hana út á völl samsetta, því efri vængurinn er nánast sem handfang. Flugvélinn í hægri hendi, eldsneytisbrúsinn í vinstri og fjarstýring ásamt startara í tösku um öxlina.
(Rauða límbandið og skrúfurnar á hjólastellinu eru frá því er ég flaug henni á skíðum).
