Pitts Special S1-S smíði

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11720
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Smá viðbót við vélarhlífina: Ég treysti ekki svona þunnum glerfíberhlífum og tel að þær brotni við fyrsta tækifæri. Því fékk ég mér smá epoxy-kvoðu og koltrefjar og makaði koltrefjunum innan í brúnina. Þetta gerir hana 20sinnum sterkari.

Mynd

Hérna er ég búinn að nudda alla hina glerfíberpartana ...

Mynd

... og hér er búið að úða á þá ál-málningunni:

Mynd

Skrefbótin á Pittsinum (lokið á skrokknum á milli hjólastellanna) er úr 0,5mm áli og maður verður að klippa það til og beygja það í rétt form. Það varð strax ljóst að ég gat ekki gert það í höndum, en þurfti að útbúa einhvers konar beygjuvél. Hún var samsett úr tveim MDF kubbum, stál-reglustiku og tveim þvingum. Hér sést þar sem ég er búinn að fest álið undir öðrum kubbnum og er búinn að setja reglustikuna undir til að lyfta álinu upp og taka 90° beygju:

Mynd

Hér er ég að lyfta plötunni upp með stikunni (ég notaði báðar hendur, en þurfti að losa aðra til að taka myndina)

Mynd

Hér er beygjan, þráðbein og nokkurn vegin 90 gráður:

Mynd

Næstu beygjur voru á móti þessum fyrstu og því þurfti annan kubb til að lyfta plötunni og síðan ýta niður:

Mynd

Aðal málið er að festa álplötuna vel niður áður en maður byrjar að beygja til að hún geti ekki hreyfst á meðan. Hér er dónaleg mynd tekin á milli lappanna á Pitts. Lokið situr þægilega á sínum stað:

Mynd

Næst þurfti ég að festa það á sinn stað. Venjulega hlaupa menn í skrúfuskúffuna og rífa upp mis-stórar maskínuskrúfur. Mig langaði aftur á móti að nota skrúfbolta með haus fyrir sex-kant. Ég náði í sex 2mm bolta og boraði 2mm göt í lokið. Undir því er (sem betur fer) þykkur krossviður sem tekur við boltunum og ég boraði 2-3mm inn í hann með 2mm bornum. Síðan boraði ég áfram með 1,5mm. Nú dettur boltinn í gegnum plötuna inn í krossviðinn og þegar ég byrja að snúa honum, þá snittar hann sig í krossviðinn. Boltarnir eru 16mm á lengd og fá alveg feiki-nóg hald.

Mynd

Að lokum er hér mynd af skrokknum á Pitts, sem er byrjaður að fölna svolítið upp:

Mynd

Skjáumst
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Jæja, þá kemur loksins meira um Pits. Þröstur hringdi í mig frá Afríku og kvartaði undan því að fá engar nýjar fréttir af vélinni og benti mér á að ég væri að svíkja aðdáendur mína ef ég setti ekki neitt inn – og það er ófyrirgefanlegur glæpur að svíkja aðdáendur. Því er nú komið að uppfærslu, enda hefur margt gerst.

Í fyrsta lagi, þá er ég búinn að klæða allan skrokkinn og stélið með hvítri filmu, sem og neðra borðið á báðum vængjum.

Ofan á skrokknum á milli framrúðu og vélarhlífar eri álplata sem skrúfuð er í með helling að smáskrúfum. Skrúfurnar sem fylgdu frá Tony Clark voru of stórar og groddalegar í þetta, svo ég notaði pínku-ponsu-litlu skrúfurnar frá Mick Reeves (Mikka Ref). Þær komna mikið betur út. Ég skipti líka skrúfunum út sem halda vélarhlífinni og setti 6mm M2 bolta í staðinn. Þeir virka mikið betur.

Mynd

Hjólaskálarnar eru komnar á. Ég þar að vísu að stytta öxlana um svona 10mm til að þær sitji alveg rétt, en mesta verkið var að stilla festingarnar á sína staði og líma þær þar.

Mynd

Lokið á batteríholfið fyrir aftan flugmaninn er komið á sinn stað og fast:

Mynd

Til að það haldist lokað setti ég tvo litla segla, annan á lokið og hitt á skrokkbakið. Þeir halda þessu loki alveg föstu.

Mynd

Mynd

Næst fór hliðarstýrið á. Þegar það var orðið fast (eða þannig), þá gat ég sett stélhjólið og stýribúnaðinn á því saman:

Mynd

Ég bjó líka til togvírana tvo fyrir stýringuna og þræddi þá í gegnum tvö göt sem ég bræddi á klæðnunguna með lóðbolta. Til að festa við hornið á hliðarstýrinu nota ég M3 klemmur og M3 snittteina með gati sem vírarnir fara í:

Mynd

Það verða að vera vírar í stélinu til að það brotni ekki af. Það fylgir 0,8mm vír með í kittinu fyrir það, en leiðbeiningarnbar segja manni að ef notaður er Zenoah 62, þá verði vírarnir að vera minnst 2mm, svo ég skipti. Annar endinn á vírunum er fastur og gengið frá honum með því að draga hann í gegnum koparrör sem er síðan klemmt utanum vírinn og lóðað. Þetta ætti ekki að hreyfast frekar:

Mynd

Hinn endann á vírunum lóðaði ég i M2 snittenda og notaði festingar sem ég hafði fengið hjá Mikka Ref:

Mynd

Það næsta sem ég gerði var að klippa til 0,2mm ál sem fylgir með og búa til flassningar á stélið sem ég síðan límdi niður með teppalímbandi og festi með skrúfum eins og sýnt er á teikningunum og sagt frá í leiðbeiningunum:

Mynd

Það síðasta sem gerðist var að hæðarstýrin fóru á og ég tengdi þau við servóin með 3mm snittteini og M3 kúlutengjum. Ég prófaði að tengja servóin og hreyfingin sem ég fékk út úr stýrunum var hliðarstýri 13 sm í báðar áttir og hæðarstýrion í 9 sm upp og niður. Þetta er auðvitað alltof mikil hreyfing, en það er hægt að stilla hana. Eins og sést á þessum myndum, þá er ég líka búinn að setja rauða skrautið á stélið:

Mynd

Dálítið mikil hreyfing:

Mynd

Sjáumst síðar
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Ingþór »

Frábært Gaui, mjög gaman að fylgjast með þessu, manni finnst maður næstum eignast smá í henni með því að sjá hana alla verða til, eins gott að það verði farið varlega í að fljúga henni. Sannkölluð listasmíð!
ekki svíkja okkur aftur svona lengi ;)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Agust »

Mér finnst það alveg makalaust að smíða tvær Tony Clark vélar samtímis, og það á mettíma. Fylgir tíminn með í kössunum? Ef svo er, kemur hann þá upprúllaður eða í túbu?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Tíminn er til í stórum kössum í bílskúrnum á Grísará. Því miður er ekki hægt að ná honum út úr skúrnum, því umbúðirnar komast ekki út um dyrnar. En hver sem vill má koma í skúrinn og nota tíma þar til að smíða ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Klæðningin heldur áfram og nú kemur lýsing á einni erfiðustu klæðningu sem ég hef framkvæmt.

Til að fá rauðu geislana á vænginn fannst mér eina aðferðin sú að klippa niður bútana sem þarf að nota og síðan líma þá saman á glerplötu áður en ég set svo klæðninguna á vænginn. Hljómar einfalt og er það í rauninni, en hrikalega erfitt samt.

Fyrst vantaði mig glerplötu. Ég skrapp í Íspan á Akureyri og tékkaði á hvort ég gæti ekki fengið eina hjá þeim og þeir létu mig hafa plötu sem einhver hafði pantað fyrir löngu síðan og ekki náð í. Ég fékk hana á kostnaðarverði: hálfum öðrum Kjarval.

Ég byrjaði á því að reikna út hvaða búta ég þyrfti af klæðningunni og klippa þá niður. Síðan lagði ég þá einn af öðrum niður á glerplötuna og notaði straujárn á lágri stillingu til að líma þá saman. Járnið var rétt nógu heitt til að setja límið af stað en ekki nógu heitt til að filman færi að dragast saman. Það er líka allt í lagi þó límið taki aðeins í glerið, það er auðvelt að draga filmuna af því aftur:

Mynd

Hérna eru allir bútarnir saman á glerinu:

Mynd

Hérna er ég búinn að leggja klæðninguna á vænginn:

Mynd

Nú er bara að festa niður og strekkja klæðninguna á venjulegan hátt, en þó með þeim formerkjum að maður má ekki hita samskeytin of mikið svo þau detti ekki í sundur. Hér er ég að draga klæðninguna á vængendann:

Mynd

Hérna er ég búinn að ganga frá filmunni og strekkja hana á:

Mynd

Þetta tók óratíma, aðallega vegna þess að ég var svo mikið að passa að staðsetningin væri nokkurn vegin rétt og að samskeytin færu ekki í sundur. Ég var í tvo heila tíma með annan vænghelminginn og er úttaugaður eftir. Hinir þrír helmingarnir verða að bíða þar til eftir helgi.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11720
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Sverrir »

Stórglæsilegt :cool:
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Þetta er auðvitað flottasta aðferðin og sú sem kemur léttust og fínust út en ekki getur það verið auðvelt. Önnur "auðveldari" leið er væntanlega að klæða allt með hvítu og leggja svo rauða á sem sjálflímandi vínýl með sápuvatnsaðferðinni?... en þetta verður væntanlega flottara þegar vel tekst til.
Það sem ég held að hljóti að vera krítískt hér er að hita þó samskeytin það mikið að límið taki vel án þess að byrja að krumpa. Til þess þarf ansi nákvæma hitastýringu,,, er það ekki?

Mér datt allt í einu í hug að hægt væri að nota til gagns svona innrauðan hitamæli sem sumir, sérstaklega RC-bílanördar, eru að pjatta með til að stillla mótora. Hefur einhverjum hugkvæmst að prófa það á klæðningastraujárnið???
Eins og
þennan Myndtil dæmis
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gaui
Póstar: 3902
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Pitts Special S1-S smíði

Póstur eftir Gaui »

Nei, mér hefur aldrei dottið í hug að nota svona. Ég bara nota þann hita sem ég held að virki. Ef hann virkar ekki, þá hækka ég aðeins, ef hann virkar of mikið, þá lækka ég pínulítið. ;)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara