33% Kaiser Ka-3

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Sverrir »

Þýskir svifflugmenn eru greinilega húmoristar miklir! :)
Mynd

Balsakubbar voru búnir til fyrir lamirnar í vængnum svo þær gætu límst við eitthvað!
Mynd

Stálsandur, þungur og góður.
Mynd

Ekki stór stykki.
Mynd

Ca. hálft kíló komið hér, læt það duga þangað til ég verð búinn að setja allt dótið í vélina en sennilega endar hálft kíló í viðbót þarna miðað við hvað hefur farið í vélina hjá öðrum sem eru ekki með servó í stélinu, 700-800 grömm. Það er alla veganna auðveldara að bæta við meiri stálsand heldur en að reyna að fjarlægja hann!
Mynd

Svo er bara að leyfa þessu að þorna.
Mynd

Hmmm, eitthvað spennandi í uppsiglingu?
Mynd
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Ágúst Borgþórsson
Póstar: 925
Skráður: 3. Jún. 2007 10:52:48

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Ágúst Borgþórsson »

Úr hvaða fjöru kemur þessi sandur? :p
Kv.
Gústi
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Sverrir »

Stálfjara er rétt hjá Stokkseyri.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Gaui
Póstar: 3771
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Gaui »

Sverrir

Ég er búinn að sjá þennan smíðaþráð á fimm öðrum spjallvefum (RCMF, RCSB, Scale Soaring UK, Irland Model Forum, RC Aerotowing). Tvær spurningar:

1. Hvernig finnur þú tíma til að smíða ef þú þarft að uppfæra svona marga þræði.
2. Ertu með lýsingu á þessari smíði á fleiri spjallvefjum sem ég er ekki enn búinn að finna?

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Sverrir »

Gaman að komast að því að maður er búinn að eignast alvöru internet „stalker!“

1. Þetta bara tveir þræðir, einn á íslensku og annar á útlensku! ;)
2. Alla vega sjö öðrum... og leitaðu nú!
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1593
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Árni H »

Það er nú þannig að það er eiginlega sama á hvaða spjallvef maður rekst - alltaf er einhver dúddi sem kallar sig selleri inni á honum :D
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Eitt sem ég skil ekki... Hvað er að gömlu góðu blýhöglunum? Minnsta mál í heimi að tæma úr nokkrum patrónum. Nánast til á hverju heimili núna þegar ekki má drepa blessaðar rjúpurnar lengur og það fer jú miklu minna fyrir blýi en stáli.

Bara svona að velta því fyrir mér hvort annað liggi á bakvið, ekki að ég hafi neitt á móti hinu... eða þannig :)
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Sverrir »

Ég vil ekki hætta á að menga vatnaríkið... en svona í alvöru talað þá væri það dálítið að sækja vatnið yfir lækinn að fara að kaupa blýhögl þegar til er stálsandur. Annars er aldrei að vita nema maður skeri út blý í efri hlutann.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Örn Ingólfsson
Póstar: 274
Skráður: 24. Apr. 2012 15:12:29

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Örn Ingólfsson »

jæja Sverrir það mætti halda að þú hafir eitthvað að fela!!! eða mér sýnist þú vera búin að (blurra) fingraförin á myndini af stálsandinum humm :S ?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11601
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: 33% Kaiser Ka-3

Póstur eftir Sverrir »

Hef engan áhuga á að dreifa þeim á internetinu.
Icelandic Volcano Yeti
Svara