Síða 8 af 9

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 6. Maí. 2007 19:04:09
eftir Þórir T
Til hamingju með stórglæsilega smíði... Gangi þér vel með jómfrúnna...

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 6. Maí. 2007 19:42:20
eftir Gaui
Þakka ykkur hlý orð í minn garð piltar.

[quote=Björn G Leifsson]Eins opg mér hefur gengið þá held ég að ég verði að vera kominn á eftirlaun áður en ég næ hálfum þessum byggingarhraða.[/quote]
Það er ekki byggingahraðinn, heldur prinsippið að frúin sér um garðinn og ég sé um smíðarnar ;) Þannig er ég ekki að láta einhverja moldarvinnu tefja fyrir mér :cool:

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 6. Maí. 2007 23:36:54
eftir Þórir T
Af hverju sagðiru þetta ekki fyrr????

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 7. Maí. 2007 00:28:50
eftir Gaui
[quote=Þórir T]Af hverju sagðiru þetta ekki fyrr????[/quote]
Ég hélt bara að þetta væri svo augljóst að það hlytu allir að sjá þetta.

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 8. Maí. 2007 09:19:08
eftir Árni H
Glæsileg vél og hreint eins og orginallinn hafi lent í garðinum hjá þér. En ætti hún ekki að
vera á skíðum miðað við veðurfarið? :)

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 8. Maí. 2007 10:26:26
eftir Gaui
Það verða skíðuð smíði .... ööö .... smíðuð skíði. Ég hlakka einmitt til að setja smá vetrarbúnað undir þessa dollu þegar líður á sumarið ;)
Það er spurning hvort maður getur notað jafn stór skíði á þessa og Cardinalinn?

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 8. Maí. 2007 11:28:12
eftir tf-kölski
Tundra tires strákar, Tundra tires. Fær maður nokkuð nóg af Super Cub með Tundra......?

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 20. Maí. 2007 15:25:17
eftir Gaui
Hún flaug!

Ég skrapp á Melana í morgun. Veðrið er búið að vera fáráðlegt undanfarnar vikur og ekki verið neitt tækifæri til að frum-fljúga þessu módeli. Í morgun var smá sunnan gola og heiðskýrt og hitinn rétta reyna við 10 gráður, svo ég skellti mér inneftir og ákvað að reyna. Hér er mynd sem ég tók af módelinu á flugbrautinni:

Mynd

Ég byrjaði nú samt á því að festa módelið í startbekk, taka vélarhlífina af og setja mótorinn í gang til að stilla hann smávegis. Eftir það sett í hlífina á aftur og reyndi að telja í mig kjarkinn til að fljúga.

Eftir fjarlæðarprófun stefndi ég módelinu eftir brautinni og gaf nokkur snöggt inn. Eftir u.þ.b. einn metra lyftist stélið og tíu metrum síðar var módelið komið á loft. Ég flaug henni upp í örugga hæð og fór að fikta við trimmin. Smávegis til vinstri til að láta hana hætta að velta sér og nokkur píp upp svo hún hætti að dífa sér og þá flaug hún fínt.

Nokkrir hringir og það var áberandi að þetta er alveg frábær flugvél. Hún flýgr eins og draumur og kemur niður og lendir eins og draumur sem rætist. Ég flaug tvö flug í morgun og er þegar farinn að hlakka til að fljúga fleiri.

Árni Hrólfur og Kjartan tóku báðir myndir af fluginu. Hér er ein frá Kjartani:

Mynd

Sjáumst

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 20. Maí. 2007 17:05:14
eftir kip

Re: Super Cub frá Toni Clark

Póstað: 20. Maí. 2007 18:48:06
eftir maggikri
Til hamingju með þetta Gaui. Ef ég hefði ekki vitað að þú smíðaðir þessa vél hefði ég haldið að frumgerðin væri komin þarna. Þetta er glæsileg vél.

KV
MK