Byrjaði að sprauta merkihringina (e. roundels) á vængjunum. Ofan á efri vænginn og neðan á neðri vængjunum. Merkingin nær nánast alla leið frá frambrún að afturbrún og hringirnir eru alveg innan við hallastýrin. Byrjaði neðan á neðri væng.
20230908_094502.jpg (127.89 KiB) Skoðað 2933 sinnum
Ofan á báða efri vængi. Ég byrjaði á að teikna hringinn með hringfara og svo límdi ég með vínil límbandi til að fá nákvæma útlínu.
20230908_104948.jpg (126.97 KiB) Skoðað 2933 sinnum
Til að geta sprautað tvær umferðir sama dag notaði ég hitabyssu til að þurrka málninguna.
20230908_112637.jpg (124.38 KiB) Skoðað 2933 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:25:31, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Mjög bissí í dag, enda tók það allan morguninn að maska og sprauta merkihringina. Ég byrjaði á því að finna miðjuna og festa þar smá krossviðarbút, sem kemur í veg fyrir að oddurinn fari í gegnum dúkinn. Svo notaði ég hringfarann til að teikna útlínur rauðu og bláu hringjanna.
20230909_092003.jpg (152.9 KiB) Skoðað 2923 sinnum
Fullt af vínyl límbandi, dagblöðum og gulu málaralímbandi, og hringirnir eru komnir. Ég setti yfir rauða miðjuhringinn rétt á meðan ég sprautaði bláa litinn.
20230909_102519.jpg (138.15 KiB) Skoðað 2923 sinnum
Hér er efri vængurinn. Hringmerkingin þar er með hvíta útlínu.
20230909_113658.jpg (126.13 KiB) Skoðað 2923 sinnum
Og svo neðri vængurinn. Hann er ekki með hvíta útlínu.
20230909_114655.jpg (130.64 KiB) Skoðað 2923 sinnum
Nú má þetta þorna í nokkra daga og svo pennsla ég með gólflakki til að loka þessu.
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:25:48, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Smáverk eru áberandi núna, eitt og eitt handtak, en ekkert verulega tímafrekt - og þó. Ég maskaði fyrir hvítu merkingunni aftast á skrokknum og sprautaði hana.
20230911_105813.jpg (138.74 KiB) Skoðað 2900 sinnum
Svo setti ég alls konar dót ofan á miðjuna á efri vængnum. Ég veit ekkert hvað þerra er, en það sést á teikningum og verður því að fara þarna.
20230912_104037.jpg (131.62 KiB) Skoðað 2900 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:26:03, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég bjó til límmiða með því að prenta á sérstakan pappír sem verður svo vatnsmerki eins og í plastmódelunum þegar maður er búinn að sprauta nokkrar umferðir af glæru lakki. Hér sést hluti af þessu. Hringmerkið heppnaðist ágætlega en stafurinn var of stór. Ég þarf að maska í kringum hann og sprauta svo með hvítu.
20230913_101518.jpg (116.84 KiB) Skoðað 2885 sinnum
Ég penslaði með gólflakki á alla fleti sem ég gat og nú er módelið að nálgast loka samsetningu.
20230913_115224.jpg (129.73 KiB) Skoðað 2885 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:26:19, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Maskaði fyrir stafinn G á efri vænginn. Tókst ekkert sérlega vel, mikið sem blæddi undir og mér tókst að missa límband í blauta málninguna þegar ég var að taka maskann af.
20230914_101504.jpg (147.27 KiB) Skoðað 2869 sinnum
Síðast breytt af Gaui þann 17. Sep. 2023 14:26:34, breytt 1 sinni.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Ég þurfti að setja skráningarnúmer flugvélarinnar á skrokkinn, en átti ekki meiri vatnsmerkjapappír. Ég prófaði að skera tölurnar úr venjulegum prentarapappír og síðan líma þær niður með gólflakkinu. Virðist hafa heppnast.
20230915_101618.jpg (147.05 KiB) Skoðað 2812 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Hjólastellið í dag: Ég silfurkveikti stóra brettaskífu á 6mm kopar rör sem passar upp á öxulinn.
20230921_113148.jpg (127.52 KiB) Skoðað 2775 sinnum
Þetta fer upp á öxulinn og er lóað fast. Athugið að öxullinn nær ekki alla leið í gegnum kopar rörið. Svo boraði ég 2mm gat í gegnum kopar rörið. Það hefði ég adrei getaði í gegnum öxulinn.
20230921_115830.jpg (127.53 KiB) Skoðað 2775 sinnum
Svo fer hjólið uppá. önnur skífa og svo splitti. Þetta dettur aldrei af.
20230921_115950.jpg (151.72 KiB) Skoðað 2775 sinnum
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.