[quote=Gaui]Og ég sem hélt að minn væri stór:
[.youtube]50% Tiger Moth[/youtube.][/quote]
Þessi er til sölu núna.
[quote]50% Tiger Moth for sale. WS: 460cm, Length: 350cm, Weight: 46 kg. Engine is a King 95ccm with reduction gear 2,5:1, turning a 43x22 prop at 2400 rpm.Selling to make room for new projekts.. Please call or E-mail for more details..
+47 9283 9060
sveinrudshagen@ymail.com[/quote]
30% Tiger Moth
Re: 30% Tiger Moth
Icelandic Volcano Yeti
Re: 30% Tiger Moth
Hæ – hó vinir og vandamenn. Það er orðið ansi langt síðan ég uppfærði þráðinn síðast, svo það er líklega kominn tími til að gera eitthvað í málinu.
Mér datt í hug að það væri sniðugt að ná í sterkt servó fyrir hliðarstýrið þar sem það þarf að hreyfa langa slá, sem er síðan tengd við STÓRT hliðarstýri. Þröstur átti eitt stykki Hitec HS-705MG quarter scale servó. Það er með tannhjól úr málmi, hefur kúlulegur á öllu og er ekkert sérlega hægvirkt með 0.26 sec/60°, og togkrafturinn er 11.6 kg.cm við 4,8 volt.
Og var ég búinn að nefna að servóið sjálft er STÓRT? Hér er það við hliðina á venjulegu JR servói:
Til að halda þessum risa á sínum stað smíðaði ég öfluga festingu úr 12 mm kossviði, sem ég síðan límdi inn í hliðina á módelinu með epoxý lími:
Og hér er servóið komið á sinn stað, tengt við stýrisslána með öflugum kúlutengjum og 3mm snittteini:
Jæja, ég gat ekki hummað vængina fram af mér lengur. Fyrst þegar ég reyndi að rigga módelið saman, þá kom í ljós að vængirnir sátu ekki allir nákvæmlega rétt, svo nú ákvað ég að mæla allt vandlega. Ég byrjaði á efri vængnum. Ég setti hann á og setti stultur undir hann til að halda honum uppi á meðan ég mældi.
Mælitækið sést á myndinni ef ver er að gáð: bandspotti með smá ræmu af málningarlímbandi á. Ég valdi góðan stað á vængnum, dró spottann að honum og stillti striki á límbandinu á þann stað. Ef strikið benti á sama stað á hinum vængnum, þá sátu vængirnir rétt.
Fyrst ég var byrjaður að fikta, þá ákvað ég að breyta festingunni á vængnum og setti gaddarær í hann. Hér er sú fremri (þið afsakið fókusinn) ...
... og hér er sá aftari:
Þegar ég var búinn að sjá út að efri vængurinn sat alveg rétt, þá tók ég hann af og sneri skrokknum á hvolf. Ég festi hann við smíðabekkinn með fíberlímbandi og setti neðri vængina á:
Ég segi ykkur niðurstöðu mælinganna eftir nokkra daga.
Mér datt í hug að það væri sniðugt að ná í sterkt servó fyrir hliðarstýrið þar sem það þarf að hreyfa langa slá, sem er síðan tengd við STÓRT hliðarstýri. Þröstur átti eitt stykki Hitec HS-705MG quarter scale servó. Það er með tannhjól úr málmi, hefur kúlulegur á öllu og er ekkert sérlega hægvirkt með 0.26 sec/60°, og togkrafturinn er 11.6 kg.cm við 4,8 volt.
Og var ég búinn að nefna að servóið sjálft er STÓRT? Hér er það við hliðina á venjulegu JR servói:
Til að halda þessum risa á sínum stað smíðaði ég öfluga festingu úr 12 mm kossviði, sem ég síðan límdi inn í hliðina á módelinu með epoxý lími:
Og hér er servóið komið á sinn stað, tengt við stýrisslána með öflugum kúlutengjum og 3mm snittteini:
Jæja, ég gat ekki hummað vængina fram af mér lengur. Fyrst þegar ég reyndi að rigga módelið saman, þá kom í ljós að vængirnir sátu ekki allir nákvæmlega rétt, svo nú ákvað ég að mæla allt vandlega. Ég byrjaði á efri vængnum. Ég setti hann á og setti stultur undir hann til að halda honum uppi á meðan ég mældi.
Mælitækið sést á myndinni ef ver er að gáð: bandspotti með smá ræmu af málningarlímbandi á. Ég valdi góðan stað á vængnum, dró spottann að honum og stillti striki á límbandinu á þann stað. Ef strikið benti á sama stað á hinum vængnum, þá sátu vængirnir rétt.
Fyrst ég var byrjaður að fikta, þá ákvað ég að breyta festingunni á vængnum og setti gaddarær í hann. Hér er sú fremri (þið afsakið fókusinn) ...
... og hér er sá aftari:
Þegar ég var búinn að sjá út að efri vængurinn sat alveg rétt, þá tók ég hann af og sneri skrokknum á hvolf. Ég festi hann við smíðabekkinn með fíberlímbandi og setti neðri vængina á:
Ég segi ykkur niðurstöðu mælinganna eftir nokkra daga.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Jæja, riggingin heldur áfram á hraða snigilsins.
Ég var í ákveðnum vafa um flatstálið í vængstögunum – mér líkaði þau ekki, þú þetta líti svaka flott út, svo ég lét það eftir mér að henda þeim og skipta yfir í vír stög. Ég kom við hjá Skíðaþjónustunni og keypti handfylli af bremsubarkavír fyrir reiðhjól (þeir selja og gera við reiðhjól – og þessi vír er ekki plasthúðaður, en hann er forstrekktur). Síðan silfurkveikti ég M3 snittaða enda á vírinn. Hérna er uppsetningin á suðugræjunum:
Og hér er ég að silfurkveikja. Athugið að ég er ekki með fleiri hendur en reglugerðir segja til um. Mummi kom aftan að mér og tók þessa listrænu mynd á meðan ég var að vinna.
Ég skrúfaði klemmu á endann og festi hana á vænginn. Síðan strekkti ég vírinn að snittuðum enda á neðri vængnum sem ég var búinn að merkja þannig að ég gat klippt á vírinn á réttum stað:
Og hér er búið að sjóða.
Allir vírarnir öðrum megin tilbúnir:
Ég bjó til mælistiku sem ég stillti eftir teikningunum. Síðan notaði ég hana til að stilla lengdina á stífunum og límdi efri koparfestingarnar með Hysol:
Meira síðar.
Ég var í ákveðnum vafa um flatstálið í vængstögunum – mér líkaði þau ekki, þú þetta líti svaka flott út, svo ég lét það eftir mér að henda þeim og skipta yfir í vír stög. Ég kom við hjá Skíðaþjónustunni og keypti handfylli af bremsubarkavír fyrir reiðhjól (þeir selja og gera við reiðhjól – og þessi vír er ekki plasthúðaður, en hann er forstrekktur). Síðan silfurkveikti ég M3 snittaða enda á vírinn. Hérna er uppsetningin á suðugræjunum:
Og hér er ég að silfurkveikja. Athugið að ég er ekki með fleiri hendur en reglugerðir segja til um. Mummi kom aftan að mér og tók þessa listrænu mynd á meðan ég var að vinna.
Ég skrúfaði klemmu á endann og festi hana á vænginn. Síðan strekkti ég vírinn að snittuðum enda á neðri vængnum sem ég var búinn að merkja þannig að ég gat klippt á vírinn á réttum stað:
Og hér er búið að sjóða.
Allir vírarnir öðrum megin tilbúnir:
Ég bjó til mælistiku sem ég stillti eftir teikningunum. Síðan notaði ég hana til að stilla lengdina á stífunum og límdi efri koparfestingarnar með Hysol:
Meira síðar.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Snilld
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Re: 30% Tiger Moth
Mig langar í svona afmælisgjöf:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Ég var nú langt genginn á 27 árið þegar við vorum í Flórída en takk samt.
Þetta var útskriftargjöf.
Þetta var útskriftargjöf.
Icelandic Volcano Yeti
Re: 30% Tiger Moth
Riggingin er búin – loksins.
Stærðin á þessu módeli kemur mér alltaf á óvart þegar ég set það saman:
Nú byrja ég að klæða Tigerinn með Solartexi. Ég byrjaði á neðri vængnum, en áður en ég kláraði það, þá setti ég band þar sem servósnúran á að koma:
Hér er annar neðri vængjanna klæddur:
Svona geri ég þegar ég bý til rifjasauma. Fyrst ríf ég niður fullt af 6mm breiðum ræmum af Solartexi:
Ég strauja þessar ræmur ofan á rifin þar sem rifjabönd eru á fullstóru vélinni. Síðan merki ég staðsetningu rifjasaumanna. Ég geri það með því að strika staðsetninguna með tússpenna á límband. Svo færi ég þessar merkingar á öll rifin með mjúkum blýanti:
Ástæðan fyrir því að ég nota límbandið er að það hreyfist ekki á meðan ég er að merkja og það setur ekki göt á klæðninguna.
Nú nota ég litla plastflösku með holnál til að sprauta hvítu lími og þannig „teikna“ saumana á:
Þegar þetta hefur fengið að þorna í nokkra daga, þá set ég rifjaborðana á.
Þegar ég fór að klæða skrokkinn þá sá ég að það yrði líklega erfitt að koma hæðarstýrisvírunum í. Ég ákvað að setja nokkur rör til að beina þeim á rétta staði. Ég tvöfaldaði skástífur aftarlega á skrokknum og tók svo úr þeim fyrir tveim plaströrum á hvorri hlið. Þessi rör ná yfir rörin sem ég var búinn að setja áður í skrokkinn:
Þegar ég er búinn að stytta þessi rör eins og þarf og klæða skrokkinn, þá sést í þau í gegnum klæðninguna og ég get auðveldlega gert göt á réttum stað með lóðbolta:
Þegar ég var búinn að klæða skrokkinn öðrum megin, þá tók ég eftir að ég myndi aldrei að eilífu ná að setja stýrivírana í þar sem ég gæti ekki komist að rörunum og myndi heldur ekki sjá neitt til þess. Þess vegna ákvað ég að búa til vírana strax og setja þá í áður en ég lauk við klæðninguna.
Og þá er skrokkurinn nokkurn vegin búinn og gerður, svo við skulum kíkja á efri vængina. Áður en þeir eru klæddir þarf ég að setja servóin sem stýra vængraufunum í þá. Ég fékk tvö standard Futaba S3003 servó hjá Þresti og bjó til festingar fyrir þau. Mér finnst ekki líklegt að ég noti þessar vængraufar mikið og muni líklega bara sýna þær á jörðu niðri, enda segir Árni Hrólfur að þau hafi ákveðið VÁ! gildi en annað ekki. Þess vegna ákvað ég að nota ódýr servó.
Það næsta sem ég geri er að klæða botninn á vængnum, setja armana fyrir vængraufina í og athuga að það virki eins og það á að gera og síðan klæða ofan á vænginn.
Þangað til –
Stærðin á þessu módeli kemur mér alltaf á óvart þegar ég set það saman:
Nú byrja ég að klæða Tigerinn með Solartexi. Ég byrjaði á neðri vængnum, en áður en ég kláraði það, þá setti ég band þar sem servósnúran á að koma:
Hér er annar neðri vængjanna klæddur:
Svona geri ég þegar ég bý til rifjasauma. Fyrst ríf ég niður fullt af 6mm breiðum ræmum af Solartexi:
Ég strauja þessar ræmur ofan á rifin þar sem rifjabönd eru á fullstóru vélinni. Síðan merki ég staðsetningu rifjasaumanna. Ég geri það með því að strika staðsetninguna með tússpenna á límband. Svo færi ég þessar merkingar á öll rifin með mjúkum blýanti:
Ástæðan fyrir því að ég nota límbandið er að það hreyfist ekki á meðan ég er að merkja og það setur ekki göt á klæðninguna.
Nú nota ég litla plastflösku með holnál til að sprauta hvítu lími og þannig „teikna“ saumana á:
Þegar þetta hefur fengið að þorna í nokkra daga, þá set ég rifjaborðana á.
Þegar ég fór að klæða skrokkinn þá sá ég að það yrði líklega erfitt að koma hæðarstýrisvírunum í. Ég ákvað að setja nokkur rör til að beina þeim á rétta staði. Ég tvöfaldaði skástífur aftarlega á skrokknum og tók svo úr þeim fyrir tveim plaströrum á hvorri hlið. Þessi rör ná yfir rörin sem ég var búinn að setja áður í skrokkinn:
Þegar ég er búinn að stytta þessi rör eins og þarf og klæða skrokkinn, þá sést í þau í gegnum klæðninguna og ég get auðveldlega gert göt á réttum stað með lóðbolta:
Þegar ég var búinn að klæða skrokkinn öðrum megin, þá tók ég eftir að ég myndi aldrei að eilífu ná að setja stýrivírana í þar sem ég gæti ekki komist að rörunum og myndi heldur ekki sjá neitt til þess. Þess vegna ákvað ég að búa til vírana strax og setja þá í áður en ég lauk við klæðninguna.
Og þá er skrokkurinn nokkurn vegin búinn og gerður, svo við skulum kíkja á efri vængina. Áður en þeir eru klæddir þarf ég að setja servóin sem stýra vængraufunum í þá. Ég fékk tvö standard Futaba S3003 servó hjá Þresti og bjó til festingar fyrir þau. Mér finnst ekki líklegt að ég noti þessar vængraufar mikið og muni líklega bara sýna þær á jörðu niðri, enda segir Árni Hrólfur að þau hafi ákveðið VÁ! gildi en annað ekki. Þess vegna ákvað ég að nota ódýr servó.
Það næsta sem ég geri er að klæða botninn á vængnum, setja armana fyrir vængraufina í og athuga að það virki eins og það á að gera og síðan klæða ofan á vænginn.
Þangað til –
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Gaui]Mér finnst ekki líklegt að ég noti þessar vængraufar mikið og muni líklega bara sýna þær á jörðu niðri, enda segir Árni Hrólfur að þau hafi ákveðið VÁ! gildi en annað ekki.[/quote]
Ekkert smá flott módel hjá þér Gaui
Varðandi vængraufarnar, þá er ég ekki alveg að skilja tilganginn með þeim á Tiger-num. Ég er búinn að fara tvisvar í flug hjá Tiger Club í Bretlandi, og í bæði skiptin var vængraufunum læst lokuðum fyrir flugtak og lendingu, en hafðar lausar á flugi!! Ég hefði haldið að mest notin væru fyrir þessar vængraufar einmitt í flugtaki og lendingu.
Ekkert smá flott módel hjá þér Gaui
Varðandi vængraufarnar, þá er ég ekki alveg að skilja tilganginn með þeim á Tiger-num. Ég er búinn að fara tvisvar í flug hjá Tiger Club í Bretlandi, og í bæði skiptin var vængraufunum læst lokuðum fyrir flugtak og lendingu, en hafðar lausar á flugi!! Ég hefði haldið að mest notin væru fyrir þessar vængraufar einmitt í flugtaki og lendingu.
Re: 30% Tiger Moth
Ég var búinn að lesa að þær væru alltaf læstar nema í lendingum. Hmm? kannski notast menn ekkert við þær. Hugsanlega eru þær bara noaðar sem auka öryggistæki. Mér skilst að þær hafi engin áhrif á flugeiginleka módelsins og ef þær væru lausar (ekki fastar við servó) þá myndu þær aldrei lyftast. Kraftarnir sem virka á vænginn eru bra ekki nægilegir til að hagga þeim.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði