Síða 9 af 60
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 4. Okt. 2009 00:44:17
eftir Gaui
Guðmundur galdrakall Haraldsson var að laga fjórgengismótorinn hans Mumma og þá var ekki úr vegi að prófa hann. Mummi skrúfaði hann í Stikkinn og við böðluðumst heillengi við að koma honum í gang. Að lokum tókst það, og eins og sést, þá er Munninn afveg feikilega ánægður með niðurstöðurnar.
Mummi sér nú fram á að geta flogið Stikkinum í staðinn fyrir Das Ugly Fokker Ripmax Trainer. Við hlökkum allir til hér fyrir norðan.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 16. Okt. 2009 21:44:02
eftir Gaui
Sveinbjörn er að laga Tutor trainer sem brotnaði í sumar. Hann sagaði brotnu hliðarnar af og bjó til nýjar:
Hér er hann búinn að líma nýju hliðarnar á ásamt nýjum skrokkrömmum og gamla eldveggnum. Hann virðist bara nokkuð ánægður með þetta.
Meira síðar
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 23. Okt. 2009 00:19:28
eftir Gaui
Hellingur að gerast á Grísará í kvöld, en fyrst kemur hér lítil gáta: Af hverju er Árni svona ánægður?
Það var byrjað á nýjum Stikk í kvöld. Óli Njáll byrjaði að saga út eldvegginn. Mummi trúir ekki sínum eigin augum: „JÁ SÆLL! Einn Stikk í viðbót?“
En Óli lét það ekki trufla sig. Það voru skorin nokkur skrokkrif í kvöld:
Mummi dundaði sér við Fokker vænginn:
og Sveinbjörn límdi meiri balsa framan á treinerinn sinn:
Og þá er komið að svarinu við spurningu kvölsins: Af hverju er Árni svona ánægður?
Hann fékk að pússa rörið sitt:
Hann fékk meira að segja aðstoð við að ná límbandinu utan af því. Það er munur að hafa vel þjálfuð heimilisdýr:
Nú veit alþjóð hvers vegna ég smíða svona mikið á svona stuttum tíma: hundurinn hjálpar mér.
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 23. Okt. 2009 14:58:42
eftir Árni H
[quote=Gaui]Nú veit alþjóð hvers vegna ég smíða svona mikið á svona stuttum tíma: hundurinn hjálpar mér.[/quote]
Hmm - ég sá í gær að einum hundinum hafði ekki tekist að víkja sér undan þegar smíðaæðið rann á Gauja
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 23. Okt. 2009 15:07:08
eftir Siggi Dags
Svona hund þarf maður að fá sér
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 23. Okt. 2009 18:02:03
eftir Gaui
Þetta er sérlegur þotuknúinn hundur sem gengur á bökuðum baunum!
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 31. Okt. 2009 12:59:18
eftir Árni H
One fine fimmtudagskvöld somewhere in Iceland...
Það gekk svo mikið á hjá Mummanum að hann blörraðist á öllum myndum!
Ólinn leggur kjölinn að Ugly Stick og Sveinbjörninn veltir stélinu fyrir sér.
Svo var byrjað að saga af gríðarlegri nákvæmni...
...enda var Surtur gæðaeftirlitshundur á staðnum
Sveinbjörninn mátaði stélið. Viðgerðin gengur þrælvel hjá honum.
Það gekk svo mikið á í skúrnum að undirritaður varð að setja upp rykgrímu en þá reyndist
kaffineyslan vandkvæðum bundin
Kv,
Árni H
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 1. Nóv. 2009 17:50:02
eftir Guðjón
jæja þú hefur þá fundið þér grímu í staðin fyrir eyrnahlífarnar :rolleyes:
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 7. Nóv. 2009 11:04:30
eftir Gaui
Það er alltaf gaman á fimmtudögum og þeir hafa þróast yfir í að vera alvöru smíðakvöld frekar en bara kjaftaklúbbur:
Sveinbjörn er langt kominn með að gera við treinerinn sinn. Hér er Kjartan að segja honum eitthvað til með hjólastellið:
Og Óli Njáll er byrjaður að saga út vængrifin í Stikkinn:
Re: Smíðað á Grísará
Póstað: 8. Nóv. 2009 18:47:55
eftir Árni H
Gaui hélt áfram með Ercoupe í morgun. Vængmiðjan að verða klár og allt tilbúið undir hjólastell
Mummi sprautaði og þurrkaði Fokkervæng.
Sjálfur hélt ég áfram með Fokkerinn minn - sjá Fokkerþráðinn.
Kv,
Árni H