Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Agust »

Ef maður gúglar Grátviður þá koma 70 tilvísnir: http://www.google.is/search?hl=is&clien ... btnG=Leita Oft sem þýðing á cypress. Svo er það spurning hvort cyparis sé sama og cypress.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Ég límdi vængskinnið saman áðan. Til að fá það saman, þá verður maður að pússa eða skera brúnirnar réttar. Ég er svo heppinn að vera með álprófíl sem Gummi skildi eftir hjá mér. Á þennan prófíl er límdur sandpappír. Ég bara festi þetta við borðið mitt með þvingu og renni balsaborðunum eftir því þar til allt er beint:

Mynd

Hér er vængskinnið komið: fjórar plötur frá aftari bita á frambrún og fjögur borð sem passa ofan á afturbrúnina.

Mynd

Leiðbeiningarnar segja manni að setja servókassana saman fyrst og nota þá síðan til að fá bitana á réttan stað. Hér eru þeir í límingu. Athugið að ég notaði vefina sem fylgja með til að fá rétta afstöðu á rifin, en tók á síðan úr til að þeir límdust ekki við strax:

Mynd

Svo límdi ég aftari bitann á brúnina á breiðri skinnplötu. Til að fá hann alveg beinan notaði ég áður nefndan álprófíl og setti nokkra stálklumpa á bitann til að fergja hann niður:

Mynd

Meira bráðum
:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Ég notaði servókassana og nokkur rif í viðbót til að staðsetja fremri bitann og líma hann niður. Stálklumparnir góðu eru notaðir sem farg eins og áður. Nú verður vængurinn vonandi beinn og breiður.

Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Þá var bara að fara að líma rifin niður. Maður byrjar á því að pakka undir afturbrúnina og frambrúnina svo rifin liggi rétt á neðra skinninu. Ég notaði 10 mm balsalista undir frambrúnina og 5mm undir þá aftari og þannig fékk ég réttu sveigjuna.

Nú var fyrsta skrefið að reikna út hvar servokassinn fyrir flapann átti að vera og líma hann þar niður. Hér er hann á sínum stað og næsta rif fyrir innan komið á líka:
Mynd

Nú límir maður til skiptis vef og rif þar til rótarrifið er á sínum stað. Takið eftir stálkubbunum: þeir þvinga rifin niður og láta skinnið formast eftir þeim.
Mynd

Þá er farið hina leiðina þar til endarifið er komið. Ég klemmdi réttskeið á endarifið til að fá það beint.
Mynd

Það segir ekki í leiðbeiningunum, en ég setti efri bitana samt í og límdi þá á sína staði. Nú þarf þetta að fá að sitja til morguns svo límið fái að harðna almennilega.
Mynd

Mér sýnist vængurinn vera sæmilega beinn og maður er glettilega snöggur að þessu. Þetta hef ég allt gert ásamt því að hjálpa Sillu við hitt og þetta innan húss plús því að fara yfir verkefni nemenda minna í VMA.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Jæja, sunnudagsmorguninn er búinn að vera góður. Árni og Mummi kíktu við og unnu að Fokkerunum sínum, en ég smeið væng.

Steve segir manni að setja skinnin á og síðan frambrúnarlista framan á. Mér finnst betra að hafa eitthvað til að líma efra skinnið á og sem heldur við það neðra þangað til frambrúnin kemur. Þetta kallast fölsk frambrún. Þetta kemur í veg fyrir að frambrúnin verði óslétt og eykur límflötinn fyrir frambrúnarlistann.
Mynd

Næst kom neðra skinnið á hallastýrið og flapann ásamt krossviði sem hægt er að skrúfa hornin á. Ég set meiri krossvið undir hornin og segi frá því þegar það verður.
Mynd

Ég gleymdi næstum því að setja auka rif þar sem hallastýrið og flapinn skerast frá. Ég setti 2mm krossvið á milli til að fá smá bil.
Mynd

Til að koma servóunum á sinn stað þegar vængurinn er full kláraður setti ég bönd sem ég get notað til að draga snúrurnar út, gula fyrir hallastýrið og rauða fyrir flapann.
Mynd

Og þá var komið að efra skinninu. Ég límdi það niður með gnótt af Titebond og setti svo módeltímarit ofaná til að fergja það.
Mynd

Nú þurfti vængurinn að þorna, svo ég sneri mér að öðru. Í leiðbeiningum og á DVD diskinum segir Steve að hann lími bakuggann á ofan á hliðarstýrisservóið í þeirri vissu að hann geti bara brotið hann af ef hann þarf að gera eitthvað við servóið. Þetta fannst mér ekki alveg nógu gott, því ég er sannfærður Murphy-isti -- ef þetta getur dottið af, þá gerist það á versta hugsanlega tíma. Þess vegna ákvað ég að setja tvo pinna í stélkambinn og skrúfuhald í bakið svo ég gæti skrúfað bakuggann fastan og tekið hann af án þess að brjóta nokkuð:
Mynd

Ég setti líka Robart Hevví Djútí lamir á öll stýrin á stélinu:
Mynd

Og þá var hægt að byrja að klæða. Vélin verður að mestu hvít að neðan og upp á hliðarnar, en blá að ofan:
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Messarinn
Póstar: 936
Skráður: 1. Apr. 2005 12:44:30

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Messarinn »

Góður Guðjón þetta þræl gengur hjá þér
KvMynd
Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar

A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Smá framskrið (eins og sagt er á norðurlöndum)

Ég pússaði fölsku frambrúnina og límdi 10mm balsalista framan á hana:
Mynd

Á meðan þetta harðnaði útbjó ég vængendann. Ég vildi fá hann til að sitja þannig að það væri 2mm gap á milli hans og hallastýrisins. Ég gerði það með því að líma 2mm krossvið á vængendann til að lyfta honum frá:
Mynd

Svo límdi ég balsakubba á vængendann og sagaði þá til þar til þeir pössuðu. Ég pússa þetta endanlega þegar ég lími endann á seinna:
Mynd

Nú var frambrúnin orðin hörð, svo ég heflaði hana til og pússaði:
Mynd

Nú lagði ég hægri vængnum og byrjaði að setja þann vinstri saman. Ég pósat einhverju hingað inn þegar ég geri eitthvað sem ég er ekki búinn að gera áður.
Mynd

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Þá eru tveir vænghelmingar tilbúnir:
Mynd

Næsta skref er að kútta hallastýrin og flapðana frá. Ég hef ekki svona fansí-smansí bandsög eins og Steve sýnir á diskinum, svo ég verð bara að láta handverkfærin duga:
Mynd

Það gekk líka ágætlega, enda Tamiya bakkasögin eitthvert besta verkfæri sem ég hef náð mér í:
Mynd

Þá var næst á dagskrá að setja balsakubba þar sem lamirnar verða fyrir hallastýrin. Það þarf ekki svona kubba fyrir flapana, því lamirnar í þeim koma í bitann.
Mynd

Meira síðar :cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
lulli
Póstar: 1293
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir lulli »

[quote=Gaui]Þá eru tveir vænghelmingar tilbúnir:


Næsta skref er að kútta hallastýrin og flapðana frá. Ég hef ekki svona fansí-smansí bandsög eins og Steve sýnir á diskinum, svo ég verð bara að láta handverkfærin duga:
https://frettavefur.net/Forum/uploadpic ... 418033.jpg


Meira síðar :cool:[/quote]
Þarna komstu mér alveg á óvart ,, Snjöll aðferðafræði þetta, að smíða í heilu og kútta svo niður.
Gaman að fylgjast með þessu :)
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja
Passamynd
Gaui
Póstar: 3773
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Farmhand 90 - Fjósamaðurinn

Póstur eftir Gaui »

Nú þarf að setja frambrún á hallastýrin og flapana. Steve segir að maður skuli nota hálftommu þykkan balsa, sem gerir u.þ.b. 12 mm. Ég á ekki 12 mm balsa, en fullt af 15mm, svo ég efnaði niður í frambrúnirnar úr einu slíku borði:

Mynd

Eftir nokkrar mælingar bjó ég til stiku sem hjálpaði mér að merkja hvar ég átti að skera framan af stýrunum:

Mynd

Það var auðvelt að skera í gegnum balsa skinnið en til að saga rifin þá tók ég blaðið úr Tamiya söginni og notaði það:

Mynd

Svo límdi ég frambrúnirnar á og notaði teygjur til að halda þeim á sínum stað:

Mynd

Meira seinna :cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara