30% Tiger Moth
Re: 30% Tiger Moth
Örstutt innlegg: Hérna er meistarinn sjálfur að klæða Tiger Mothinn. Þótt ég sé vissulega nýgræðingur í faginu held ég að mér sé óhætt að segja að þessi vél sé stór
Jón Stefánsson
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
Hmmm... stór, og stór...
er það ekki bara funksjón af stærð skúrsins.
Ég er nú farinn að halda að stærri stærð sé bara kostur...
er það ekki bara funksjón af stærð skúrsins.
Ég er nú farinn að halda að stærri stærð sé bara kostur...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Björn, ertu nokkuð að hugsa til Parkinsons, sem sagði "Work expands so as to fill the time available for its completion." ?
Þetta má laga aðeins til og segja "Models expands so as to fill the garage available for their completion."
Þetta má laga aðeins til og segja "Models expands so as to fill the garage available for their completion."
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Gaui]Björn, ertu nokkuð að hugsa til Parkinsons, sem sagði "Work expands so as to fill the time available for its completion." ?
Þetta má laga aðeins til og segja "Models expands so as to fill the garage available for their completion."[/quote]
Þetta er auðvitað eitt af náttúrulögmálunum. Smíðarárlögmálið.
Verður prentað upp á stóran pappír og hengt upp í helstu smíðaskúrum landsins.
Þetta má laga aðeins til og segja "Models expands so as to fill the garage available for their completion."[/quote]
Þetta er auðvitað eitt af náttúrulögmálunum. Smíðarárlögmálið.
Verður prentað upp á stóran pappír og hengt upp í helstu smíðaskúrum landsins.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Og við höldum á:
Ég framlengdi servósnúrurnar fyrir vængraufarnar og síðan, af því ég fann ekki hitalímsbyssuna, þá batt ég snúrurnar niður með bandi, því ég vil ekki að þær velti um innan í vængnum. Síðan geri ég ekki ráð fyrir að taka þessi servó úr vængnum aftur, svo þetta er alveg í lagi:
Hér er allt dótið komið innan í vænginn:
Hér er borðið komið ofan á vænginn til bráðabirgða, til að sjá hvernig þetta virkar. Niðri:
og uppi:
Hérna er efri vængur alveg klæddur og ég er byrjaður að setja takkaborðann á:
Dótið sem liggur utan á vængnum er sett á. Hér sést box sem hylur raufargræjurnar og kopar fittings fyrir stífuna og vírana. Ég ætla að hafa þetta á sínum stað þegar ég sprauta vænginn:
Og hér eru allir fjórir vængirnir tilbúnir undir málningu.
Næst verður skrokkurinn undirbúinn undir málningu.
Ég framlengdi servósnúrurnar fyrir vængraufarnar og síðan, af því ég fann ekki hitalímsbyssuna, þá batt ég snúrurnar niður með bandi, því ég vil ekki að þær velti um innan í vængnum. Síðan geri ég ekki ráð fyrir að taka þessi servó úr vængnum aftur, svo þetta er alveg í lagi:
Hér er allt dótið komið innan í vænginn:
Hér er borðið komið ofan á vænginn til bráðabirgða, til að sjá hvernig þetta virkar. Niðri:
og uppi:
Hérna er efri vængur alveg klæddur og ég er byrjaður að setja takkaborðann á:
Dótið sem liggur utan á vængnum er sett á. Hér sést box sem hylur raufargræjurnar og kopar fittings fyrir stífuna og vírana. Ég ætla að hafa þetta á sínum stað þegar ég sprauta vænginn:
Og hér eru allir fjórir vængirnir tilbúnir undir málningu.
Næst verður skrokkurinn undirbúinn undir málningu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Ég setti smá bling á neðri vængina: gönguplanka úr krossviði og vængfestingu:
Síðan byrjaði ég á krasspúðunum framan til í flugmannskelfunum. Þeir eru gerðir úr fimm lögum af 3mm balsa og einu lagi af 0,8mm krossviði. Ég byrjaði með því að skera burtu svæðið þar sem púðinn er og máta krossviðar ræmuna í:
Síðan skar ég 3mm balsann þvert á trefjarnar, bleytti hann og festi hann á skrokkinn með límbandi til að hann tæki á sig rétta lögun:
Síðan límdi ég balsalögin á eitt af öðru á meðan púðinn sat á sínum stað á skrokknum, en passaði mig á því a líma hann þó ekki fastan. Í lokin var ég kominn með 15mm þykkan banana úr balsa og krossviði:
Hálfum öðrum tíma seinna var ég búinn að tálga hann til og púðinn var næstum tilbúinn:
Hér er hann á sínum stað á skrokknum.
Nú þarf ég bara að búa hinn til og finna út hvernig ég get klætt þá með leðri þannig að það líti út fyrir að vera sannfærandi
Síðan byrjaði ég á krasspúðunum framan til í flugmannskelfunum. Þeir eru gerðir úr fimm lögum af 3mm balsa og einu lagi af 0,8mm krossviði. Ég byrjaði með því að skera burtu svæðið þar sem púðinn er og máta krossviðar ræmuna í:
Síðan skar ég 3mm balsann þvert á trefjarnar, bleytti hann og festi hann á skrokkinn með límbandi til að hann tæki á sig rétta lögun:
Síðan límdi ég balsalögin á eitt af öðru á meðan púðinn sat á sínum stað á skrokknum, en passaði mig á því a líma hann þó ekki fastan. Í lokin var ég kominn með 15mm þykkan banana úr balsa og krossviði:
Hálfum öðrum tíma seinna var ég búinn að tálga hann til og púðinn var næstum tilbúinn:
Hér er hann á sínum stað á skrokknum.
Nú þarf ég bara að búa hinn til og finna út hvernig ég get klætt þá með leðri þannig að það líti út fyrir að vera sannfærandi
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Meira „bling“ á skrokkinn. Í þetta sinn beygði ég til tvo búta af prentplötu úr álu og setti göt á þær:
Síðan límdi ég þær og skrúfaði fyrir ofan hliðarstýrisstöngina þar sem hún kemur út úr skrokknum. Þessi álprófíll var settur þarna til að koma í veg fyrir að stýrisstöngin bognaði og festi sig á stangirnar í skrokknum. (Ætli þetta hafi verið hugsað svona frá upphafi eða bætt við eftirá þegar menn tóku eftir að stöngin vildi festast?).
Síðan notaði ég Polyurethane freyðilím til að líma niður olíutankinn ásamt nokkrum skrúfum á réttum stöðum:
Síðan límdi ég þær og skrúfaði fyrir ofan hliðarstýrisstöngina þar sem hún kemur út úr skrokknum. Þessi álprófíll var settur þarna til að koma í veg fyrir að stýrisstöngin bognaði og festi sig á stangirnar í skrokknum. (Ætli þetta hafi verið hugsað svona frá upphafi eða bætt við eftirá þegar menn tóku eftir að stöngin vildi festast?).
Síðan notaði ég Polyurethane freyðilím til að líma niður olíutankinn ásamt nokkrum skrúfum á réttum stöðum:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: 30% Tiger Moth
Enn er smíðað, þó hægt gangi.
Ég bjó til lokið yfir farangursgeymslunni úr álplötu og límdi hana á með þykku Zappi. Krókarnir eru úr sama efni og límdir og hnoðaðir á með fínum nöglum. Hespurnar eru úr 3x3mm plaststöngum og lykkjum úr þunnum vír:
Ég varði vélarrýmið fyrir olíu og öðru gumsi með því að sprauta svörtum lit þar og síðan pensla yfir með epoxy kvoðu. Flott, hvað?
Mér finnst gaman að tálga úr balsa og núna tálgaði ég útblástursrörið. Ég byrjaði á því að teina upp útlínur rörsins og síðan sagaði ég það út ur þykkum balsakubbi með tifsöginni:
Eftir helling af tálgi og pússi og fyllingum og pússi og grunni og pússi þá ssprautaði ég matt svartan lit á rörið og sáldraði salti oní blauta málninguna. Þetta er niðurstaðan:
Nú þarf ég bara að ná mér í smávegis olíumálningu í Litalandi og gera tilraunir með að fá út brenndan málm og ryð.
Ég bjó til lokið yfir farangursgeymslunni úr álplötu og límdi hana á með þykku Zappi. Krókarnir eru úr sama efni og límdir og hnoðaðir á með fínum nöglum. Hespurnar eru úr 3x3mm plaststöngum og lykkjum úr þunnum vír:
Ég varði vélarrýmið fyrir olíu og öðru gumsi með því að sprauta svörtum lit þar og síðan pensla yfir með epoxy kvoðu. Flott, hvað?
Mér finnst gaman að tálga úr balsa og núna tálgaði ég útblástursrörið. Ég byrjaði á því að teina upp útlínur rörsins og síðan sagaði ég það út ur þykkum balsakubbi með tifsöginni:
Eftir helling af tálgi og pússi og fyllingum og pússi og grunni og pússi þá ssprautaði ég matt svartan lit á rörið og sáldraði salti oní blauta málninguna. Þetta er niðurstaðan:
Nú þarf ég bara að ná mér í smávegis olíumálningu í Litalandi og gera tilraunir með að fá út brenndan málm og ryð.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: 30% Tiger Moth
[quote=Gaui]Enn er smíðað, þó hægt gangi.[/quote]
Ja ef þetta er hægt, þá er ég ekki einu sinni með lífsmarki
Ja ef þetta er hægt, þá er ég ekki einu sinni með lífsmarki
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: 30% Tiger Moth
Jæja, þá eru prófin búin, ég er búinn að fara yfir allar úrlausnir nemenda og útskriftin er á laugardag. Til að dreifa huganum frá enskuprófunum kíkti ég við og við á mælaborðin í Tigernum. Þau komu út skorin frá Englandi og ég velti lengi fyrir mér auðveldustu leiðinni til að gera þau sæmilega útlítandi (ég ætla svosem ekki að fara út í neina ofur-eftirlíkingu hérna af því það bara kostar of mikið).
Það sem ég gerði í lokin var að setja annað mælaborðið í skannan og skanna það í PhotoShop. Síðan leitaði ég á Internetinu af myndum af mælum og setti þá í myndina og stækkaði og minnkaði eftir atvikum. Svo prentaði ég út mælana á ljósmyndapappír til að ég gæti límt þá aftan á mælaborðin.
Hringana í kringum mælana gerði ég með því að klippa út ferninga úr 0,8mm styrene plasti og líma þá yfir götin. Síðan notaði ég gamla pússitromlu í Dremlinum mínum til að stinga í gegn. Ég komst að því að ég fékk mun jafnara gat þannig en að skera bara með beittum hníf.
Hér er efnið:
Hillurnar undir áttavitana gerði ég út ál-prentplötu sem ég klippti út og beygði. Áttavitarnir sjálfir eru bara balsadiskar og styreneplast sem ég límdi saman.
Eftir smá málningu líta mælaborðin svona út. Mér finnst þetta bara alveg nógu gott:
Mig langar til að fara að mála fljótlega, svo ég fór með Tigerinn út í garð á kyrrum vorkvöldum og sprautaði grunninn á. Ég nota málningu sem kallast Comma Wheel Paint. Hún bindur sig vel í Solartexið án þess að fylla dúkinn og gerir hann algerlega ógagnsæjan. Það er mikilvægt með lit eins og gulan, sem þekur yfirleitt ekki vel, að sólin geti ekki skinið í gegnum hann: maður vill ekki sjá skugga af innvolsi vélarinnar á meðan hún flýgur. Þannig gerir felguspreyið tvöfalt gagn.
Ég fór niður í Litaland í gær með bókina mína British Aviation Colours of WWII og bað þá um að blanda litina fyrir mig. Ég nota Vitretex útimálningu. Yfir hana ætla ég síðan að sprauta polyurethane málningu sem gefur smá glans og ver litinn fyrir eldsneyti og olíu. Ég var smá hissa á því hvað ég þarf marga liti. Það eru sjö mismunandi litir og svo hvítt og svart, þannig að ég þarf heila níu lítra af málningu.
Það sem ég gerði í lokin var að setja annað mælaborðið í skannan og skanna það í PhotoShop. Síðan leitaði ég á Internetinu af myndum af mælum og setti þá í myndina og stækkaði og minnkaði eftir atvikum. Svo prentaði ég út mælana á ljósmyndapappír til að ég gæti límt þá aftan á mælaborðin.
Hringana í kringum mælana gerði ég með því að klippa út ferninga úr 0,8mm styrene plasti og líma þá yfir götin. Síðan notaði ég gamla pússitromlu í Dremlinum mínum til að stinga í gegn. Ég komst að því að ég fékk mun jafnara gat þannig en að skera bara með beittum hníf.
Hér er efnið:
Hillurnar undir áttavitana gerði ég út ál-prentplötu sem ég klippti út og beygði. Áttavitarnir sjálfir eru bara balsadiskar og styreneplast sem ég límdi saman.
Eftir smá málningu líta mælaborðin svona út. Mér finnst þetta bara alveg nógu gott:
Mig langar til að fara að mála fljótlega, svo ég fór með Tigerinn út í garð á kyrrum vorkvöldum og sprautaði grunninn á. Ég nota málningu sem kallast Comma Wheel Paint. Hún bindur sig vel í Solartexið án þess að fylla dúkinn og gerir hann algerlega ógagnsæjan. Það er mikilvægt með lit eins og gulan, sem þekur yfirleitt ekki vel, að sólin geti ekki skinið í gegnum hann: maður vill ekki sjá skugga af innvolsi vélarinnar á meðan hún flýgur. Þannig gerir felguspreyið tvöfalt gagn.
Ég fór niður í Litaland í gær með bókina mína British Aviation Colours of WWII og bað þá um að blanda litina fyrir mig. Ég nota Vitretex útimálningu. Yfir hana ætla ég síðan að sprauta polyurethane málningu sem gefur smá glans og ver litinn fyrir eldsneyti og olíu. Ég var smá hissa á því hvað ég þarf marga liti. Það eru sjö mismunandi litir og svo hvítt og svart, þannig að ég þarf heila níu lítra af málningu.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði