Síða 10 af 60

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Nóv. 2009 20:18:28
eftir Gaui
Eins og sumir vita, þá er einn smíðafélaginn í skúrnum á Geísará svartur með fjórar fætur. Hann smíðar ekkert viðlíka eins og við hinir, en hann þarf alltaf að mæta í skúrinn og vill bara vera hjá okkur. Stundum velur hann sér þó ekki bestu staðina til að liggja á og bíða eftir því að einhver fái sér kex. Þá er bara að vera nógu lappalangur til að geta staðið allt í kringum hann.

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 4. Jan. 2010 01:01:59
eftir Guðjón
er ekkert að frétta af smíðunum ykkar?

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 4. Jan. 2010 17:11:59
eftir Árni H
[quote=Guðjón]er ekkert að frétta af smíðunum ykkar?[/quote]
Jújú - en það æðir svo sem ekkert áfram. Það styttist í klæðningu, sparsl og trebba í vængnum hjá mér.

Vængrörið komið í og bara eftir að klæða að neðan með balsa.
Mynd

Mummi og Gaui eru að vinna í skrokkunum - mörg handtök og smá :)

Kv,

Árni H

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 4. Jan. 2010 19:08:00
eftir Haraldur
Er þetta glassúr á vængrörinu?

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 4. Jan. 2010 22:02:28
eftir Gaui
Glassúr er ágætt nafn á þetta. Þetta er blanda sem Árni bjó til af því hann átti ekki MicroBalloons: epoxý og matarsóti. Það má líka nota talkúm.

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 4. Jan. 2010 23:07:29
eftir Árni H
Hehe - það átti enginn að taka eftir sóðaskapnum Mynd
Glassúr er hins vegar fínt nýyrði á svona ósóma! Prófa kannski flórsykur næst...

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 5. Jan. 2010 21:37:39
eftir Björn G Leifsson
Nei... en sætt!

:D

Kveðjur frá Istanbúl
BGL

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 10. Jan. 2010 17:02:48
eftir Gaui
Jæja, enn er smíðað á Grísará.

Sveinbjörn keypti sér einn Tiger 60 frá Usa, en fyrir einhvern misskilning kom bara hluti sendingarinnar. Hinn hlutinn hefur líklega endað í aðalstöðvum SAS í Kaupm.h. Það er samt ekki ástæða til að byrja ekki á módelinu:

Mynd

Mumma gengur vel með Fokkerinn og hér er hann að vanda sig við að sprauta KR litina á stélið. Maður sér að hann er að vanda sig af þvi það kemur fram í einbeitingarsvipnum á andlitinu:

Mynd

Rúnar keik við og límdi síðasta stikkið í Stikkaravænginn.

Mynd

Óli Njáll hélt áfram með sinn Stikk: nú var það stélið sem fór á skrokkinn og seinna um kvöldið balsatoppurinn ofan á hann. Þetta skotgengur hjá kallinum.

Mynd

Árni er ennþá að dúlla sér við Fokker vænginn og hér er hann að setja saman neðra skinnið á vængendana.

Mynd

Og svo fór Mummi að klæða Fokkerskrokkinn með hvítu Solartexi.

Mynd

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 23. Jan. 2010 10:52:48
eftir Árni H
Nokkrar myndir frá síðasta fimmtudagi - allt í rólegheitum í sveitinni en að Grísará fauk balsinn sem fyrr.
Mynd
Spekúlerað í D.VIII

Mynd
Önnum kafnir flugmódelmenn (Myndin ætti eiginlega að heita: Hvar er Sveinbjörn?)

Mynd

Mynd
Flugstjórnarklefarnir mátaðir af tveimur umsækjendum um stöður flugmanna hjá Jasta 6. Annar virðist hokinn af reynslu og tók öllu með stóískri ró en hinn fölnaði svolítið þegar hann sá hvaða vinnuumhverfi var í boði ;)

Lífið gengur sem sagt sinn vangagang hjá "The Fokkers" að Grísará.

Kveðjur,
Árni Hrólfur

Re: Smíðað á Grísará

Póstað: 24. Jan. 2010 09:48:48
eftir Gaui
Smá meira frá fimmtudeginum.

Siggi frá Grenivík kom og byrjaði að setja saman Decathlon:

Mynd

og Rúnar pússaði vænginn sinn:

Mynd

Svo læddist Krían inn í skúr, sem hún veit hún má ekki) og Mummi verðlaunaði hana fyrir ódæðið með því að gefa henni kex:

Mynd