Síða 10 af 31

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Okt. 2009 09:27:27
eftir maggikri
[quote=Gaui]Reynsluhundunum í kringum hann fannst undarlegt að það var slökkt á rofanum þegar að brakinu var komið.

Getur hugsast að þegar Mummi gaf inn til að fara á loft, þá hafi rofinn hrokkið í AF stöðu?

Þetta atvik náðist því miður ekki á vídeo, en módelið tók þannig boga upp og síðan niður, að það var ljóst að það var enginn að stýra því. Ef Mummi hefði haft stjórn, þá hafði hann nægan tíma til að leiðrétta og stýra, en ekkert gerðist, svo við erum núna að kenna rofanum um þangað til annað líklegra finnst.[/quote]
Gaui! lýsingin þín á þessu getur vel átt við rafmagnsleysi í vélinni. Ég hef séð þetta tvisvar sinnum gerast. Í annað skiptið hjá mér á Big Stik alveg eins vél(hefur ekkert með vélina að gera)á skíðum þar sem víbringur í hægagangi og lítil mótstaða þegar vél er á skiðum veldur því að rofinn fer á off. Í hitt skiptið var svipað tilfelli nema þar var vél á dekkjum og þegar komið var að flakinu var enginn straumur á vélinni og rofinn á off. Þær taka einmitt boga upp og svo beint (vertical í jörðina).
kv
MK

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Okt. 2009 13:03:22
eftir Árni H
Maggi, við verðum bara að gæta þess að sleppa öllu sem heitir vertical þegar við smíðum Stick :lol: Verticaldraugurinn lék Stikkinn hans Mumma reyndar býsna grátt en ég veit að hann mun rísa úr öskustónni tvíefldur (enda fljúga svona vélar bara betur með smávegis aukalími) :)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 6. Okt. 2009 16:21:00
eftir maggikri
[quote=Árni H]Maggi, við verðum bara að gæta þess að sleppa öllu sem heitir vertical þegar við smíðum Stick :lol: Verticaldraugurinn lék Stikkinn hans Mumma reyndar býsna grátt en ég veit að hann mun rísa úr öskustónni tvíefldur (enda fljúga svona vélar bara betur með smávegis aukalími) :)[/quote]
Já þær eru ódrepandi þessar vélar og auðvelta gera við þær Árni.
kv
MK

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Okt. 2009 14:50:48
eftir Árni H
Það flýtir líka fyrir að þekkja innviðina - ég held að Stikkarinn hjá Mummanum muni bara batna við þessar svaðilfarir ;)

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Okt. 2009 16:26:04
eftir Stebbi Magg
Maggi: er þetta ekki svipað og þegar Trainerinn hjá okkur bræðrum krassaði sælla minninga á Arnarvelli. Hún flaug fínt en svo skyndilega í láréttu flugi þá var eins og smá hnykkur kæmi á hana og hún stakkst í jörðina. Ég hef alltaf grunað rofann. Það er eins gott að huga vel að frágangi á honum.

kv
Stebbi Magg

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 7. Okt. 2009 23:10:54
eftir maggikri
[quote=Stebbi Magg]Maggi: er þetta ekki svipað og þegar Trainerinn hjá okkur bræðrum krassaði sælla minninga á Arnarvelli. Hún flaug fínt en svo skyndilega í láréttu flugi þá var eins og smá hnykkur kæmi á hana og hún stakkst í jörðina. Ég hef alltaf grunað rofann. Það er eins gott að huga vel að frágangi á honum.

kv
Stebbi Magg[/quote]
Stebbi: Ég er einmitt að vitna í það sem seinni vélin sem ég nefndi í póstinum hérna fyrir framan.
kv
MK

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 16. Okt. 2009 21:41:31
eftir Gaui
Hérna koma nokkur öppdeit af Fokkernum hans Mumma. Það er búið að sprauta fylligrunni á glerfíberinn og síðan pússaði Mummi mest af honum i burtu:

Mynd

Þegar það var búið, þá sprautaði hann aftur og setti P38 fylliefni allstaðar sem hann fann misfellur:

Mynd

Svo var grófpússað yfir fyllinn og svo virkilega sprautað af krafti þar til ekki sást milli horna í bílskúrnum:

Mynd

Nú bíður þetta bara eftir fínpússnigunni -- þá fer vængurinn að verða góður og líklega kominn tími til að tengja hann við skrokkinn.

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 31. Okt. 2009 12:30:29
eftir Árni H
Fokkerarnir mjakast áfram:
Gaui og Mummi brasa í vængnum hans Mumma.
Mynd

Vængrörin staðsett í vængmiðjunni hjá Árna og yfirsmiðurinn fylgist vakandi með smíðinni (eða búinn að drekka of mikið kaffi)
Mynd

Styrkingar fyrir vængrörin límdar á sinn stað
Mynd

Kv,
Árni H

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 1. Nóv. 2009 16:20:55
eftir Gaui
Árni datt niður á það sem hann kallaði „brilljant lausn“. Hann ætlaði að fara að líma vængrörið í miðjuna sína, en átti ekki til Mæróballúns til að þykkja epoxýið. „Snjalla“ lausnin fólst í því að stela matarsódakrúsinni hennar Kristínar og skófla honum í epoxýið. Það er greinilegt á meðfylgjandi mynd að Mummi hefur heyrt snjallara:

Mynd

Árni endaði með gulgrænt mauk sem hann mokaði ofan á vængrörið. Þegar maður skoðar þetta, þá er eins og verulega kvefaður maður hafi sogið duglega og djúpt upp í nefið og síðan hrækt því á vængsmíðina (þið afsakið þessa samlíkingu):

Mynd

Á meðan teiknaði Mummi strik á vænginn sinn þar sem krossviðarklæðningin er á orgínalinum og límdi síðan niður límband til að fá upphleypta brún með fylligrunni, eins og Sverrir sýndi okkur svo skemmtilega.

Mynd

Bæ ðö vei, Sverrir, hvernig gengur með P47?

Re: Fokker D.VIII

Póstað: 1. Nóv. 2009 16:27:45
eftir Sverrir
Bara ljómandi, nánast klár í málun(eins og síðasta vor). ;)