Re: Vefmyndavélar af módelflugvöllum
Póstað: 7. Apr. 2014 22:30:50
[quote=einarak][quote=Agust]Komið í lag, í bili að minnsta kosti.
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/[/quote]
Þarf rafhlaðan að vera í símanum, mætti ekki tengja beint frá aflgjafanum í símann og sleppa rafhlöðinni? Þá er ég líka að hugsa hreinlega varðandi brunahættu ef hleðslustýringinn klikkar og ofhleður rafhlöðuna[/quote]
Ég veit ekki hvað síminn þarf mikinn straum meðan hann er að senda, en ef sendiaflið út er 2 wött og nýtnin 50% þá þarf 4 wött til að aflfæða símann meðan hann er að senda. Rafhlaðan er 4V svo þetta jafngildir um 1 amperi. Þetta 1 amper þarf aflgjafinn að geta gefið ef engin rafhlaða er í símanum til að taka á sig straumtoppana.
Hleðsluspennan er viljandi höfð lág, 3,9V í stað 4,2V. Lægri spennan 3,9V jafngildir um 60% hleðslu (gróflega reiknað) en 4,2V 100% hleðslu. Lægri spennan er nærri því spennugildi sem mælt er með að lithium rafhlöður sem eru í eru í langtímageymslu hafi. Þetta ætti að minnka hættu á að rafhlaðan springi vegna ofhleðslu og auka líftíma hennar.
Hleðslutækið getur mest gefið 0,1 amper, en LM317 spennustillirinn þolir rúmlega 10 sinnum meiri straum. Viðnámið í seríu við innganginn og díóðuna takmarkar strauminn við þetta gildi, þannig að þessi gerð af hleðslurás ætti að vera nokkuð traust.
- Rafgeymaspennan var 12.1V.
- Rafhlöðuspennan í símanum var 3,9V, eins og ég stillti hleðslutækið á.
- Slökkt var á símanum. Þegar ég ræsti hann sýndi hleðslumælirinn á skjánum ca 60%. Ræsti síðan MobileWebCam appið og allt hrökk í gang. Myndin sýnir nú 56% hleðslu.
Þetta virðist vera eitthvað eins og í ágiskun 2) hér að ofan. Þarf að kanna betur.
http://agust.net/rc/webcam/[/quote]
Þarf rafhlaðan að vera í símanum, mætti ekki tengja beint frá aflgjafanum í símann og sleppa rafhlöðinni? Þá er ég líka að hugsa hreinlega varðandi brunahættu ef hleðslustýringinn klikkar og ofhleður rafhlöðuna[/quote]
Ég veit ekki hvað síminn þarf mikinn straum meðan hann er að senda, en ef sendiaflið út er 2 wött og nýtnin 50% þá þarf 4 wött til að aflfæða símann meðan hann er að senda. Rafhlaðan er 4V svo þetta jafngildir um 1 amperi. Þetta 1 amper þarf aflgjafinn að geta gefið ef engin rafhlaða er í símanum til að taka á sig straumtoppana.
Hleðsluspennan er viljandi höfð lág, 3,9V í stað 4,2V. Lægri spennan 3,9V jafngildir um 60% hleðslu (gróflega reiknað) en 4,2V 100% hleðslu. Lægri spennan er nærri því spennugildi sem mælt er með að lithium rafhlöður sem eru í eru í langtímageymslu hafi. Þetta ætti að minnka hættu á að rafhlaðan springi vegna ofhleðslu og auka líftíma hennar.
Hleðslutækið getur mest gefið 0,1 amper, en LM317 spennustillirinn þolir rúmlega 10 sinnum meiri straum. Viðnámið í seríu við innganginn og díóðuna takmarkar strauminn við þetta gildi, þannig að þessi gerð af hleðslurás ætti að vera nokkuð traust.