Baunaflug

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Baunaflug

Póstur eftir Böðvar »

Sælir allir

Var að tala við Guðmund Geirmundsson sem er í mótanefnd hjá Smástund varðandi Baunaflugs mótið sagði að því hefði verið frestað til kl. 15 í dag Laugardag. Það var aðeins of mikill vindur um hádegi en er að lægja spáin er góð,

Upplagt að skreppa austur fyrir fjall og fá mótastemningu beint í æð.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Baunaflug

Póstur eftir Sverrir »

Jæja, hvernig væri nú að fá smá lýsingu á því hvernig mönnum fannst keppnin koma út í samanburði við hefðbundnari keppnir s.s. lendingarkeppni og pylon race.

Meira/minna skemmtanagildi eða er þetta ekki bara allt jafn skemmtilegt :D

Verst að þegar það kemur loksins skala keppni sem maður gæti tekið þátt í þá verður maður ekki á landinu, hver vil fara með Stukuna mína fyrir mig?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Baunaflug

Póstur eftir Böðvar »

Sælir :)

Í Baunaflugs keppni sýst allt um baunir frá baunum til bauna en aðalega ekki baun í bala.

Að aka frá Hafnarfirði að flugvelli Smástundar á Eyrarbakka og ekið Heiðmörkina og Þrengslin eru þetta um 67 km. og tók mig um 50 mín. að aka á venjulegum flughraða 80 til 90 KM verð samt að taka tillit til mót eða meðvindar, en hvað væri þá bensín eyðslan á Zenoah 23 ?? hvað þarf mikið auka eldsneyti um borð ?

Ég er með þessa áráttu að þurfa alltaf að mæla vegalengdir og tíma fyrir væntanlegt langflug sem ég ætla endilega að endurtaka á Piper Cub sem einmitt er orðin 30 ára á þessu ári sem flaug 1990 frá Hamranesflugvelli til Helluflugvallar sem var Íslandsmet í langflugi og stendur en óhaggað.
Eru ekki einhverjir módelmenn sem vilja reyna langflug ?

Ég ætlaði ekki að ræða um langflug heldur einmitt tilgangi þessarar ferðar austur fyrir fjall að taka þátt í Baunaflugsmóti.
Það sem ég tók fyrst eftir þegar ég kom á Eyrarbakka flugvöllinn þeirra Smástundar módelmanna hvað allir voru vingjarnlegir og áhugasamir um flugmódelsportirð og taka vel á móti manni þannig að ég hafði einstaklega gaman að taka þátt í þessu móti.

Það var mjög snúið að halda þessum 10 kjúklingabaunum í plastmálinu ég er viss um að baunirnar hafi verið of þroskaðar sá ekki betur en að vængirnir hafi verið byrjaðir að vaxa á kjúklingabaunirnar. :)

Það þurfti ótrúlega lítið til að baunirnar skoppuðu sína leið hvort sem var í flugtakinu eða grófri lendingu og ég tala nú ekki um þegar þarf að taka tvær bakfallslykkjur, halda þyngdarkraftinum réttum allann hringinn.

Það gekk miklu betur að halda frosnum grænum baunum í málinu ég var heppinn fékk sérlega frosnar baunir sem voru að þyðna og rakin límdi þær við plastmálið.

það segir sitt hvað þessi keppni er snúin að eftir tvær flugtilraunir var ég bara með tvær Ora baunir eftir í plastmálinu, var búinn að missa alls 18 baunir út í veður og vind en lenti samt í þriðja sæti af öllum keppendum.

Baunaflugið er mjög skemtileg allar gerðir og stærðir módela geta tekið þátt, það getur vel verið að ég breyti lendingarkeppninni / Pilon race keppninni sem á að vera 14. ágúst út á Hamranesi og hafi baunaflug með eithvað sem allir ættu að hafa gaman að.

Hvernig ætli verði umhorfs á Eyrarbakka flugvelli og nágreni í framtíðinni ætli þar muni vaxa fagurgrænir baunalundir og matmiklir bauna kjúklingar?
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Baunaflug

Póstur eftir Sverrir »

Uss, eru þeir strax byrjaðir að planta í kringum völlinn.

Við munum nú öll eftir sögunni af Jóa og Baunagrasinu, ekki langar mig að hafa fullt af baunagrösum í kringum flugvöllinn ;)

En með langflugið, hver var meðalhraðinn á þessari leið?
Maður er alltaf að velta því fyrir sér hvort það væri vinnandi vegur að fara lengri leið með módelið ef flugmaðurinn væri líka um borð í flugvél.

Er það ekki það eina sem er eftir að prófa fyrst Hvalfjarðargöngin eru að baki ;)
Ah, það var nú skemmtun í lagi, gleymi aldrei svipnum á þýska túristanum sem kom aðvífandi á gráum Yaris og hafði bara gaman af því að fylgjast með okkur um hánótt í þessum tilfæringum.
Fyrir utan allar fríu ferðirnir í gegnum göngin og fá tækifæri til að loka þeim.

Ég gróf upp fréttina af gamla Fréttavefnum og fylgir hún hér fyrir neðan,
myndband frá þessu má sjá hérna.

**************************
23/06/2000
Í nótt um klukkan 2 var lagt í Hvalfjarðargangaflugið.
Búið var að fá pallbíl með sætum fyrir Böðvar og
myndatökumann.
Böðvar var með Sportman vél sína í fluginu og var flogið
frá gangnamunanum sunnan megin.
Björgúlfur kom fast á hæla þeirra sem vottunaraðili frá FAI.

Allt leit vel út í fyrstu en svo lenti Böðvar í einhverri
ókyrrð en náði á frábæran hátt að redda sér úr málunum.
Eftir að vélin hafði flogið beint og fallegt flug í smástund
þá fór hún allt í einu stjórnlaust niður.
Þegar farið var að skoða vídeómyndir af fluginu kom í ljós að
vængurinn losnar upp að aftan og eins og allir vita þá flýgur
flugvél ekki langt vænglaus!

En eftir stendur að Heimsmet hefur verið sett.
Fyrsta flug undir sjávarmáli í heiminum hér á Íslandi.

Hugur stendur til við annað tækifæri að reyna að fljúga í
gegnum göngin ef leyfi fæst.
Það verður að teljast alveg einstakt að leyfi skyldi fást hjá
forráðamönnum Spalar og er þeim þökkuð samvinnan.

Er mönnum bent á að fylgjast með 19-20 í kvöld en von
er á myndum frá fluginu.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Baunaflug

Póstur eftir Böðvar »

Langflugið 18 ágúst 1990 helstu upplýsingar er á Flugsögur.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Baunaflug

Póstur eftir Sverrir »

Spurning hvort maður panti ekki bara hjá þér eins og einn pistill um sögu þessa merkilega grips, megum ekki týna niður fróðleiknum í kringum sportið :)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Baunaflug

Póstur eftir Böðvar »

Ok Sverrir því ekki það ;) ég held að Fréttavefur flugmódelmanna sé bara góður staður til að skrifa endurmynningar allavega þarf einhverstaðar að skrifa þetta niður, hvort sem einhver nennir að lesa það eða ekki.
Ég ætla þá að skrifa söguna um Piper Cub módelið eins og ég man í þráðin flugsögr í smá skömtum eins og ég hef tíma til.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11599
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Baunaflug

Póstur eftir Sverrir »

Ekki málið, kannski er málið að setja upp nýja flokk sem heitir Flugsögur ?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Böðvar
Póstar: 484
Skráður: 17. Apr. 2004 09:20:53

Re: Baunaflug

Póstur eftir Böðvar »

Sæll Sverrir jú væri það ekki málið að búa til nýjan flokk Flugsögur passar ekki að vera á fréttir á vefnum, eða það sem væri gama að fá litla heimasíðu sem opnast þegar klikkað er á ljósmynd eins og söguna um Piperinn það eru líka til fjöldi ljósmynda eins og þegar Óli Sverris krassaði pattern vélinni sinni inn í hliðina á Piper Cub yfir Suðurnesja flugvelli manstu eftir því ? og filmubútar til í áralangri sögu módelsins, er það hægt ?
Svara