Mér datt í hug um daginn svona af því að nemesis var að verða klár að aðeins blinga í leiðinni.
Ég tók tune-pípuna sem ég fekk notaða og var svoldið farin að láta á sjá, og sjænaði hana til.
Pípan er Macs 90-1.20
Svona leit hún út í upphafi
Fyrst þarf að þrífa álið. Ofnahreinsir er tilvalinn í það, láta hann lyggja á í nokkrar mínutur og hreinsa svo með bursta og vatni.
Hann leysir einnig upp húðina á álinu ef hún er einhver, og skilur álið eftir "opið til vinnslu".
Hér er búið að þrífa og þurka.
Hérna var ég svo búinn að setja 10mm tein í gegnum pípuna og festa teininn í patrónuna á borvél.
Ég setti strigateip og hosuklemmur til að pípan myndi ekki snúast á teininum:
Hérna er svo endinn á teininum kominn í skrúfstykkið (ekki herða) og þá erum við komin með rennibekk:
Fyrst byrjaði ég á því að taka á stærstu/dýpstu rispunum með 240 grid sandpappír. Ég þorði ekki að púsa það mikið að ég næði þeim alveg úr, því ég vildi ekki þynna efnið of mikið og þarna á þessu svæði er pípan soðin saman. Svo ég þurfti að sætta mig við smá rispur sem ekki var unnt að ná úr. En það ber hvort eð er ekki mikið á þeim þegar vinnuni er lokið.
Svo var ekkert annað en hefjast handa í bekknum, sanpappírinn í vinstri og borvélin í hægri.
Byrjum á að taka alla pípuna með 240grit til að ná öllum grófum rispum og skemmdum úr.
Hérna er 240 lokið og áferðin frekar gróf.
Þá förum við næst í 400 grit þurrpappír, og þá er áferðin enn vel gróf.
Nú fer að færast fjör í leikinn. Næst nota ég 400 blaut pappír. Þá er ég með blatann svamp í hendinni sem ég kreisti vatnið úr eftir þörfum á meðan ég slípa. Vatnið lekur svo af pípunni í bakkann á borðinu (snjallt ha?)
Hérna er umferðinni með 400 blautpappír lokið og áferðin öll að verða sléttari.
Þá er tek ég 1200 blautpappír næst, ég hefði einnig notað 2000 blautpappír í fullkomnun en þar sem ég átti hann ekki til og pípan var ekki það góð fyrir var ég svosem ekkert að setja það fyrir mig þar sem áferðin eftir 1200 er mjög fín einsog sjá má.
Svo að lokum er það skemmtilegasti parturinn, póleringin. Ég notaði í verkið Autoglym Metal Polish og stífar bréfþurkur. En það er að sjálfsögðu hægt að nota hvaða málmfægir, málmbón, krómfægir eða poleringarmassa sem er.
Þarna er svo farið eins að og með sandpappír nema með bréfþurku með málmfægi.
Svona er svo útkoman eftir málmfægirinn, eftir að ég var búinn að hreinsa pípuna með þunnu bílabóni til að leisa upp leifar af fæginum.
Hérna er svo smá samanburður, pípan var töluvert verri heldur en hedderinn, þar sem þessi hedder er nýr (eða svo gott sem). En munurinn er augljós.
Bling Bling* Pólering
Re: Bling Bling* Pólering
Flott! Þetta er orðin hreinasta skarttjúnnpípa
Re: Bling Bling* Pólering
Vá þetta var flott!
Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Re: Bling Bling* Pólering
Ég get borið um að þetta er alls ekki eins mikil vinna og sýnist af myndunum hans Einars, en afskaplega gaman þegar maður er búinn. Ég „blingaði“ svona stóran hluta Sopwith Pup og hafði gaman af (sérstaklega eftir að Gummi var búinn að sýna mér hevrnig átti að gera þetta).
Fyrir:
Eftir:
Fyrir:
Eftir:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Bling Bling* Pólering
það er rétt hjá Gauja, þetta er alls ekki svo mikil vinna og ef málmurinn sem er verið að vinna með er í góðu ástandi fyrir þ.e. rispufrír er algerlega óþarfi að fara í eins grófann pappír og 240. Alveg nóg að byrja í 400 jafnvel 600.
En eitt sem ég gleymdi. Flestir álhlutir í þessu sporti eru anodizaðir (rafhúðun held ég það heiti á íslensku) og ef maður fjarlægir hana sem maður þarf að gera til að polera, þarfnast álið meira viðhalds, þ.e. það getur myndast oxun og útfellingar. En það eru til lausnir á því. Annað hvort að mála hlutinn með glæru lakki (ég er samt ekki með á hreinu hversu vel lakkið loðir við pólerað ál) eða bara massa þegar þess er þörf.
En eitt sem ég gleymdi. Flestir álhlutir í þessu sporti eru anodizaðir (rafhúðun held ég það heiti á íslensku) og ef maður fjarlægir hana sem maður þarf að gera til að polera, þarfnast álið meira viðhalds, þ.e. það getur myndast oxun og útfellingar. En það eru til lausnir á því. Annað hvort að mála hlutinn með glæru lakki (ég er samt ekki með á hreinu hversu vel lakkið loðir við pólerað ál) eða bara massa þegar þess er þörf.