Re: Meira upp en niður...
Póstað: 14. Jún. 2005 22:50:49
Það er ótrúlegt hvað oft er hægt að bæta flugeiginleika módelsins á einfaldan hátt. Ein aðferð er að stilla hallastýrin þannig að þau hreyfist meira upp en niður, en ekki jafn mikið.
Ég hef prófað þetta á flestum þeim módelum sem ég hef átt um ævina, og alltaf hefur árangurinn verið góður. Stundum hafa módelin breyst frá því að vera lúmsk og sífellt vera að hrekkja mann, yfir í að vera ljúf sem lamb.
Hvers vegna að hafa meiri hreyfingu upp en niður? Hallastýrið sem fer niður veldur meira dragi en hallastýrið sem fer upp, ef hreyfingar eru jafnar.
Hugsum okkur að beygt sé til hægri. Vinstra hallastýrið fer þá niður, en hægra upp. Dragið (loftmótstaðan) á vinstri væng verður þá meiri en á hægri væng, þannig að fyrstu viðbrögð módelsins geta verið að það geigar til vinstri, þó ætlunin hafi verið að beygja til hægri. Það svarar því í fyrstu öfugt!
Hugsum okkur enn að beygt sé til hægri. Við getum þá einnig lent í því að módelið ofrísi á vinstri væng og beinlínis falli til vinstri, þegar beygt er til hægri. Þetta gerist einna helst þegar flogið er hægt, t.d. þegar beygt er inn á flugbraut. Þetta er mjög óþægilegt og fyrstu viðbrögð eru að halda að um radíótruflun eða slæma bilun sé að ræða.
Með því einu að láta hallastýrið hreyfast meira upp en niður er oft hægt að lagfæra svona dynti, og munurinn er oft verulegur.
Hve miklu meira upp en niður? Varla er til algild regla, en ég hef oft byrjað á að minnka hreyfinguna "niður" í um 50%, en látið hreyfinguna "upp" halda sér í 100%. Sjálfsagt er að prófa sig áfram.
Hvernig er þetta gert? Margar fjarstýringar hafa möguleika á stillingu sem kallast "aileron differential". Þessi aðgerð er einmitt til þess að stilla á "meira upp en niður". Stundum eru aðrir möguleikar í fjarstýringunni sem gera svipað gagn. Ef engir slíkir möguleikar eru fyrir hendi er hægt að hafa arminn á stýrivélinni aðeins "skakkan" þannig að hreyfingin á hallastýrinu verði mismikil upp eða niður.
Ég notaði þessa aðferð síðast í kvöld á Katana-180 og fann mikinn mun. Þar áður hafði ég notað aðferðina með góðum árangri á Big Lift og Cap 232.
Einföld aðgerð sem oft skilar miklum áarngri!
Sjá hér:
http://www.aerospaceweb.org/question/dy ... 0045.shtml
http://www.google.com/search?hl=is&q=%2 ... =Leita&lr=
Ég hef prófað þetta á flestum þeim módelum sem ég hef átt um ævina, og alltaf hefur árangurinn verið góður. Stundum hafa módelin breyst frá því að vera lúmsk og sífellt vera að hrekkja mann, yfir í að vera ljúf sem lamb.
Hvers vegna að hafa meiri hreyfingu upp en niður? Hallastýrið sem fer niður veldur meira dragi en hallastýrið sem fer upp, ef hreyfingar eru jafnar.
Hugsum okkur að beygt sé til hægri. Vinstra hallastýrið fer þá niður, en hægra upp. Dragið (loftmótstaðan) á vinstri væng verður þá meiri en á hægri væng, þannig að fyrstu viðbrögð módelsins geta verið að það geigar til vinstri, þó ætlunin hafi verið að beygja til hægri. Það svarar því í fyrstu öfugt!
Hugsum okkur enn að beygt sé til hægri. Við getum þá einnig lent í því að módelið ofrísi á vinstri væng og beinlínis falli til vinstri, þegar beygt er til hægri. Þetta gerist einna helst þegar flogið er hægt, t.d. þegar beygt er inn á flugbraut. Þetta er mjög óþægilegt og fyrstu viðbrögð eru að halda að um radíótruflun eða slæma bilun sé að ræða.
Með því einu að láta hallastýrið hreyfast meira upp en niður er oft hægt að lagfæra svona dynti, og munurinn er oft verulegur.
Hve miklu meira upp en niður? Varla er til algild regla, en ég hef oft byrjað á að minnka hreyfinguna "niður" í um 50%, en látið hreyfinguna "upp" halda sér í 100%. Sjálfsagt er að prófa sig áfram.
Hvernig er þetta gert? Margar fjarstýringar hafa möguleika á stillingu sem kallast "aileron differential". Þessi aðgerð er einmitt til þess að stilla á "meira upp en niður". Stundum eru aðrir möguleikar í fjarstýringunni sem gera svipað gagn. Ef engir slíkir möguleikar eru fyrir hendi er hægt að hafa arminn á stýrivélinni aðeins "skakkan" þannig að hreyfingin á hallastýrinu verði mismikil upp eða niður.
Ég notaði þessa aðferð síðast í kvöld á Katana-180 og fann mikinn mun. Þar áður hafði ég notað aðferðina með góðum árangri á Big Lift og Cap 232.
Einföld aðgerð sem oft skilar miklum áarngri!
Sjá hér:
http://www.aerospaceweb.org/question/dy ... 0045.shtml
http://www.google.com/search?hl=is&q=%2 ... =Leita&lr=