Vefsíða Þyts, enska síðan

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Ingþór
Póstar: 596
Skráður: 4. Feb. 2005 00:42:21

Re: Vefsíða Þyts, enska síðan

Póstur eftir Ingþór »

Hvernig væri að skella inn directions á vefsíðu þyts og jafnvel gps hnitum vallarins, það er svolítið erfitt að útskýra fyrir útlendingum "just drive down the kleifarvatns leið and törn left at the fish dræing stand you nó, where they make sygin ýsa or somþíng..."


veit einhver annars GPS hnitin?
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Passamynd
Agust
Póstar: 2984
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Vefsíða Þyts, enska síðan

Póstur eftir Agust »

Á miðri síðunni frá 1996 eru hnit Hamranesflugvallar:
http://brunnur.rt.is/ahb/thytur-old/viking.html

N 64°02.137'
W 021°56.921'



Smávegis á ensku um klúbbinn frá 1995:
http://brunnur.rt.is/ahb/thytur-old/thytur-2.html


Vantar ekki á íslensku Þyts síðuna upplýsingar um Hamranesflugvöll? Er Þytur með flugvöll og hvar er hann?









Frá 1995: ( http://brunnur.rt.is/ahb/thytur-old/thyt-faq.html )

Hamranesflugvöllur: Þetta er stærsti módelflugvöllur landsins, og með þeim glæsilegri í heiminum. Núvirði framkvæmda á svæðinu er um 10 milljón krónur svo að greiða verður fyrir afnot. Leiðarvísir: Ekið er suður í gegn um Hafnarfjörð, og beygt til vinstri inn á Krísuvíkurveg, skömmu eftir að komið er út úr bænum. Eftir Krísuvíkurvegi er ekið um 2 km, (um 500 metrum lengra en háspennulínan og gula spennistöðin) uns komið er að malarvegi sem liggur til vinstri. Á skilti á vegamótunum stendur "Hamranesflugvöllur". Eftir þessum vegi er ekið til norð- austurs um 1 km, þar til komið er að flugvellinum.



Hér hefði í dag þurft miklu flóknari leiðbeiningar, m.a. hvernig á að komast út úr öllum hringtorgunum á leiðinni.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11572
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Vefsíða Þyts, enska síðan

Póstur eftir Sverrir »

Það vantar áhugasaman einstakling/a til að sjá um heimasíðuna. Einhverjir sem gefa sig fram?
Icelandic Volcano Yeti
Svara