Þá er FMFA vefurinn (flugmodel.is) aftur að hrökkva í gang eftir nokkuð langt lamasess. Ég vek sérstaklega athygli á dagsetningu flugkomunnar góðu en það er búið að leggja inn pöntun fyrir sól og blíðu
Tilvalið tækifæri fyrir okkur fréttavefshauka að opna nokkra bauka um kvöldið...
Stórglæsileg síða. Neyddist til að fresta svefni til að skrifa e-ð
Styð þessa bauka hugmynd, annars sá ég þig ekki út á velli fyrstu helgina í júní þegar ég mætti galvaskur með Ju-87 til leiks.
Geri ráð fyrir að vera þarna á svæðinu helgina eftir Cosford þannig að þú færð annað tækifæri þá