Síða 1 af 5

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 20:38:02
eftir Messarinn
Gleðilegt ár félagar

Ég er að vona að með því að pósta hér nýjum smíða þræði um þennan YT Spitfire, að þá klári ég hann kannski með góðri hvattningu frá ykkur fyrir sumarið 2008. En Það er núna liðið meira enn ár síðan ég keypti þennan spittara af Þresti vini mínum og komin tími til að klára hann.
Mynd
Mynd

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 21:10:40
eftir Messarinn
Nú alltaf þegar maður byrjar á nýjum warbird þá reynir maður að finna flugvél sem var í stríðinu og einhvern flugmann enn þar sem þessi spittari kemur sprautaður þá þrengdist valið töluvert enn ég var svo sem ekki lengi að finna flugmanninn minn í bókaflóðinu mínu og ákvað ég að hafa fyrirmyndina af Air Vice-Marshal Johnny E Johnson (38 confirmed kills) mesti flugás í Evrópu. Að finna Color scheme-ið var öllu erfiðara en E-bay bjargaði mér hér og ég fann meira að segja son Johnny´s þegar ég verslaði mér undirritaða mynd/eftirprentun af vél Johnny´s sem heitir "Winged Victory" og Christopher sonurinn var að selja á E-bay
http://stores.ebay.com/Greycap-Aviation ... esstQQtZkm

Sonurinn var svo hrifinn af því að ég væri með Pabba sinn sem fyrirmynd að hann sendi mér með myndinni allskonar upplýsingar um spitfire flugvélarnar sem faðir hans flaug og fl.

Mynd
Mynd
Mynd
Takið eftir hvað innrásar rendurnar neðan á vængum eru gróflega málaðar á og hreinlega eru að mást af.

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 21:15:07
eftir Björn G Leifsson
Talandi um veðrun!!!

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 21:36:09
eftir Messarinn
[quote=Björn G Leifsson]Talandi um veðrun!!![/quote]
Já það var nú kannski ekki lagt mikið uppúr að málningin entist eitthvað þar sem ending þessara War bird-da var mæld í vikum eða mánuðum á stríðstímum, það var eitt af þrennu sem kom fyrir þessa stríðsfugla. Skotnir niður, brotlending, eða úreltir og þá sendir í æfingaskóla og þar krössuðu þeir endanlega.

Mynd


Árið félagi

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 22:05:59
eftir Guðni
Þetta er hreint ótrúlegt að sjá...bara handmálað..
maður þarf þá kanski ekkert að vera að vanda þessi flugmódel..:)
En mér líst vel á þennan Spitfire hjá þér Guðmundur, það verður gaman
að fylgjast með honum. Og já.. gleðilegt ár :)

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 22:24:40
eftir Messarinn
[quote=Guðni]Þetta er hreint ótrúlegt að sjá...bara handmálað..
maður þarf þá kanski ekkert að vera að vanda þessi flugmódel..:)
En mér líst vel á þennan Spitfire hjá þér Guðmundur, það verður gaman
að fylgjast með honum. Og já.. gleðilegt ár :)[/quote]
Já sömuleiðis vinur. Já maður er kannski alltof vandasamur með að mála warbirdana

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 31. Des. 2007 23:27:15
eftir maggikri
Hvaða mótorfák ætlar þú að vera með í gripnum.

kv
MK

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 1. Jan. 2008 00:14:49
eftir Messarinn
Ég verslaði mér beint frá RCV fyrirtækinu RCV120SP mótor
Mynd
Mynd
Hérna er ég að tilkeyra mótorinn í garðinum heima síðasta sumar

jæja þá er komið 2008
Gleðilegt nýtt ár alle sammen :) :) :)
Mynd

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 1. Jan. 2008 01:01:36
eftir maggikri
Flottur, gleðilegt ár
kv
MK

Re: YT Spitfire Mk XIV

Póstað: 1. Jan. 2008 03:19:49
eftir Björn G Leifsson
Skrýtið...???... er eitthvað bilað Sverrir. Hvert skipti sem ég renni yfir þennan þráð þá kolfestist skrunið á myndinni hér fyrir ofan, (þeirri neðri hjá Messaranum)????

já... og forresten... gleðilegt nýtt ár!!!