Síða 1 af 1

Re: Innflutningur

Póstað: 28. Jún. 2005 22:19:07
eftir Agust
Þegar ég panta frá útlöndum kemur sendill frá Íslandspósti með pakkann heim að kvöldi dags. Oft er ég þá ekki heima, og þurfa þá konan eða börnin að greiða aðflutningsgjöldin af leikföngum gamla mannsins.

Ég spurði Íslandspóst hvort ég gæti ekki bara fengið pakkann sendan á pósthúsið og sótt hann þangað. Ekkert mál. Bara skrifa "Vinsamlegast senda pakkann á pósthús 210 í Garðabæ. Verður sótt" í reitinn fyrir athugasemdir á bréfinu sem maður þarf að faxa til Íslandspósts. Pakkinn kemur þá á pósthúsið daginn eftir, en ekki heim.

Re: Innflutningur

Póstað: 29. Jún. 2005 03:32:02
eftir Sverrir
Gott að sjá að þeir halda þjónustunni í góðum horfum.

Svo má líka benda á það ef þið fáið bréf frá Póstinum þar sem þið eruð beðinn um leyfi til að opna
sendingu til að finna reikning og þurfið í framhaldinu að faxa eða fara með undirritað blað til þeirra,
það má víst ekki nota síma né tölvupóst, á þessari steinöld sem við lifum á ;)

En hvað um það, það sem ég vildi sagt hafa er það að ef þið eigið leið fram hjá Stórhöfða og hafið
ca. 5-10 mínútur á lausu þá er jafn gott að skjótast með skjalið beint þangað og þá fáið þið pakkann
afhentan þegar þeir eru búnir að ljúka sér af með hann.

Re: Innflutningur

Póstað: 29. Jún. 2005 08:33:58
eftir Agust
Áttu við að það þurfi ekki að faxa skjalið áður en skotist er með það á Stórhöfðann til að sækja pakkann?

Re: Innflutningur

Póstað: 29. Jún. 2005 10:12:21
eftir Sverrir
Jamm :D

Re: Innflutningur

Póstað: 29. Jún. 2005 10:56:00
eftir Agust
Gott að heyra. Ég hef nebbnilega stundum faxað fyrst, síðan hringt og eftir það skotist á höfðann :rolleyes:

Akkuru er mar svona fattlaus?

Re: Innflutningur

Póstað: 29. Jún. 2005 11:00:37
eftir Sverrir
Kannski af því að þeir gera ekki í því að kynna þennan möguleika.
Sem er kannski gott fyrir okkur sem vitum af honum ;)