Eru menn ekki vel stemdir og ætla að mæta á Stóra flugmódeldaginn á Hamranesi á laugardaginn 2. júlí.
Það væri gaman að heyra í ykkur hvort þið ætlið að mæta og hvort þið hafið með ykkur módel til að sýna eða jafnvel fljúga.
Við erum alltaf háðir veðrinu og samkvæmt veðurspá ætti þetta að geta verið dagur sem stendur undir nafni.
Stóri flugmódeldagurinn
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Fer dálítið eftir því hvernig næstu 2 dagar verða í vinnunni hjá mér hvort ég komist eður ei. Vonum það besta
Icelandic Volcano Yeti
Re: Stóri flugmódeldagurinn
ég læt sjá mig, og geri ráð fyrir einhverju flugi á 30 þyrlunni og 50 þyrlan fær kannski að fljóta með, en fer sennilega ekki í loftið (eftir að tilkeyra)
- - Þegar þú flýgur á hvolfi er niður upp og upp kostar pening - -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
- TT Raptor 90 - TT Raptor 50 - WestonUK MagnumR - SimProp Solution -
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Sælir, vegna hvað veðurhorfur fyrir laugardaginn 2 júlí og Sunnudaginn 3 júlí eru slæmar, bara rigning og er allt önnur veðurspá en var í gær þá er búið að taka ákvöðrun um að fresta Stóra flugmódeldeginum fram í ágúst, líklega helgina eftir Akureyrarmótið.
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Til fróðleiks.
Hér er veðursíða (Þeyr) með íslandskorti:
www.theyr.net.
Veljið Europe, Ísland, Reykjavík í gluggunum, og síðan skýjafar, vindur eða hitastig. Hægt er að skoða nokkra daga fram í tímann.
Eða beint á ísland:
http://theyr.net/cg/cny/I1f6f30/F=js*v* ... _Reykjavik
Hér er veðursíða (Þeyr) með íslandskorti:
www.theyr.net.
Veljið Europe, Ísland, Reykjavík í gluggunum, og síðan skýjafar, vindur eða hitastig. Hægt er að skoða nokkra daga fram í tímann.
Eða beint á ísland:
http://theyr.net/cg/cny/I1f6f30/F=js*v* ... _Reykjavik
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Sælir
Þegar tekin er ákvörðun um hvort á að halda stórmót já eða nei. þá er ekki hægt að bíða lengur með þá ákvörðun en til fimtudags morguns í síðasta lagi , Þetta snýst ekki bara um okkur og módelin, sendagæsluna, öryggisgæslu, veitingatjaldið, sláttinn og flugið, því það þaf að senda út fréttatilkynningr til blaða og stjónvarpstöðva um fyrirhugað mót um helgina og panta auglýsingar um flugsýninguna fyrir almenning.
Ef veðrið verður síðan gott um helgina eftir allt saman þá bara gerum við okkur glaðan dag og fljúgum saman og
getum jafnvel grillað pylsur.
Þegar tekin er ákvörðun um hvort á að halda stórmót já eða nei. þá er ekki hægt að bíða lengur með þá ákvörðun en til fimtudags morguns í síðasta lagi , Þetta snýst ekki bara um okkur og módelin, sendagæsluna, öryggisgæslu, veitingatjaldið, sláttinn og flugið, því það þaf að senda út fréttatilkynningr til blaða og stjónvarpstöðva um fyrirhugað mót um helgina og panta auglýsingar um flugsýninguna fyrir almenning.
Ef veðrið verður síðan gott um helgina eftir allt saman þá bara gerum við okkur glaðan dag og fljúgum saman og
getum jafnvel grillað pylsur.
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Ég er sammála þessu hjá Böðvari og skil vel spennuna sem ríkir þegar verið er að ákveða hvort mót verður haldið eða ekki.
Varðandi Þeyr veðursíðuna, þá er þetta gamall kunningi sem genginn er aftur. Fyrir nokkrum árum var þessi vefsíða opinber og mikið notuð. Fyrirtækið gekk ekki fjárhagslega því tekjur voru ekki nægar. Þetta eru að öllu leyti tölvureiknaðar veðurspár og þykir mér líklegt að forrit sjái alfarið um að koma þessu svona á netið. Framsetning á veðurgögnum er mjög góð og getur komið til aðstoðar þegar verið er að skipuleggja sunnudagsbíltúrinn eða módelflugið.
Varðandi Þeyr veðursíðuna, þá er þetta gamall kunningi sem genginn er aftur. Fyrir nokkrum árum var þessi vefsíða opinber og mikið notuð. Fyrirtækið gekk ekki fjárhagslega því tekjur voru ekki nægar. Þetta eru að öllu leyti tölvureiknaðar veðurspár og þykir mér líklegt að forrit sjái alfarið um að koma þessu svona á netið. Framsetning á veðurgögnum er mjög góð og getur komið til aðstoðar þegar verið er að skipuleggja sunnudagsbíltúrinn eða módelflugið.
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Ég sakna þess að engin umfjöllun skuli vera hér um Stóra flugmódeldaginn á Hamranesi laugardaginn 13. ágúst, þ.e. á morgun.
Ég hef orðið var við mikinn dugnað hjá Böðvari og félögum við að snyrta á Hamranesi, setja upp girðingar og mála flugbrautir. Einnig hafa menn verið að stilla flugmódel og æfa sig fyrir hátíðina. Olaf Sucker hinn þýski módelflugmeistari hefur verið þar á hverju kvöldi undanfarið.
Veðurspáin virðist vera mjög góð.
Ágúst
Ég hef orðið var við mikinn dugnað hjá Böðvari og félögum við að snyrta á Hamranesi, setja upp girðingar og mála flugbrautir. Einnig hafa menn verið að stilla flugmódel og æfa sig fyrir hátíðina. Olaf Sucker hinn þýski módelflugmeistari hefur verið þar á hverju kvöldi undanfarið.
Veðurspáin virðist vera mjög góð.
Ágúst
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Kemur inn e-r smá frétt fljótlega um allar þær samkomur sem eru nú um helgina.
Stundum þarf maður að láta launagreiðandann ganga fyrir
Stundum þarf maður að láta launagreiðandann ganga fyrir
Icelandic Volcano Yeti
Re: Stóri flugmódeldagurinn
Stóri flugmódeldagurinn tókst með miklum ágætum. Skráðir flugmenn voru 18 talsins. Veðrið var mjög gott, þrátt fyrir fáeina dropa sem féllu um hádegisbil.
Olaf Sucker flaug fjölmörg mögnuð flug, m.a. við dynjandi tónlist úr hátalarakerfinu. Eins konar flugballett. Reyndar gerði hann nokkuð, sem ekki hefur áður sést hér á landi, en hann flaug neðanjarðar! Eftir grillveisluna tók hann eitt magnaðasta flug sem sést hefur um víða veröld, en hann flaug yfir hraunið, stöðvaði vélina í loftinu og bakkaði henni niður í hraungjá, og flaug síðan upp aftur!
Birgir Ívarsson gaf Olaf lítið eftir og flaug af mikilli leikni.
Svo voru það auðvitað allir hinir; sumir flugu stórum módelum, svo sem Lárus og Stefán, aðrir miðlungsstórum, og enn aðrir litlum módelum. Þarna voru þrjár þotur í eigu Péturs, svifflugur, rafmagnsmódel, o.m.fl. Eiríkur og Steinþór sýndu flugtog.
Otto Tynes mætti á 1:1 Piper Cub og lenti af sinni alkunnu snilld á á stuttri flugbrautinni, þrátt fyrir rjómalogn.
Allmargir áhorfendur mættu og blaðamaður Fjarðarpóstsins var á svæðinu mestallan daginn og mætti svo aftur í grillveisluna.
Skráðir flugmenn voru þessir, í þeirri röð sem þeir skráðu senda sína:
Birgir Ívarsson
Stefán Sæmundsson
Georg Torberg
Ágúst Bjarnason
Lárus Jónsson
Haraldur Sæmundsson
Böðvar Guðmundsson
Olaf Sucker
Frímann Frímannsson
Guðni Sigurjónsson
Jón Björgvin Jónsson
Kristinn Hjaltason
Pétur Hjálmarsson
Guðjón Halldórsson
Ingþór Guðmundsson
Björn G Leifsson
Hjörtur Björnsson
Jón Gíslason
Ekki má gleyma grillveislunni. Var það mál manna að betra grillkjöt hefðu menn ekki smakkað, enda sá meistarakokkurinn okkar um grillið. Undirritaður var ekki kominn heim fyrr en klukkan níu um kvöldið, eftir 12 tíma ánægjulega útiveru í frábæru veðri með yndislegu fólki.
Allmargar myndir voru auðvitað teknar og eiga sumar þeirra örugglega eftir að koma á netið innan skamms, og vafalítið verður fjallað um Stóra flugmódeldaginn í næsta Fjarðarpósti.
Myndir frá Stóra flugmódeldeginum eru hér
Ef ofangreindur hlekkur virkar illa, þá má prófa þennan Á þeim vef er þó ekki hægt að nálgast myndirnar í fullri upplausn.
Ágúst
Olaf Sucker flaug fjölmörg mögnuð flug, m.a. við dynjandi tónlist úr hátalarakerfinu. Eins konar flugballett. Reyndar gerði hann nokkuð, sem ekki hefur áður sést hér á landi, en hann flaug neðanjarðar! Eftir grillveisluna tók hann eitt magnaðasta flug sem sést hefur um víða veröld, en hann flaug yfir hraunið, stöðvaði vélina í loftinu og bakkaði henni niður í hraungjá, og flaug síðan upp aftur!
Birgir Ívarsson gaf Olaf lítið eftir og flaug af mikilli leikni.
Svo voru það auðvitað allir hinir; sumir flugu stórum módelum, svo sem Lárus og Stefán, aðrir miðlungsstórum, og enn aðrir litlum módelum. Þarna voru þrjár þotur í eigu Péturs, svifflugur, rafmagnsmódel, o.m.fl. Eiríkur og Steinþór sýndu flugtog.
Otto Tynes mætti á 1:1 Piper Cub og lenti af sinni alkunnu snilld á á stuttri flugbrautinni, þrátt fyrir rjómalogn.
Allmargir áhorfendur mættu og blaðamaður Fjarðarpóstsins var á svæðinu mestallan daginn og mætti svo aftur í grillveisluna.
Skráðir flugmenn voru þessir, í þeirri röð sem þeir skráðu senda sína:
Birgir Ívarsson
Stefán Sæmundsson
Georg Torberg
Ágúst Bjarnason
Lárus Jónsson
Haraldur Sæmundsson
Böðvar Guðmundsson
Olaf Sucker
Frímann Frímannsson
Guðni Sigurjónsson
Jón Björgvin Jónsson
Kristinn Hjaltason
Pétur Hjálmarsson
Guðjón Halldórsson
Ingþór Guðmundsson
Björn G Leifsson
Hjörtur Björnsson
Jón Gíslason
Ekki má gleyma grillveislunni. Var það mál manna að betra grillkjöt hefðu menn ekki smakkað, enda sá meistarakokkurinn okkar um grillið. Undirritaður var ekki kominn heim fyrr en klukkan níu um kvöldið, eftir 12 tíma ánægjulega útiveru í frábæru veðri með yndislegu fólki.
Allmargar myndir voru auðvitað teknar og eiga sumar þeirra örugglega eftir að koma á netið innan skamms, og vafalítið verður fjallað um Stóra flugmódeldaginn í næsta Fjarðarpósti.
Myndir frá Stóra flugmódeldeginum eru hér
Ef ofangreindur hlekkur virkar illa, þá má prófa þennan Á þeim vef er þó ekki hægt að nálgast myndirnar í fullri upplausn.
Ágúst