Síða 1 af 2

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 00:47:15
eftir Björn G Leifsson
Er þetta málið?
Mynd

Listaprís $2300, $1500 hjá Donalds svo dæmi sé tekið.

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 09:10:09
eftir Gaui
Skiptin yfir í 2,4 Gíg er himnasending fyrir okkur hina sem erum ánægðir með græjurnar okkar og ætlum ekki að skipta. Nú get ég fengið móttakara fyrir módelin mín fyrir slikk á Íbei þegar menn eru að selja gamla drasliið og reyna að fjármagna nýja móttakara (sem eru helmingi dýrari en þeir gömlu)

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 09:12:39
eftir Gaui
Og enn og aftur smá aðvörun. Vörur keyptar frá USA eru ekki CE merktar og munu þess vegna ekki fást afgreiddar úr tolli.

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 10:17:32
eftir einarak
[quote=Gaui]Og enn og aftur smá aðvörun. Vörur keyptar frá USA eru ekki CE merktar og munu þess vegna ekki fást afgreiddar úr tolli.[/quote]
Það gildir bara um senda er það ekki? þurfa móttakarar að vera ce merktir??

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 11:31:06
eftir Sverrir
Færð hana á $1399.99 hjá Donalds, þeir mega bara ekki auglýsa lægra verð heldur en $1500 Mynd

Til gamans má nefna það að HH hefur ítrekað það við sína smásala að selja stýringarnar ekki úr landi þar sem þær eru ekki CE vottaðar.
CE vottun leyfir ekki jafn mikinn útsendingarstyrk og er á amerísku stýringunum.

Það er nýbúið að setja 12X bæði í 35mhz og 2.4ghz útgáfum í CE vottunarferlið þannig að þær ættu að fara að sjást með hækkandi sól, 35mhz útgáfan kemur þó fyrr úr prófunum. Gert er ráð fyrir að 12X verði í kringum £900(með RS12DA móttakara) en DSX 9(2.4ghz af 9303(9X)) sem kemur á svipuðum tíma eða fyrr verður nálægt £450.

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 12:40:20
eftir Björn G Leifsson
Svona til að forðast misskilning þá datt mér ekki í hug að kaupa þetta sjálfur, ekki í bráðina allavega, hvað þá í USA.
Fékk sent tilboðið frá honum Donald vini mínum og var bara forvitinn að sjá hvað menn segðu...
og $1500 finnst mér h-i mikið.

En tækninni fleygir fram. Einhver sagði mér í gær að 800Mhz bandið væri að koma inn í þetta dæmi í USA. Veit einhver meira um það? Það er á því sviði sem gemsarnir vinna.

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 13:07:30
eftir Sverrir
900 mhz ameríkumegin, sjá frétt frá AMA ráðstefnunni > http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=1758

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 14:11:56
eftir Sverrir
Svo má ekki gleyma 16X ;)

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 14:22:52
eftir einarak
eeen... þurfa móttakarar að vera CE merktir?

Re: JR 12X 2,4 GHz

Póstað: 6. Feb. 2008 15:06:25
eftir Sverrir
Tollurinn stoppar móttakara sem eru ekki CE merktir ef þeir komast í þá.