Síða 1 af 53

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 02:31:12
eftir Sverrir
Spurning hvort að það eigi að pósta þessu í smíðahornið, það er jú verið að byggja flugvöll :cool:

Eitthvað hefur borið á að menn hafi verið að forvitnast um vallarmál og framkvæmdir hjá Flugmódelfélagi Suðurnesja svo mér datt í hug að gleðja ykkur með þessum myndum sem voru teknar fyrr í kvöld.

Hægt er að sjá myndirnar í fullri stærð með því að smella á þær.

Yfirlitsmynd af svæði Flugmódelfélags Suðurnesja og Seltjörn
Mynd

Nærmynd af vallarsvæðinu
Mynd

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 11:35:19
eftir Árni H
Verður ekki bara mjúkt að nauðlenda í lúpínunni þarna? Hvað eru brautirnar nú aftur stórar?

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 12:44:18
eftir Sverrir
Við reynum að forðast nauðlendingar utan brautar ;)

120x10 sú langa og þverbrautin verður 100x10.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 14:29:25
eftir Agust
Til hvers er moldargarðurinn?
Er þetta hljóðmön, eða til að koma í veg fyrir að flugvélarnar rási út í vatn?

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 14:40:59
eftir Sverrir
Í augnablikinu er þetta geymsla fyrir uppgröft af svæðinu sem verður notaður í undirlag fyrir gras og svo vonandi seinna meir verðum við með grasbraut þarna en það er á langtímaáætluninni.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 16:10:14
eftir Agust
Mér sýnist þetta vera um 2200 fermetrar. Eru ekki brautirnar á Hamranesi tvær 6 x 70 m, eða samtals 840 fermetrar. (Leiðréttið mig ef með þarf).

Þetta er stórglæsilegt.

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 16:16:56
eftir Björn G Leifsson
Það skyldi þó ekki verða svo að maður gerðist félagi þarna líka :)

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 16:39:36
eftir Sverrir
[quote=Agust]Mér sýnist þetta vera um 2200 fermetrar. Eru ekki brautirnar á Hamranesi tvær 6 x 70 m, eða samtals 840 fermetrar. (Leiðréttið mig ef með þarf).

Þetta er stórglæsilegt.[/quote]
Eitthvað nálægt því já, það eru frekar stórar tölur í öllu sem viðkemur þessum vallarmálum.

Það fara ca. 2800 rúmmetrar í uppfyllingu og svo kemur toppefni ofan á það, þannig að við eru sennilega að tala um hátt í 3000 rúmmetra í brautarundirlag og svo var mokað upp eitthvað á billinu 1800-2000 rúmmetrum. Við höfum fengið vilyrði fyrir að hafa flotbryggju þannig að aðstaðan niður við vatn verður líka stórfín.

[quote=Björn G Leifsson]Það skyldi þó ekki verða svo að maður gerðist félagi þarna líka :)[/quote]
Allir velkomnir í félagið, veitir ekki af að hafa sem flesta félagsmenn á þessum uppbyggingartímum :)

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 21:14:45
eftir Björn G Leifsson
Svo er nú líka spurningin um lounge-ið. Svona fínir menn eins og ég vilja auðvitað hafa "comfort" ehemm....

Re: Flugvallarmál Flugmódelfélags Suðurnesja

Póstað: 26. Júl. 2006 21:24:58
eftir Sverrir
Það sést í setustofuna lengst til hægri á nærmyndinni :cool: