Síða 1 af 1

Aðgangur að svæði Þyts

Póstað: 25. Jún. 2020 10:08:28
eftir Elson
Sælir félagar, nú er búið að skipta um aðgangsnúmer inn í húsið á Hamranesi en vegna tæknilegra örðuleika er ennþá gamla númerið á lásnum við hliðið. Það stendur hinsvegar til bóta og verður komið nýtt númer á hliðið innan skamms.
Þeir sem ekki eru búnir að sækja félagsskírteinið sitt fá það sent í pósti og ætti að vera von á því fljótlega, ef hinsvegar skírteinið er ekki komið og menn vilja komast inn á svæðið þá er hægt að hafa samband við Bjarna gjaldkera og fá uppgefinn kóðann.

Kveðja stjórnin

Re: Aðgangur að svæði Þyts

Póstað: 30. Jún. 2020 15:05:28
eftir Elson
Nú er búið að skipta um aðgangsnúmer á hliðinu líka.

Kveðja stjórnin