Draumavélin hans Tomma

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Gaui »

Áfram skal haldið. Rifjunum er raðað upp á formið og stólar límdir undir til að halda þeim láréttum. Þetta er aðferð sem meistarinn Dave Platt notar mikið og vel þess virði að herma hana eftir.
20200807_152542.jpg
20200807_152542.jpg (150.85 KiB) Skoðað 454 sinnum
Svo eru settir stólar undir stélflötinn og hann límdur á. Þá er nokkuð víst að hann situr á sínum stað, réttur á alla kanta þar til búið er að planka skrokkinn.
20200811_212248.jpg
20200811_212248.jpg (147.87 KiB) Skoðað 454 sinnum
Mér fanst ekki nóg af langböndum til að halda undir 1,5mm skinn, svo ég bætti við einu alla leiðina og öðru undir gluggana, því Tommi er ekki enn búinn að ákveða hvort hann vill gler eða límmiða. Það kom hugmynd á einu smíðakvöldi að taka vangasvipi allra í klúbbnum og búa til gluggamyndir af þeim.
20200812_145728.jpg
20200812_145728.jpg (150.64 KiB) Skoðað 454 sinnum
Hér er svo byrjað að líma 1,5mm balsaskinn á skrokkinn. Hann stífnar verulega upp við það.
20200812_153409.jpg
20200812_153409.jpg (151.21 KiB) Skoðað 454 sinnum
Hér er búið að planka nefið og byrjað að búa til stjórnklefann. Sá verður laus, svo hægt verður að renna rafhlöðum ofan í skrokkinn án þess að skrúfa nokkuð í sundur.
20200813_154928.jpg
20200813_154928.jpg (141.33 KiB) Skoðað 454 sinnum
Hér er ég byrjaður að planka afturhlutann á skrokknum.
20200814_150735.jpg
20200814_150735.jpg (147.79 KiB) Skoðað 454 sinnum
En áður en hann er kláraður og stélkamburinn límdur á, þá þarf að setja upp stýrisarminn fyrir hliðarstýrið. Vírarnir liggja fram í skrokkinn og servóið verður þar sem vængurinn kemur á.
20200815_151433.jpg
20200815_151433.jpg (115.82 KiB) Skoðað 454 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Gaui »

Það þarf að planka Þristinn að neðan og hér er byrjun á botninum á nefinu:
20200906_113439.jpg
20200906_113439.jpg (140.09 KiB) Skoðað 415 sinnum
Hér er botninn svotil búinn.
20200906_145048.jpg
20200906_145048.jpg (110.21 KiB) Skoðað 415 sinnum
Áður en botninum er lokað að aftan, þá þarf að setja inn rör fyrir hæðarstýrið (rautt) og stélhjólið. Þá er öll stýringin komin sem þarf aftur í skrokkinn, svo það má halda áfram með plankana.
20200911_122655.jpg
20200911_122655.jpg (133.11 KiB) Skoðað 415 sinnum
Hér er gluggaröðin hægra megin komin í. Það var mikið spáð og speggúlerað í sambandi við gluggana og hvar þeir ættu að vera, en þetta er líklega ágætlega rétt, svona til að byrja með.
20200913_111326.jpg
20200913_111326.jpg (141.68 KiB) Skoðað 415 sinnum
Og hér er svo vinstri gluggaröðin. Hún nær ekki eins langt fram og á hægri hlið og það er aðeins minni gluggi í hurðinni.
20200913_183125.jpg
20200913_183125.jpg (149.63 KiB) Skoðað 415 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Gaui »

Það smá skríður hjá Douglasinum:

Klæðningin skríður niður eftir skrokknum.
20200915_212610.jpg
20200915_212610.jpg (146.22 KiB) Skoðað 347 sinnum
En áður en lengra er haldið með hana, þá þarf að festa vænginn á. Hér er ég byrjaður að búa til festingarnar fyrir hann.
20200920_164939.jpg
20200920_164939.jpg (134.32 KiB) Skoðað 347 sinnum
Hér eru festingarnar komnar og vængurinn situr nokkuð réttur á (vonandi)
20200923_182344.jpg
20200923_182344.jpg (145.92 KiB) Skoðað 347 sinnum
Tommi virðist bara nokkuð ánægður með þetta.
20200923_183738.jpg
20200923_183738.jpg (152.48 KiB) Skoðað 347 sinnum
Þetta er nú farið að líta út óneitanlega eins og DC-3.
20200923_185650.jpg
20200923_185650.jpg (154.33 KiB) Skoðað 347 sinnum
Balsaklæðningin komin á alla hægri hliðina.
20200930_202635.jpg
20200930_202635.jpg (150.66 KiB) Skoðað 347 sinnum
8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Steinþór
Póstar: 196
Skráður: 25. Mar. 2010 23:11:51

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Steinþór »

Rosalega er gaman af smiðaþráðunum hjá þér Guðjón og Tommi vel valin drauma vél
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Gaui »

Takk Steini
Hafðu augun opin, það er ekki langt í að það byrjar einn stór og mikill.
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3264
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Gaui »

Sum verk eru þannig að maður hamast í lengri tíma, en það virðist ekkert gerast. Þetta á t.d. við um vængferinguna, þ.e. þann hluta af vélinni sem blandar skrokknum út á vænginn. Ég bjó til (samkvæmt teikningu) undirlagið fyrir þessa feringu út þunnum krossviði og laggði undir skrokkinn. Svo skar ég niður balsabúta sem pössuðu undir næsta langband fyrir ofan og ýttu krossviðnum niður á vænginn. Afturhlutinn á þessu passaði auðvitað engan vegin, eins og sést á myndinni.
20201013_220602.jpg
20201013_220602.jpg (140.86 KiB) Skoðað 200 sinnum
Ég klippti þá til krossviðarplötu sem ég gat látið passa aftan við vænginn út á skrokkinn. Þetta lítur mikið betur út.
20201018_115312.jpg
20201018_115312.jpg (131.81 KiB) Skoðað 200 sinnum
Nú þarf ég bara að pússa niður þessa balsabúta og fylla á milli þeirra. Á teikningunni talar hann um frauðplast, en ég held ég skoði aðra möguleika líka.

8-)
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10946
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Sverrir »

Gaui skrifaði: 30. Sep. 2020 20:54:50 Nú þarf ég bara að pússa niður þessa balsabúta og fylla á milli þeirra. Á teikningunni talar hann um frauðplast, en ég held ég skoði aðra möguleika líka.
Mæli með XPS þrýstieinangrun, fislétt og flott að tálga og auðvelt að pússa hana, þarf að henda inn smá viðgerðarsyrpu með henni við tækifæri. Kjartan ætti vonandi að hafa einhver ráð með að nálgast hana ef hún er ekki til á lager. ;)
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1518
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Draumavélin hans Tomma

Póstur eftir Árni H »

Draumavélin hans Tomma er nú farin að líkjast vélinni á Sólheimasandi :D
dc31.jpg
dc31.jpg (129.54 KiB) Skoðað 154 sinnum
Svo var nefið snyrt í nefsnyrtivélinni.
dc32.jpg
dc32.jpg (215.17 KiB) Skoðað 154 sinnum
Svara