Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10865
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstur eftir Sverrir »

Lúlli og ég skelltu okkur í smá þotuleiðangur áðan og voru tekin þrjú góð flug og hver veit nema Lúlli eigi æsispennandi sögu til að segja okkur frá kvöldinu.

Viðhengi
IMG_1494.jpg
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
lulli
Póstar: 1112
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstur eftir lulli »

Já þetta var rosalegt ,, það steindó á túrbínuni á flugi og ég nýbúinn að snúa undan vindi og ekkert framundan nema lúpínan með sína grjóthnullunga á milli og svo vatnið jú reyndar birkitrén í austri. Ekki gæfuleg staða þarna konin upp.....
Þannig að spurningin er einfaldlega ; hvað ætli að sé heilt af þessu sem sést á meðfylgjandi mynd?

Verður þessarri þotu einhverntíman flogið aftur kannski?
Eða þurfti að sækja hana með kíttispaða?
Slapp þetta mögulega til?

Það er framorðið og sagan verður kláruð síðar...
Viðhengi
Resizer_15961536687010.jpg
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Passamynd
lulli
Póstar: 1112
Skráður: 1. Des. 2006 21:14:09

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstur eftir lulli »

Já það var hálf skrýtið að sjá þotuna þarna á cruisinu á um 150kmh (hálfri ferð) og eina sem heyrðist var bara smá blístur,
BANG! AUTO RESTART FÍDUSINN FÓR Í GANG og þotunni var borgið í bili og var fljótlega farin að fljúga aftur fyrir eigin vélarafli og lenti svo bara heilu höldnu.

Ég held bara að ég afþakki jólagjafir þetta árið.

Kveðja Lúlli
Flugmódelfélagið Þytur
Flugmódelfélag Suðurnesja

Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 10865
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstur eftir Sverrir »

Ekki gleyma að nefna að stuttu eftir lendingu drap hún aftur á sér svo það mátti ekki miklu muna!

Rannsóknarnefndina grunar helst vesen í stjórnköplum en eftir er að prófa leiðslurnar og skoða betur til að staðfesta það.
Icelandic Volcano Yeti

Passamynd
gunnarh
Póstar: 305
Skráður: 30. Des. 2015 00:18:15

Re: Arnarvöllur - 30.júlí 2020

Póstur eftir gunnarh »

Lúlli þessir tímar þangað til þú kláraðir söguna eru búnir að vera erfiðir. Miklar áhyggjur og óvenju mörg refresh á fréttavefnum en frábært að allt endaði vel. Vonum að þið finnið út hvað þetta er.
Gunnar H.
Atvinnu fiktari

Svara