Melgerðismelar - 30.júlí 2020
Póstað: 31. Júl. 2020 09:34:27
Sveinbjörn er búinn að smíða SKY 120 og nú var honum prufuflogið. Því miður á ég ekki myndir af fluginu, enda of önnum kafinn við að fljúga módelinu, en það er skemmst frá því að segja að módelið flaug eins og draumur, enda hannað af Tony Nijhuis. Sveinbjörn tók við stjórninni og flaug helling, svo dagurinn var vel heppnaður.

