Síða 1 af 1

Re: Nanófosfat rafhlöður

Póstað: 3. Mar. 2008 10:52:53
eftir Björn G Leifsson
Ný rafhlöðutækni hefur verið að komast í gagnið. Hef ekki náð að kynna mér mikið um hana en þetta er gríðarlega spennandi.

Endast víst vel,
hlaðast hratt,
skila svaka straum (70A stöðugt!!!!! - 120 A hámark!!!)
falla lítið í spennu (0,2 volt) áður en tóm,
Þola hnjask
springa ekki í loft upp(?)
Skila ca 6 voltum svo ekki þarf regúlator fyrir servóin okkar


DeWalt hefur verið að nota þetta í hleðslu-hjólsagir. Menn hafa verið að kaupa batterí frá þeim á E-Bay.

http://www.a123systems.com/ er framleiðandi sem menn hafa verið að fá þetta frá í RC dót

Lofar góðu fyrir okkar þarfir.
Hvað segið þið. Einhver sem hefur kynnt sér þetta ?

Umræða á RCUniverse: http://www.rcuniverse.com/forum/m_46678 ... tm#4667844

Re: Nanófosfat rafhlöður

Póstað: 3. Mar. 2008 10:57:21
eftir Björn G Leifsson
Sverrir.. sendi þér PDF skjal sem þú kannski getur sett hér
Það er með yfirlit yfir eiginleika þessara battería.

Re: Nanófosfat rafhlöður

Póstað: 3. Mar. 2008 11:03:54
eftir Björn G Leifsson
Nokkrir gallar:

Þyngri en LiPo (minni "orkuþéttni") þeas fleiri grömm per orkueiningu.(~100 Wh/kg versus ~140 Wh/kg) Ókostur við flug-notkun.
Aðeins ein stærð til (ennþá) 2300 mAh
Þarf sérstakt hleðslutæki

Re: Nanófosfat rafhlöður

Póstað: 3. Mar. 2008 12:59:48
eftir Sverrir
http://frettavefur.net/Skjol/a123.pdf

Hef fylgst með umræðunni úti en bíð að öðru leyti rólegur(svipað og með 2.4) ;)
Verður þú ekki bara að taka að þér prófanir við íslenskar aðstæður... þarf ekki nýjar rafhlöður fyrir nýja Yak :D