Síða 1 af 4

RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 30. Des. 2020 15:23:19
eftir Ágúst Borgþórsson
Vænghaf rúmir 245cm. Æskileg þyngd um 11kg. Ég er rétt að byrja á vængjunum, en ég held ég þurfi að setja skrokkinn saman ásamt miðju vængnum svo þetta passi allt saman

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 30. Des. 2020 16:06:37
eftir Gaui
Flott! Ég fylgist með.
gaui

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 30. Des. 2020 16:32:48
eftir Ágúst Borgþórsson
Það var hægri vængur sem ég byrjaði á, en svo þarf að hugsa og sjá í kross fyrir þann vinstri

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 30. Des. 2020 16:38:20
eftir Ágúst Borgþórsson
Það er ekki verra að hafa þig á öxlinni Gaui og fá kanski góð ráð. Þetta er stærsta og flóknasta verkefni sem ég hef ráðist í á þessum vetvangi.

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 8. Jan. 2021 20:15:34
eftir Ágúst Borgþórsson
Ég hef ekki gert mikið meira en snúast í hringi í þessu verkefni. En er samt búinn að gera eitthvað :roll: Það þarf að vanda sig við að fylla inn í grindina.

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 8. Jan. 2021 20:39:02
eftir Sverrir
Flottur! 8-)

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 8. Jan. 2021 20:48:22
eftir lulli
Þarna ertu nú all duglega kominn í smíðadeildina félagi Gústi.
Það verður gaman að fylgjast með hérna á þræðinum.
....og svo síðar út á velli

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 9. Jan. 2021 13:59:31
eftir Ágúst Borgþórsson
Takk strákar.

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 12. Jan. 2021 16:41:23
eftir Ágúst Borgþórsson
Búinn að líma saman vængbitana og er byrjaður að setja skrokkinn saman

Re: RV-4 35% Wendell Hostetler

Póstað: 12. Jan. 2021 16:44:41
eftir Gaui
Lítur vel út. Er vængurinn í einu lagi? Hvað er vænghafið?
8-)