Síða 1 af 1

Nú ættu allir að geta fylgst með á hangmótum

Póstað: 12. Feb. 2021 17:49:15
eftir Sverrir
Það vill nú bara þannig til að stundum er meiri yfirferð á golunni en gengur og gerist þegar við erum að fljúga hangflug. Þá er rétt svo að flugmaðurinn sem stendur næst hátalaranum heyri hvað er að gerast en nú ættu aðrir á svæðinu einnig að vera vel upplýstir um það sem er að gerast hverju sinni þökk sé nýja LED skjánum!

Gunni fær kærar þakkir fyrir að prenta rammann fyrir mig!



IMG_2982min.jpg
IMG_2982min.jpg (168.43 KiB) Skoðað 2245 sinnum

Re: Nú ættu allir að geta fylgst með á hangmótum

Póstað: 12. Feb. 2021 22:21:05
eftir Eysteinn
Þetta er stórglæsilegt.
Fréttavefs-liturinn á rammanum :)

Re: Nú ættu allir að geta fylgst með á hangmótum

Póstað: 13. Feb. 2021 00:54:33
eftir Sverrir
En ekki hvað! ;)

Re: Nú ættu allir að geta fylgst með á hangmótum

Póstað: 13. Feb. 2021 09:44:01
eftir stebbisam
Mikill guru ert þú Sverrir, gæti jafnvel nálgast að vera nörd en maður segir það bara ekki upphátt.
Hvað er skjáflöturinn stór?

Re: Nú ættu allir að geta fylgst með á hangmótum

Póstað: 13. Feb. 2021 12:59:14
eftir Sverrir
Veit það nú ekki, þetta er nú eiginlega bara IKEA dót fyrir flugmódelnörd, kaupa einingarnar og pússla þeim saman. ;)

Þetta eru tveir 64x32 skjáir sem eru samtengdir og gefa þá 64x64 skjáflöt.

IMG_2167min.jpg
IMG_2167min.jpg (192.49 KiB) Skoðað 2204 sinnum

Re: Nú ættu allir að geta fylgst með á hangmótum

Póstað: 13. Feb. 2021 14:28:58
eftir Elli Auto
Þetta er bara snild ;)