Í fréttum er þetta helst

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Svara
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Í fréttum er þetta helst

Póstur eftir Sverrir »

Á síðustu öld var alnetið ekki komið í handtölvurnar hjá hverjum einasta manni svo á þeim tíma var fréttum dreift á dauðum trjám. Ég rakst á eitt slíkt samskiptaform frá janúar 1988 út á Hamranesi í topp ásigkomulagi og ákvað að koma því á stafrænt form öllum til yndisauka!

Hér sést líka hversu framarlega Þytsmenn hafa verið í öllum málum að á þessum tíma er kominn blaðafulltrúi hjá félaginu, mörgum ljósárum á undan öllum öðrum í samfélaginu. En ef menn eru að velta fyrir sér þörfinni þá var á þessum árum verið að vinna við að koma upp nýjum flugvelli eins og má einmitt lesa um í þessu blaði.

Í fréttum er þetta helst:
  • Hæðarmælir
  • Robbe Charter
  • Spennumælir
  • Öryggi þrátt fyrir bilun
  • Nýi flugvöllurinn
  • Balsaryk og brellur
Og svo auðvitað myndbandaleiga Þyts! 8-)

Eintak má nálgast á slóðinni https://frettavefur.net/Timarit/, munið bara að skila því að lestri loknum. ;)

forsida88.jpg
forsida88.jpg (115.33 KiB) Skoðað 541 sinni
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1585
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Í fréttum er þetta helst

Póstur eftir Árni H »

Vel gert! Þarna er sannarlega farið um víðan völl og m.a.s. kemur finnska vetrarstríðið við sögu :lol:
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11427
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Í fréttum er þetta helst

Póstur eftir Sverrir »

Já heldur betur, ekki viss um að þetta flygi í dag! ;)
Icelandic Volcano Yeti
Svara