Síða 1 af 1

Hamranes á miðvikudag

Póstað: 16. Maí. 2021 12:33:01
eftir Elson
Miðvikudagskvöldið næsta þann 19. mai 2021 er meiningin að fjölmenna á Hamranes og koma flugsumrinu almennilega í gang. Ekki verða gerðar neinar breytingar á aðgangskerfinu í bili allavega.
Það þarf að koma vatni á húsið og gæti því þurft að renna eftir vatni ef einhver hefur tök á að draga vatnstankinn.

Annars er bara um að gera að mæta með módel og njóta blíðunnar sem virðist vera í kortunum næstu daga.

Aldrei að vita nema sjoppan verði opin.

Kveðja stjórnin.