Síða 1 af 2

Leiðin að flugkomu FMFA 2021

Póstað: 19. Maí. 2021 15:49:45
eftir Árni H
Hún nálgast - 80 dagar til stefnu!

Svona var staðan fyrir 10 árum síðan:



Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 25. Maí. 2021 10:48:18
eftir Árni H
Svona leit þetta út árið 2012. Veðrið var ekki að spila neitt sérstaklega með en Steve Íslandsvinur Holland og föruneyti lék hinsvegar við hvern sinn fingur :D




Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 4. Jún. 2021 17:33:19
eftir Árni H
Svona var umhorfs árið 2013 :)


Það ár var líka brunað vestur á Patró á eftirminnilega flugkomu:

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 11. Júl. 2021 13:23:31
eftir Árni H
Svona fór þetta fram árið 2014:

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 11. Júl. 2021 13:49:16
eftir Árni H
Eins og sums staðar hefur verið pískrað í reykfylltum bakherbergjum verður nú opinberað og gjört kunnugt, að þátttakendum í Flugkomu FMFA verður boðið upp á að renna í gegnum ákveðinn listflugsferil. Við byrjum ákaflega rólega á 5 æfingum sem er hægt að fljúga á nánast hverju sem er en þó skal tekið fram að Bixler og vélar með V-stéli ráða síst við þetta. Ferillinn er byggður á svokölluðum Basic Known æfingum frá International Miniature Aerobatic Club. Það kann þó að vera að við snúum einhverjum æfingum til að ná betra flæði í flugið - þetta er svona í startholunum. Það er náttúrulega engin skylda að taka þátt en það er mjög gaman að fljúga svona fyrirfram ákveðna ferla um leið og það gerir mann að agaðri flugmanni :D
Listflugferlar.jpg
Listflugferlar.jpg (81.99 KiB) Skoðað 1526 sinnum
Frekari upplýsingar um IMAC má sjá hér: http://www.mini-iac.org/

Koma svo - enga frammistöðuangist núna - allir á völlinn eða í herminn að æfa!

Með kveðju,
Árni Hrólfur

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 11. Júl. 2021 15:59:07
eftir Sverrir
Líst vel á þetta en sé ekki betur en flæðið sé nokkuð ljúft þarna í gegn. 8-)

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 11. Júl. 2021 17:44:40
eftir Árni H
Já, ég sé það núna - snéri þessu eitthvað við í hausnum á mér, sennilega vegna þess að ég ruglaðist á röðinni þegar ég var að fljúga þetta um daginn. Þá endar maður nefnilega í einhverri vitleysu :D
Svo má auðvitað hafa hjá sér aðstoðarmann sem segir hver næsta æfing er og ég mæli reyndar með því :)

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 11. Júl. 2021 17:49:52
eftir Árni H
Á því herrans ári 2015 var blíðuveður:

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 16. Júl. 2021 19:35:01
eftir Árni H
Nú nálgumst við nútímann - 2016 var líka ágætisveður og mikið flogið :)

Re: Flugkoma FMFA 2021

Póstað: 17. Júl. 2021 05:46:31
eftir Böðvar